Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 47
En hvað á ég að gera? Ég get ekki farið niður í deildina, þeg- ar ég hefi tilkynnt veikindafor- föll. Svo lét hann hugsanir sínar gæla við 50 þúsund dollarana — og allt, sem hann gæti fengið fyr- ir þá. Hann gæti keypt sér það starfssvið, sem hann hafði dreymt um frá þeim tíma, þegar hann kom fyrst til New York. Hann leigði glæsilegar lækningastofur við Park Avenue, reði aðstoðar- stúlku, fagra sem kvikmyndadís, og mestu auðkýfingar borgarinn- ar yrðu meðal sjúklinga hans. Hann vissi, að hann var nægi- lega duglegur til að sigra sem tízkulæknir, þegar fyrstu erfið- leikarnir væru að baki. Eftir þrjú ár mundi hann hitta Martin Ash og Gray sem jafningja og berjast við þá um sjúklingana. Frægir menn beggja vegna Atlantshafs- ins mundu verða meðal náinna vina hans, og vasabók hans mundi verða full af símanúmer- um fegurstu kvenna heims. Þeg- ar Patricia Reed væri í borginni, mundi hann hafa lykil að dyr- um hennar. Patricia Reed! Hönd hans greip til símans, þegar hann minntist hvetjandi augnaráðs hennar. Hann ætlaði að hringja til henn- ar, jafnskjótt og hann hafði lokið starfi í ölgerðinni, og ef hún yrði ein heima, ætlaði hann að ákveða fund með henni í kvöld. Ef heppnin væri með honum, og hann væri einnig hæfilega frakk- ur, mundi hann líka geta sigrað Andy á þessu sviði. Andy Gray leit andartak upp úr verki sínu og uppgötvaði, að Martin Ash var kominn á áhorf- endapallana. Þótt það væri mjög óvenjulegt, að yfirlæknir sjúkra- hússins væri þar staddur meðal kandídata og læknanema, vissi Andy ekki, hvort hann ætti að vera hreykinn af þessu. Martin Ash hafði hegðað sér svo ein- kennilega undanfarinn mánuð, að ekki var gott að vita, hvað honum bjó í brjósti hverju sinni. Hann hélt áfram að tala í hljóð- nemann, eins og hann hefði ekki: tekið eftir návist yfirboðara síns.' „Þér sjáið nú hægri lungabrodd blasa við með stórum blóð- æðum.. Aðgerðinni miðaði hægt áfram. Hún var erfið og hættuleg, svo að ekki mátti fara óðslega að neinu. Andy starfaði jafnt og þétt og hélt jafnframt áfram að lýsa aðgerðinni í hljóðnemann. Honum fannst einkennilegt, að það, sem hann tók sér fyrir hend- ur, virtist alltof auðvelt, þegar hann lýsti því. Samt hafði þessi aðgerð bjargað hundruðum bama frá vissum dauða. Og enn var full ástæða til að ætla, að lífi Jackies litla mundi einnig verða borgið. Nú var komið að sérstaklega hættulegu atriði. Andy fann, að allir stóðu á öndinni... En á næsta andartaki var spennan um garð gengin, og allir vörpuðu öndinni léttara. „Stórfenglegt." hvíslaði Dale hugfanginn. Hann hafði sagt það, sem bjó í allra huga. Nú var aug- ljóst, að ef allt gengi vel úr þessu, mundi heilsu Jackies verða borg- ið. „Nú gerum við hlé andartak," sagði Andy, „og gefum blóðrás- inni tækifæri til að venjast þeim breytingum, sem við höfum gert.“ Hann fleygði frá sér hnífnum og vék frá skurðborðinu. Frá upphafi hafði hann óttazt þetta hlé, sem hann hlaut að verða að gera. Nú óttaðist hann nefnilega, að athygli sín mundi slævast. Svæfingarlæknirinn vann við tæki sín við höfðalag skurðborðs- ins. Nú var um að gera að gefa sjúklingnum sem mest súrefni. „Höfum við lagt of mikið á hann, Evans?“ Svæfingarlæknirinn hristi höf- uðið. „Ég sé engin merki losts — og súrefnismælirinn hefur eiginlega ekki sýnt neina breyt- ingu.“ Andy vafði hendurnar í dauð- hreinsað handklæði, sem Vicki Ryan rétti honum, og settist síðan á stól, sem hún ýtti til hans. Þá fyrst fann hann, hversu dæma- laust þreyttur hann var. En þetta var aðeins forsmekkur þess, sem verða mundi. Hann sneri sér að Dale og ætlaði að segja eitthvað, en heyrði þá allt í einu í sírenu niðri á götunni. Það var eins og hún væri beint fyrir neðan glugga skurðstofunnar, og henni var þegar svarað af annarri, sem heyrðist úr norðurátt. Andy fann hroll fara um sig, ér hann heyrði þessi hljóð. Nokkrir kandídat- anna á áhorfendabekkjunum hurfu. Þeir ætluðu að aðgæta hvort þörf væri fyrir þá. „Nú verður víst nóg að gera í slysastofunni...“ „Þetta eru lögreglubílar. Andy.“ „Já, ætli þeir séu kannski að leita að vini okkar með atom- sprengjuna?“ Svo þagnaði væluhljóðið og Andy gekk aftur að skurðarborð- inu... Framhald í næsta blaði VIKAN 25. tbl. — £7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.