Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 21
Fyrir tíu árum vorum við sam- an í skóla, og elduðum grátt silf- ur allan veturinn. Hann vildi hafa gluggann opinn, en ég vildi hafa hann aftur. Síðan skiidu leiðir okkar, unz þær lágu aftur saman, en ég hóf blaðamennsku við Tímann fyrir röskum fjórum árum. Þann tíma hafði hann not- að til þess að sjá sig um í heim- inum og skrifa fréttir og greinar og sögur til uppfræðslu og skemmtunar öllum landslýð. Fyrir tæpum þremur árum kom fyrsta bókin hans út. Það var smásagnasafn og hét Hitabylgja. Sögurnar fengu flestar all góða dóma, en nokkur þytur varð um bókina, vegna teikninganna, sem í henni voru eftir Jón Engilberts. Landanum 'er hætt til að hneyksl- ast, ef mannslíkaminn er ekki alltaf kappklæddur. Nú fyrir skömmu kom út önn- ur bók hans, skáldsagan Dag- blað. Hún er sprottin úr þeim jarðvegi, sem höfundur • hefur sjálfur plægt síðan árið 1957, og hefur ærna þekkingu á. Það var mál til komið, að vanur blaða- maður og orðhagur rithöfundur gerði blaðamennskuna að uppi- stöðu í sögu, og rótaði þannig við hinum fáránlegu hugmynd- um almennings um þetta brauð- strit. Enda er það mín skoðun, að höfundur hafi komizt vel frá því, svo langt sem saga hans nær. Það dylst varla lengur, að hér er talað um Baldur Óskarsson. Við mæltum okkur mót á fá- sóttu kaffihúsi í miðbænum klukkan hálf tíu á Hallvarðs- messumorgun. Ég kom tíu mín- útum of seint, en hafði drukkið úr einum kaffibolla, þegar Baldur kom. Hann rak í rogastans, þegar hann sá að ég hafði beðið, og spurði hvað rétt klukka væri. Hana vantaði fimm mínútur í tíu. Baldurs klukka var hálf tíu. Hann gekk út að glugganum og beið eftir því, að Útvegs- bankaklukkan sneri að honum ásjónu sinni. Svo steytti hann að henni hnefann og sagði: — Iielvízk! Hún er eins og þín. Svo færði hann sína klukku. Tveimur tebollum og þremur kaffibollum síðar snerum við okkur að hinu eiginlega viðfangs- efni. Ég ætlaði að hafa blaðavið- tal við Baldur. Það hefur verið sagt, að blaðamenn gerðu fátt erfiðara en að tala við blaða- menn. Sú er ekki mín reynsla. — Ef við byrjum á upphafinu, Baldur: Hvar og hvenær ertu fæddur? — Mér er sagt, að ég sé fædd- ur í Hafnarfirði 28. marz 1932. Þaðan fór ég mánaðargamall að Ásmundarstöðum í Holtum, þar sem ég er uppalinn. — Svo getum við stiklað á stóru. Eg þykist vita, að þú hafir gengið í barnaskóla, og veit, að síðan fórstu í héraðsskólann í Skógum. En segðu mér annað: Hve snemma varðst þú var við ritnáttúruna í þér? - Einhvern tíma milli ferming- ar og tvítugs. Á þeim tíma fyllti ég eina stílabók af smásögum, sem ég er búinn að kasta. Nema einni. Sem er í Hitabylgju. — Hvaða saga er það? — Ég kallaði hana Maðkinn. Ég tók hana til endurskoðunar, reyndi að umskrifa hana, en komst að raun um að ég gæti litlu breytt. — Menn segja, að hún sé versta sagan í bókinni, en ég er ekki viss um það sjálfur. — Hvað tók svo við hjá þér, eftir að Skógadvölinni lauk? - Þá fór ég til Norðurlanda. Fyrst til Kaupmannahafnar og hitti þar Ingvar Siljeström, skóla- félaga okkar, og fór með honum heim til hans, til Svíþjóðar. Ingvar kenndi mér smálenzku í Skógum. Það var árið sem Delta rythm boys sungu um „flickorna i Smaland". Ingvar talaði mikið um ,,flickorna“ heima hjá sér og taldi þær mikið athvarf. Þangað kominn vildi ég fræðast um þetta, en þá sagði Ingvar, að ,,flickorna“ væru komnir í vinnu til Stokk- hólms eða suður á Skán, og Smá- land kvenmannslaust um vetur- inn. Þá fór ég til Helsingfors og þaðan til Ábo. Ég var í skóla þar nærlendis og sat þar til vors. — Kanntu finnsku? — Strákarnir kenndu mér að bölva. Var ekki kennt á finnsku? — Nei, það var kennt á sænsku, en ég átti að læra bæði málin. — Og frá Finnlandi fórstu hvert? — Þaðan fór ég til Svíþjóðar og vann um sumarið við að grisja sykurrófur. - - Það er andlegt starf! —- Það er eins og að blóta jörðina, að skríða á hnjánum all- an daginn með hendurnar á kafi í henni. Annars gerðist ég leiður á sænskri mold. Þetta er skorp- inn leir samanborið við moldina hér, sem er mjúk viðkomu, dökk og móðurleg. Slík mold er ekki til í útlöndum. — Skrifaðirðu eitthvað á þess- um tíma? — Nei. Aftur á móti teiknaði ég og málaði lítið eitt. - - Já, þú fæst við það líka. Hefurðu lært? — Nei, ég hef ekkert lært. — Hvernig myndir gerir þú? Hefurðu mótív eða málar þú bara litasamsetningar? Ég