Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 16
Á rigningarkvöldum streyma til mín minn- ingarnar — annars er ég laus við þær. Það er dálítið skrýtið. Það er líkasl til þannig, að við verðum að útrýma lieitustu endurminn- ingum hamingju og sorga, til þess að geta lifað liðandi stundu. í kvöld rignir hann, og allt rifjast upp — já, meira en það, ég lifi það á ný. Ég er sautján ára og ástfangin af Greg. Ég elska hann af öllu hjarta — látlaust er hann í huga mér, ég sef varla fyrir þessari ást. Þetta er ástin, sem fólk um þritugt hugsanasnautt og reynsluríkl segir að sé ekki til. Hann situr við píanóið að vanda. Píanóið í Kjallaranum eða livað sem staðurinn kann nú að hafa heitið. í hæðnislegu munnvíki hans liangir sigaretta, og bolli af gini stendur hjá hpnum. Það er síðasta árið mitt í skóla, og síðasta árið hans i háskóla. í kvöld er ég ineð Walter Todd. Þegar síðustu tónar „Honeysucle Rose“ deyja tæmir Greg ginbollann sinn, stendur á fætur, gengur að okkar borði, og Walter neyð- ist til að kynna okkur. Ö, liefði sú stund varað að eilifu. Því ég er þá þegar ástfangin af Greg, hann hefur orð- ið þess var og er því feginn. Hefði tíminn aðeins getað staðnæmzt augnablikið það arna, því strax í upphafi varð raunar endirinn á ævintýri okkar, Nú sé ég i anda Walter Todd. Hann er raunar miklu laglegri en Greg, hetur klæddur og meira prúðmenni í alla staði. P HHi Hann er flcslum kostum húinn, og framkoman til ________ __ fyrirmyndar. Allt uppeldi Pnpil mitt iiefur stefnt. að því mH |g|| marki að verða framúr- |HLh| skarandi eiginkona manns I ■■ af hans tagi, en aldrei að H___ ll^ Jl| eignasl mann slíkan sem ■■ Greg AÐEINS VISSI SMÁSAGA EFTIR MIGNON MCLAUGHLIN. Nú get ég eklci lengur aftrað þvi, að sagan brjótist fram í huga mínum. Hreyfingar hans eru kattmjúkar, það liefði átt að vera mér aðvör- un. Hann kastaði kveðju á Walter, en horfir á mig. Augnaráð mitt kemur óðara upp um mig. Walter kynnir okkur, en Iítur á úrið sitt strax á eftir. — Daisy og ég erum á förum. Hún á að vera komin snemma heim. Mig langar til að mótmæla, en hæðnisblikið i augum Gregs aftrar því. Trúlega líka upp- eldi mitt. Við löbbum liægt undir há- um trjám skólagarðsins, og Walter segir mér, að þeir séu skólabræður. — Þetta er lokaárið hans en mitt fyrsta, svo við erum eðli- lega litið kunnugir. Hann er afleitur. — Er liann það? — Já, hann mun ekki falla þér í geð. — Það er nú mitt að segja til um það. — Satt er það. En Greg er hættulegur, og ég hef lofað pabha þínum að gæta þin. Tilhugsunin, að Walter kynni að skrifa pabba og gera hann órólegan, var ekki sérlega skemmtileg. — Heyrðu Walter, ég var hara að grinast. Auðvitað finnst mér hann ekki aðlaðandi. — Hvað heldurðu að þú sért, apaköttur, hugsaði ég. Þetta var sjötta eða sjöunda skiptið, sem ég var úti með Walter, og ég hafði ætlað mér að lofa hon- um að bjóða mér góða nótt með kossi. Nú féll ég frá því. Næsta dag símaði Greg og spurði, hvort ég ætlaði eitthvað að gera um kvöldið. Já, sitt af hverju. En þriðj udagskyöld ? Ég átti ekki frí að kvöldi dags á vii-kum dögum, en laugar- dagskvöldið kæmi til greina. Á laugardögum spilaði hann i „Kjallaranum“. — Ég hringi seinna. — Bíddu við. Ég ætla að reyna að komast út í kvöld. Ég hjóst við þakklæti, en hann svaraði aðeins: Gott. Ég sæki þig klukkan átta. Hann sótti mig í litlmn, illa útleiknum bil. Mér fannst liann eldri og laglegri að sjá, en mig minnli að hann væri. Hann var skarpleitur og fullorðinslegur. Það var jazzprógram í út- varpinu í bilnum hans. Ég var svo laugaóstyrk, að ég treysti mér ekki til þess að tala, mér fannst allt, sem ég kynni að segja geta haft einhverja þýð- ingu. Það var ekki svo að sjá sem Greg tæki eftir því, hvað ég var þögul, af og til raulaði hann mjúklega með útvarpinu. — En hvað þú syngur vel, sagði ég. Hann leit á mig kæru- leysislega. 16 VIKAN 26. tbl. —- Það er alveg satt, sagði ég. Af hverju ertu að reyna að gera litið úr þér ? — Finnst þér ég gera það? Ég roðnaði, því auðvitað vissi ég ekkert, hvort hann gerði það að jafn- aði. Þetta var aðeins liugboð mitt, og cnn þann dag í dag held ég, að þetta hafi verið rétt hjá mér. — Hvað liyggst þú fyrir að loknu prófi? Hann þaggaði niður i mér. Við átt- um bersýnilega að hlusta i þögulli andagt á útvarpið. — Þegar laginu yar lokið spurði hann: Fannst þér varið í þetta? — Vitanlega. — Hafði það áhrif á þig? — Áhrif á mig? Mér fannst bara gainan að því. — Henni fannst bara gaman að því, sagði liann fyrirlitlega. Ég varð enn taugaóstyrkari, þegar hanii vék út af veginum, og bíllinn slangraði upp í móti — að Plurn Moun- tain, sem var mikill eftirlætisstaður ástfangins sltólafólks. Ég bvrjaði að tala óstyrlc, og aftur spurði ég hánn hvað hann ætlaði að gera eftir prófið. —- Ætli ég verði ekki sokkasali lijá Haraldi. ÍL Er þér alvara? — Nei, þú tekur allt alvarlega, ég var hara að gabba þig. Ég liló litið eitt, en liélt enn áfram. Ég hélt að þú ætlaðir að fásl við Jnúsik. Hann stöðvaði bílinn. Fyrir neðan okkur lá bærinn, haðaður neonljósum. Ég fékk hjartslátt. Ég var ekki búin að ákveða með sjálfri mér, hvort ég ætlaði að leyfa honum að kyssa mig. Hann sneri sér að niér. Nú var hann alvarlegur. —i Ég vil ekki, mótmælti ég. Ég vildi ekki finna varir hans við mínar, og handleggi lians ujtan um mig. Við kysstumst lengi. Aldrei hafði koss vakið slikar tilfinningar mcð mér fyrr. Og raunar aldrei síðar. Það vissi ég að vísu elcki þá. ó, að tíminn hefði viijað nema staðar! Nú skil ég mæta vel, livað var að ske. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég fann fyi'ir kveneðli minu, og grunaði livað þjáning væri. Það, er siðan skeði, var svo ört og grimmt, að mér ógnaði. I stuttu máli sagt: Greg reyndi að tæla mig. Það var í fyrsta skipti, sem nokk- ur kom þannig fram við mig. Skyndi- lega minntist ég alls jiess, er ég hafði lært. Hagi maður sér ekki eins og dama, er maður eleki tekin sem dama. Og svo framvegis. Öll sá siðfræði, sem barin liafði ver- ið í mig, kom mér nú til liðs. Það var Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.