Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 9
Bílaframleiðendur keppast um að sýna það nýjasta og bezta á hinum árlegu, stóru bílasýningum, sem haldnar eru á nokkrum stöðum í heiminum. Sýningin í Genf er ein sú stærsta. Hér eru nokkrar myndir þaðan, sem sýna að lögð er í vaxandi mæli áherzla á alls konar sportútgáfur, millistærðir og „stadion“- útgáfur. Margir þessara bíla hafa enn ekki sézt á íslenzkum vegum. í ár var sýnt mikið af nýjum gerðum á sýningunni í Genf, bæði standard gerðum og sérbyggðum vögnum. Bílaframleiðendur leggja nokkuð upp úr því að selja vöru sína til Sviss, því þar er fjalllendi mikið, sem kunnugt er, og það þykir meðmæli með bílunum, að Svissarar vilji nota þá á sínum erfiðu vegum. Á síðasta ári keyptu Svissarar mikið af bílum frá Vestur-Þýzkalandi, eða 45% af öllum þeim bílum, sem þeir fluttu inn. Þar var Volkswagen í fyrsta sæti, þá Opel og loks Ford. Það vekur eftirtekt, að þeir halda sig lang mest við gömulu góðu gerðina af VW 1200, en hafa ekki verið eins ginnkeyptir fyrir VW 1500. Þeim þykir hann ekki nógu kraftmikill og ekki bjóða upp á nógu mikið rúm, miðað við aðra bíla af sama stærðarflokki. VW sýndi enga nýjung á bílasýningunni í Genf að þessu sinni. Opel skartaði þar hins vegar með nýja Recordinn og Kadettinn, lagði einkum áherzlu á Kadett Stadion. Ford í Þýzkalandi lagði áherzlu á stadion útgáfu af Cardinal. Mercedes Benz kynnti sportbílinn 230 SL, sem er verulega rennilegur og glæsi- legur í útliti. Sömu verksmiðjur sýndu MB 300 SE, sem er, eins og allir Benz- bílarnir aflmikill og rennilegur og hefur mikið að- dráttarafl í augum bílasportmanna. Auto Union sýndi hinn nýja F12, arftaka DKW Junior. F12 er heldur stærri en fyrirrennari hans og til muna aflmeiri. Sá bíll hlaut góða dóma þarna á sýningunni, og erlend blöð hrósa honum mikið. Hann er sagður þægilegur og kraftmikill bíll, sem hefur nokkurn veginn jafn mikla orku í sínum 889 cc mótor og VW nær úr sínum 1493 cc mótor. Glas-fjölskyldan frá Dingolfing í Bavaria heldur áfram að stækka, þótt enginn meðlimur hennar hafi hlotið eins skjótar og miklar vinsældir og frumburður- inn Goggomobil. Nýjasta fjölskylduviðbótin er S1004, rennilegur harðtoppur, og fjögra sæta gerðin 1204. Sú síðarnefnda er með 1189 vél, sem hægt er að setja í S1004 í staðinn fyrir 992 cc vélina, sem í honum er. Porsche, BMW og NSU sýndu engar nýjungar að þessu sinni. Frakkland selur einnig mikið af bílum til Sviss. Á Framhald á bls. 48 Mercedes Benz 230 SL. Hann fæst bæði opinn og með þessum laglega harðtopp. Takið eftir hvilftinni í þakið. GTZ Zagato Alfa 2600. Hann var glansnúmer ítalanna. Þennan straumlínuvagn teiknaði Bertone. Þetta er Chevrolet Corvair. Þessi vakti einna mesta athygli af þeim amerísku. Þetta er Willy‘s-Jeep Wagoneer með sex strokka vél. A.T.S. sportbíllinn. Hann er með V8 mótor, sem komið er fyrir rétt framan við afturhjólin. Hinn glæsilegasti far- kostur. VIKAN 26. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.