gerði dálítið af því að teikna fólk. Svo hafði ég gaman af að klessa málverk. Ég málaði litasamstillingar upp úr mér. Þetta var dægradvöl. — Eins og að ráða krossgátur. — Ég hef aldrei ráðið kross- gátur. Ég er á móti svoleiðis skemmtunum og ég hef andúð á því að spila. Mér finnst það vera að drepa tímann í staðinn fyrir að halda í honum lífinu. — Hvað tók svo við, eftir að þú hættir að blóta jörðina? — Þá fór ég á flakk með Steinþóri frænda mínum Run- ólfssyni. Við fórum með Baun- um suður á ítalíu. Mjög skemmti- legt ferðalag suður Evrópu, en fórum hratt yfir. Ég hef farið þá leið síðar og þá á litlum bíl og við gistum í tjöldum, þar sem okkur lysti. — En að þessari ferð lokinni fór ég aftur í búskapinn á Skáni og vann mér fyrir fari heim. Þá fór ég aftur í búskapinn heima og hrossin. ■—• Hefur þú gaman af búskap? — Ég hef gaman af mörgu við búskap. Rætur okkar standa í honum, þeirra sem erum aldir upp í sveit. Það má segja, að maður sé alinn upp klofvega á hrossi, við smalamennsku og hirðingar. — Hefur þú gaman af hestum? — Já, en ég hef ekki komið nálægt þeim, eftir að ég flutti suður. — Skrifaðir þú á þessum tíma? — Ég greip eitthvað í það á þessum árum. En ég er búinn að gleyma því eða týna. Þetta voru flest vondir hlutir. — Fórstu þá að vinna hjá Tímanum? — Nei. Ég fór til Spánar 1956. Það var vegna ferðalöngunar, sem lét mig ekki í friði. Þá inn- ritaðist ég við háskólann í Barcelona. — Hvað kom til, að þú valdir endilega Spán? — Ég hafði lesið töluvert um Spán og langaði til að kynnast fólkinu. - Kunnirðu eitthvað í spænsku þá? — Varla stakt orð. Ég keypti mér pésa í bókaverzlun hér og lærði að segja góðan daginn. — Mig minnir, að ég sæi greinar frá Spáni eftir þig í Tím- anum um þetta leyti. Varstu eitt- hvað farinn að vinna fyrir Tím- ann þá? — Ég talaði við ritstjóra áður en ég fór og spurði hvort þeir vildu kaupa nokkrar greinar frá Spáni. Þeir vildu það. — Hvernig féll þér við Spán- verja? ■— Ég ber þeim vel söguna. — Þeir settu þig þó í fangelsi. — Það verður að skrifast á reikning stjórnarfarsins, ekki fólksins. — Er nokkur reginmunur á Spánverjum og öðrum Suður- landabúum? — Ég myndi ségja, að munur- inn á ítala og Spánverja sé t. d. sá, að ef þú spyrð ítala til vegar, þá segir hann þér hvert þú átt að fara — ef hann veit það — biður þig um sígarettu og fer svo burt. En Spánverjinn fylgir þér' þangað sem þú ætlar og býðúr' þér sígarettu. — Ég hef orðið var við, að Spánardvölin er þér minnisstæð. — Já. Ég hef hvergi verið, þar sem ég hef kynnzt jafn minnis- stæðu fólki. Spánverjar kunna listina að lifa. — Hvernig er listin að lifa? — Þetta er erfið spurning. Ég efast jafnvel um, að Spánverjar væru tilbúnir að svara henni öðru vísi en með fordæmi. Þeim er sú list eiginleg, það gerir skil- greininguna óþarfa. Ég myndi segja, að þeir kynnu hana á þann hátt að beita sér í núinu. Við, Norður-Evrópumenn, erum þungt haldnir af fortíð og framtíð. Okkur er líkt og stillt upp milli veggja og ýmist berjum við höfð- inu við stein fortíðarinnar eða rekum nefið í byrgðan glugga þess ókomna. Við þetta endur- kast gleymum við stað og stund. En höfum við raunverulega ráð á öðrum tíma en þeim, sem er 'að líða? Við höfum ekki ráð á for- tíðinni, þar getum við engu breytt, og við vitum ekki í nú- tíðinni, hvort við fáum nökkru ráðið um framtíðina. Ef þeim krafti, sem við búum yfir í nú- tíð, er eytt til að ráðslagá um framtíðina, höfum við aldrei ráð á að lifa, nema sem boltar óhlut- veruleikans. Þetta myndi ég segja, að Spánverjar hafi lag á að forðast. Nú er það ekki til- fellið, að við Norður-Evrópubúar séum jafnan með háfleygan þankagang um fortíð og framtíð, heldur getur praksis þessara lifn- aðarhátta tekið á sig ógeðfellda mynd planlagðrar efnishyggju, sem kemur aldrei til góða. — Þú hefur sótt lífsskoðun þína til Spánverja? ■— Þeir hafa kennt mér margt. — Svo komstu heim aftur. — Ég kom heim vorið 1957 og fór á síld og togara til Græn- lands. Svo byrjaði ég á Tímanum um haustið. — Hafðirðu gengið lengi með þá hugmynd að verða blaða- maður? — Mér hafði dottið í hug, að það gæti verið gaman að kynnást þeirri starfsgrein. — Hefurðu orðið fyrir von- brigðum? — Það er eins með blaða- mennsku og alla aðra vinnu: Maður getur orðið leiður á henni. Framhald á bls. 46. VIKAN 26. tbl. — 2\

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.