Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 24
Konan á miðhæðinni veit vel að konan i kjallaranum öfundar liana og jafnvel er illa við liana. Yeit að hún ímyndar sér að liún sé áhyggjulaus og hamingju- söm. Að hún eigi allt sem liugurinn girnist, t. d. þetta stóra, fallega liús, ágæt- an vel efnaðan eiginmann og aðeins tvö börn, sein er nálcvæmlega mátulegt. Konan í kjallaranum er gift sjómanni, á fimm krakka sem er auðvitað allt of mikið, og annað á hún eiginlega ekki. Hún þrælar alla daga frá morgni til kvölds, og hefur alltaf áhyggjur. Og sannarlega er hún farin að láta á sjá, hrukk- ótt, litlaus og illa klædd. Með bólgna fótleggi og liláar, vinnuhendur. Það er kaunski von að hún sé öfundsjúk og illgjörn. Sumt fólk verður biturt ef lifið leikur ekki við það. Það getur ekki að því gert. Konunni á miðhæðinni þykir vænt um konuna í kjallaranum, skilur liana og fyrirgefur. Drekkur stundum kaffi hjá henni við eldliúsborðið og talar við hana eins og jafningja. Það er nokkuð liðið á daginn. Konan á miðhæðinni stendur við spegilinn og; er að ljúka við að greiða sér og snyrta. Ergilegl að spegillinn skuli vera brotinn. Næst yngsti strákurinn í kjallaranum kastaði í liann gömium bíl, sem hann var að leika sér að, meðan mannna lians fékk lánaðan símann. Þetta er eitt af því sem fæst fyrir að ieigja fólki með finnn börn húsnæði. — Konan horfir á sjálfa sig í speglinum og gagnrýnir útlit sitt. Eins og svo oft áður getur hún ekki varizt því að dázt að sér, og undrast livað liún er laus við þreytusvip, litar- hátturinn ferskur og andlitssvipurinn áhyggjulaus. Yöxturinn næstum fuUkom- inn Ef hún leyfði sér það sem sumar vinkonur hennar gera — nei. — Hún hefur sterka skapgerð og trausla, er fulJkomlega ljóst livað liæfir og livað ekki liæfir. Aðdáun og atliygli er mikils virði, þær mega sækjast eftir slíku, lnin er ckki að dæma. Konan hefur lokið snyrtingunni og sezt i þægilegan stól með dagblöðin. Leggur þau aftur frá sér og fer í liugan- um yfir það, sem hún hefur aflcastað í dag, til þess að fullvissa sig um að hún hafi engu gleymt. Allar þessar símahringingar. Hringja og panta hárlagningu. Hringja og panta miða í leikhúsið á einhverja hund- leiðinlega sýningu, sem enginn skilur og engum þykir skennntileg, en allir verða þó að sjá og látast skilja. Hringja til kennarans og gera enn eina tilraun til þess að láta hann skilja að það má ekki gera ósanngjarnar kröfur til Diddu. Hún er fjórtán ára, mjög viðkvæmur aldur, auk þess hefur telpan sérkennilega skapgerð. Það verður að hugsa um fleira en að troða þekkingu í börnin. Kennarinn verður líka að skilja það, að hin börnin mega ekki finna að liann hlífi Diddu. Og prófi verður hún að ná, hvað sem það kostar. Stúlka eins og Didda verður ekki rétt og slétt skrifstofustúlka. Það ætti kennarinn þó að geta skilið. En hann er hvorki lipur eða skynsamur, að heyra. Virt- ist bæði þröngsýnn og gamaldags. — Ifún er lika búin að hringja til mákonu sinnar og segja henni að því miður geli liún ekki í'arið með henni á mál- verkasýninguna i dag, eins og þær höfðu verið búnar að ákveða, það er leiðinlegt því þetta er siðasti dagurinn. Hún gleymir ekki að segja að hún taki þetta injög nærri sér. hún tekur það nærri sér, það er alveg satt, maður verður að sjá allar helztu sýningar til þess að geta talað við fólk. Sæmilega vel gefin kona i fremur góðri stöðu, hefur fleiri skjddum að gegna en ætla mætti. Það skilur hún áreiðanlega ekki, konan í kjallaranum. —■ Já, það er ekki svo lítið, sem hún er bún að gera í dag. Og þar að auki eldað matinn og verið skemmtileg við manninn og börnin í matar- tímanum. Hún hefur alltaf gert miklar kröfur til sjálfrar sín, konan á miðhæðinni. Til sjálfrar sín fyrst og fremst. Nú man hún að þau hafa boðið fólki til kvöldverðar annað kvöld. Það þýðir nokkrar símahringingar í viðbót til að panta það sem til þarf. Þetta verður kannski svolítið leiðinlegt kvöld. Dálítið utanbókar kunnað kvöld. Annars er allt gott um þetta fólk að segja. Vel efnað, vel menntað. Nýkomið úr siglingu, það verður mikil ferðasaga. Hún kann þessar ferðasögur utan að, konan á miðhæðinni, bæði sínar eigin og annara. — Komum á þetta og þetta hótel, skoðuðum þessi söfn, ó, guð minn góður, hún kann það allt. En þetta er góður félagsskapur. Ákjósanlegur. — Hvað er klukkan annars? Nú, næstum hálffjögur, og Valur er að koma hlaupandi upp tröppurnar. Konan flýtir sér fram í eldhús til þess að gefa lionum mjólk og brauð. Valur þeytir skólatöskunni út i born og sezt við eldhússborðið. gloriiungraður og getur varla beðið eftir að hún skeri brauðið og smyrji fyrir hann. Hraustlegur og sviphreinn dreng- ur, mcðir hans horfir á liann stoLt meðan liann hámar i sig brauðið og svolgrar mjólkina. Það er dálítið, sem hún þarf að tala um við liann. Og það verður talsverður vandi. —Ósköp flýtir þú þér að borða, Valur minn. Ertu að fara út aftur? — Ég á að bilta Gumma eftir tiu minútur, svarar drengurinn. — Þú ert alltaf með Gumma núna, líkar þér betur við hann lieldur en Óla og Bjössa? — Þið voruð svo góðir vinir, allir þrir. Mér geðjast ekki reglulega vel að Gumma. Óli og Bjössi voru skemmtilegri og prúðari, finnst mér. — Auk þess veiztu þetta allt með pabba lians. Móðirin liorfir á son sinn spyrjandi. Ofurlitið vandræðaleg. “ Góða mamma, láttu mig ráða hvaða strákum ég ermeð. Mér fellur bezt við Gumma, þess vegna er ég helzt með honum. Mér kemur það ekki við hvað pabbi hans hefur gert, það breytir Gomnia ekki neitt. Það segja líka margir að það hafi alls ekki verið hann, sem stal úr kassanum, hjá H,f. Gull, þeir voru margir um það. Hinir voru bara klókgri og komu allri sökinni á Sigurð, sennilega af því að hann er lieiðarlegastur og auðveldast að fara illa með hann. Ég hef heyrt marga segja þetta. Valur er mjög ákveðinh á svipinn. —• Það er enfeinn að tala um að stela úr kassa, þetta var sjóðþurrð, væni minn. En þú skilur þetta ekki Framhald á bls. 39. 24 — VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.