Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 10
Ég sat niðri í forstofunni og beið eftir því, að konan mín væri komin í rúmið. Ég beið þar til ég heyrði hana hrjóta, háttbundið og rólega. Ég taldi upp að tíu. Það geri ég alltaf, þegar ég fæ hjartslátt. Svo stóð ég upp úr hægindastólnum og gekk fram í eldhúsið. Ég tók fjóra litla pakka úr vestisvas- anum meðan ég raulaði fjörugt lag. Það var engin ástæða til að fara hljóðlega að þessu. Þegar konan mín var vel sofnuð, gat ekkert í heiminum vakið hana — nema ef vera skyldi bjalla, sem gæfi til kynna að miðdegisverðurinn væri fram- reiddur. Ég lagði duftpakkana í röð á eld- húsborðið. Ur öðrum vasa tók ég upp litla pappírsmiðann, sem ég hafði skrifað uppskriftina á. Ég hallaði svolítið undir flatt og studdi hönd undir kinn — það verður reyndar að viðurkennast, að það er hjákátleg stilling fyrir smávaxinn mann, en ég gat ekki vanið mig af því — meðan ég las, sjálfsagt í hundraðasta skipti, orðin, sem ég hafði skrifað upp úr gömlu bókinni. „Þessi vökvi, sem hitinn, sólargeislarn- ir og tímans tönn hafa engin áhrif á, er þannig að ekki er hægt að búa hann til, hversu mikið sem fólk reynir, nema að fara í öllum smáatriðum eftir leiðbein- ingunum, og við það þarf að beita mikilli nákvæmni...“ Þennan kafla kunni ég næstum utan að, eins og flest annað hitt. Enn las ég hvert orð, sem stóð á miðanum, íhugaði hvert skref, sem framundan lá við tilbúninginn: „ ... algjörlega hrein áhöld eru mjög mikilvæg...“ Svo byrjaði ég að gera það, sem ég hafði svo oft haft yfir í huganum. Ég tók flöskur, glös og tvær skeiðar og síðan þrjár tilraunapípur, sem ég hafði keypt í vikunni áður. Ég skolaði þær í eins heitu vatni og hægt var að fá úr krananum og lét renna í þær aftur og aftur, en þurrkaði þær svo vandlega með hreinni þurrku. Ég hélt þeim upp að Ijós- inu, þurrkaði þær aftur, bar þær aftur í ljósið og hætti ekki fyrr en þær voru spegilgljáandi. Svo tók ég allar tegundirnar af hvíta duftinu og blandaði því saman eftir uppskriftinni, fyrst einu við annað og svo MJOLKUR- PÓSTURINN KEMUR það þriðja í og þannig áfram. f spánýjum skaftpotti, sem ég hafði keypt fyrir mörgum vikum og falið á efstu hillu skápsins, sauð ég nú vökva af duftinu. Ég bjó til margs konar vökva með ýmis konar innihaldi. Ég hrærði oft í pottinum og lét allt sjóða og blandaði því svo saman eins og við átti. Ég var mjög stöðugur í höndunum, en ég varð nokkuð oft að depla augunum og stund- um vill koma tár í vinstra augnkrókinn. Það hefur háð mér lengi, en ég er fljótur að losna við tárið. Ég hristi bara höfuð- ið og þá kastast tárið burt. Ég raulaði fyrir munni mér og hugsaði hitt og þetta meðan ég vann. Ég fór að hugsa um það, þegar ég eitr- aði fyrir dúfurnar í skemmtigarðinum. