Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 5
þú sért því meiri kokkur) og byðir henni vinkonu þinni tíu dropa? Síðan gætir þú stungið upp á bíóferð eða þvílíku ... og síðan kemur þetta allt koll af kolli... Það hefur cnginn nein efni á því að vera feiminn, og þú ekki heldur ... Neo... Heiðraða blað! Okkur hefur lengi langað til að koma þeirri ósk okkar á framfæri, að Neó-tríóið og hljóm- sveit Eyþórs Þorlákssonar leiki inn á hljómplötur. Þá sárasjaldan að út koma íslenzkar plötur, eru þær annaðhvort leiknar og sungnar af hljómsv. Svavars Gests eða hljómsv. Hauks Mort- hens. Þó að þetta séu ágætis hljómsveitir og mjög vinsælar, þá finnst okkur Neo og Eyþór ekkert síðri, og vonandi er að fljótlega heyrist frá þeim á hljómplötu. Eins væri gaman að fá að heyra í hljómsveit Oskars Guðmundssonar í útvarpinu. Hvernig stendur á því að ein- takastimpillinn er horfinn? Er Vikan eitthvað farin að dala? G. P. — H. G. -------Nei, langt frá því. Vikan virtist bara vera eina blaðið, sem hugrekki hafði til þess að birta slíkan stimpil, en það var til- gangslaust þegar önnur blöð gerðu það ekki, svo Vikan sá ekki ástæðu til að eyða plássi undir hann ein blaða mánuð eftir mánuð. Skotin ... Kæri Póstur. Ég er svo gasalega skotin í honum Svavari Gests. Hann er miklu eldri en ég, það veit ég vel, en það er alveg sama. Mig langar svo að kynnast honum, og ég er viss um, að honum líkar vel við mig. Mér finnst hann svo gasalega sætur. Geturðu ráðlegt mér nokkuð, Póstur minn? Ein skotin. -------Þú gætir reynt að minn- ast á þetta við konuna hans. Þjóðmál... „Hansen“ skrifar okkur skel- eggan pistil, sem hann nefnir Hugleiðing um þjóðmál á íslandi .. . og „Hansen“ er reiður, óskap- lega reiður. Stórfurðulegt, ann- ars, að hann skuli enn ekki vera orðinn þjóðarleiðtogi . .. En gef- um honum orðið: Það á að vera lýðræðisstjórn á íslandi, en mér virðist hér ríkja einræði (eða því sem næst). Fáir menn fá að ráða málum, eins og: að afsala sér sjálfsákvörðunar- rétti yfir landgrunninu, að leyfa her bólfestu í landinu, að gera ís- land aðila að hernaðarbandalagi (eða varnarsamtökum). Og loks mun valdhöfunum líklega gefast kostur á óuppsegjanlegum samn- ingi, þess efnis, að erlendum auðkýfingum sé heimill aðgang- ur að orkulindum komandi og stækkandi íslenzkra kynslóða. Slíkt gæti haft þær afleiðingar, að það sem hér á undan er talið, yrði hégómi hjá því. íslendingar verða með ein- hverjum ráðum að tryggja það, að þjóðaratkvæðagreiðsla af- greiði þáð mál, ef til kemur. Dýr- tíðina verður að lægja. Taka verður fyrir stórgróða einstakl- inga. Ríkið á að taka verzlunina meira í sínar hendur. Vöruna á að flytja án umskipunar á enda- stöð. Einstaklingar eiga ekki að geta náð meiru en þeir eiga út úr þj óðarframleiðslunni. Ágóðinn á að fara í ríkiskass- ann. Þjóðin verður að tryggja, að samvizkusamir menn passi kassann, því að úr honum á að veita til þjóðþrifa. Vinnuaflið verður að nýta bet- ur en gert er. Hraust fólk á ekki að sitja í skólum fram eftir aldri. Slíkt er til lítils gagns. Þó þarf að stuðla að því, að hver ein- staklingur njóti sín sem bezt. Hæfileikafólk á ríkið að kosta til náms eftir þörfum, ef það vill vinna fyrir þjóðina. Það á ekki að líðast, að fólks sé freistað með hégóma og 'gliti. Stanza á inn- flutning á nælonsokkum, sport- bílum, sígarettum og fleiru. Einn- ig framleiðslu á skaðsömu sæl- gæti og drykkjum. Banna á næt- urdansleiki. Skylda á ungt fólk til að vera einn klukkutíma tvisvar í mánuði í kirkju. Það skaðar engan en getur gert gott. Hansen. — — — Svo mörg voru þau orð. Vikan er reyndar ekki vettvang- ur fyrir pólitísk skrif, en þegar okkur er treyst fyrir „þjóðþrifa“- pistlum sem þessum, stöndumst við ekki mátið. Hins vegar lofum við engu um það, Hansen minn, hvort við kjósum þig á þing, ef ... Fullkomin húð — krefst daglegrar umönnunar Créme á l’orange Verndar og mýkir þurrt, viðkvæmt hörund og lætur hinum þurru og þýrstu húðfrumum næringarvökva í té. Inniheldur fjörefnablöndu (A + C) úr appelsínum, auk annarra lífrænna efna. Créme Asirale Þelta næringarmikla næturcrem inniheldur lífræn efni og fjörefni (A -f- B). Síast djúpt inn í hörundið, og veitir því þegar í stað nauðsgnlega næringu. Cacia Créme — crem-mjólk með orkideu-fjörva. Hreinsar viðkvæm- ustu húð og hefur um leið fegrunaráhrif. Skapar hið rétta rakajafnvægi og heldur húðinni mjúkri. Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella — Gyðjan Laugavegi 25. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, ísafirði — Kf. Borg- firðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavílc — Drangey, Akranesi — Verzlunin Perlan, Húsavík. VIKAN 26. tbl. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.