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvernig stóð á því, að aldrei komst upp um mig. Það er reyndar til einföld skýring á því, mjög einföld. Það var vegna þess, 'að þeir vissu aldrei hvar ég mundi bera niður í næsta skipti. Ég hafði stráð fræjunum í skemmtigarði í hinum enda bæjarins á mánudagsmorgni. Sama kvöldið voru blöð- in full af myndum af dauðum dúfum, eins og fólk liggjandi á baðströnd. Á þriðju- dagsmorgni stráði ég hnetum fyrir framan bókasafnið í öðrum bæjarhluta, og það kvöld voru síður dagblaðanna aftur þakt- ar myndum af dauðum dúfum, bara á öðrum stað en á mánudaginn. Hvað gat lögreglan gert? Hvernig gátu óbreyttir liðsmenn getið sér til, hvar her- foringinn hugsaði til atlögu næst? Ég hafði slegið þá út með snöggum áhlaupum mín- um, vel skipulögðum flótta og snilldar- legum vörnum. Hvernig áttu þeir að geta náð slíkum óvini? Ef þeir komast á slóð- ina, geta þeir fylgt henni. En ef hún ligg- ur eitt í dag og annað á morgun og svo aftur í hring, hvernig geta þeir þá fylgt henni — og hvernig áttu þeir yfirleitt að geta áttað sig á þessu? Þess vegna náðu þeir mér aldrei þann tíma, sem ég hafði svona gaman af að drepa dúfur. Þetta var nú mín aðferð ... Þannig lét ég hugann reika meðan ég blandaði duftinu eftir öllum reglum í litla, gula eldhúsinu við nakinn glóðarlamp- ann, með gluggatjöldin dregin þétt fyrir og hroturnar í konunni minni ofan af loftinu. Loks var allt fullbúið. Þetta komst allt fyrir í einu tilraunaglasi. Ég lyfti því upp að ljósinu. Vökvinn í glasinu var krist- altær. Ég brosti, og eitt tár í augnakrókn- um titraði af eðlilegri gleði. Ég hristi það úr auganu. Ég vissi að ég gat treyst þess- ari gömlu bók. Mér höfðu ekki orðið nein mistök á „... ein, aðeins ein villa, verður til þess, að vökvinn verður fljót- lega bláleitur. Hann verður að vera krist- alstær, þegar hann er fullbúinn, eins og rigningarvatn . . .“ Hönd mín titraði ekki þótt hjarta mitt berðist um. Mér hafði heppnazt það. Ég lokaði pípunni vandlega með korktappa, setti hana svo í glas og fór að taka til eftir mig í eldhúsinu. Það liðu ekki nema nokkrar mínútur þar til ég hafði lokið því... enda ekki óvanur, aldeilis. Ég þurrkaði mér um hendurnar. Þegar þær voru alveg þurrar, blés ég á þær. Maður, sem vanur er að vinna við bækur í bókasafni, fær oft þann ávana að blása á fingurna á sér. Svo las ég enn einu sinni yfir þessi leynilegu skjöl mín: „... ekkert í heiminum getur afmáð fingraför þess, ekkert deytt hjarta þess, ekkert stanzað æðaslögin, ekki eldur, ekki vatn, ekki loft, ekki jörð. Það er eins og Lusifer. Brennið það, og það mun ljóma, drekkið því, og það mun drekka, grafið það, og það vex upp. Þegar það leggst á einhvern, táknar það endalokin. Húðin eyðist áður en dropinn leysist upp ...“ Ég leyfði sjálfum mér þann sjaldgæfa munað, að gera að gamni mínu. — Þetta er eins og auglýsing í sjónvarp- inu, sagði ég við sjálfan mig. Ég hef tölu- vert sérstæða kímnigáfu. Skynsamur, en ekki leiðinlegur, það er lýsingin á Henry Peters. En nú var komið að aðaldagskrár- lið kvöldsins. Ég og konan mín notuðum alltaf eina flösku af mjólk á dag og eina af rjóma. Þær stóðu nú þarna, eins og alltaf undir nótt- ina, báðar hreinar og tómar, ein stór og önnur minni, eins og litla systir. Tveir boð- berar hollustunnar, hlið við hlið á upp- þvottabekknum. Ég horfði á þær. Ég hnykkti til höfðinu, sem er ávani minn. VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.