Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 25
Hvað segja sérfræðingar erlendra stórblaða og tímarita um TAUNUS 12 M „CARDINAL“ Eftirfarandi er útdráttur úr greinum sérfræðinga ýmissa erlendra stórblaða og tímarita, sem þaulreynt hafa TAUNUS 12M „CARDINAL“ og kveðið upp sinn dóm: Gírskipting. Anto, Motor und Sport 22/62. . . . Gírskiptingin, sem tekin er í aðalatriðum úr Taunus 17M, er enn ein sú bezta stýrisgírskipting sem við þekkjum . . . Thc Motor World. Nóv. 62. . . . Það skal hér tekið fram, að gír- skiptingin á Taunus 12M er sannar- lega dásamleg. Ég man aðeins eftir einum bíl með sambærilega gírskipt- ingu og það er stóri bróðir (Taunus 17M). Sports Car Graphic. Febr. 63. . . . Sérstaklega skal rætt um glrkass- ann, sem ég vil dæma einn af þeim allra beztu af stýrisskiptingar-gírköss- um- Hann er mjög léttur í skiptingu, 'nákvæmur og sannkölluð ánægja að nota . . . Mccanica Popular. Marz 63. . . . Fjögurra gíra skiptingin er sú sama og í Taunus 17M og er álitin sú bezta, sem fáanleg er í evrópiskum bíl . . . Þægindi — Fyrirkomulag. Kölnische Rundschau. 20. 10. 62. . . . Ökumaður og farþegi i framsæti hafa mjög gott rými. Það er hvorki hryggur fyrir drifskaft né hjólskálar til óþæginda fyrir fætur . . . Það sem mesta athygli vekur við fyrstu athug- un á bilnum, er hversu brelður hann er .. . Hobhy 21/62. . . . Rými húrra! Þetta er regluleg yfirstærð í þessum stærðarflokki bíla. Gólf bílsins að framan beygist upp nákvæmlega þannig að það virkar sem fóthvíla. Lengi lifi þægindi! The Motor Svorld. Nov. 62. ... Það, að vera algjörlega laus við hjólskálar eykur á allt rými og þæg- indi og þrír gætu setið i framsætinu . .. Þetta er mjög rúmgóður bíll með geysistórri farangursgeymslu, fyrir þennan stærðarflokk bíla, eða jafnvel flesta aðra stærðarflokka ... The Motor. Scpt. 62. . . . Það er í alla staði nægilegt rými, jafnvel stærstu menn geta látið fara vel um sig ... Það fer þægilega um fimm fullorðna og hreyfingar ekki takmarkaðar af drifskafts-hrygg svo sem í flestum öðrum bílum og þar að auki mjög stór farangursgeymsla ... Mot. 10/62. . . . Við rólega íhugun virðist ljóst hverjum, sem er að velja sér bíl, að þessi 12M gjörbreytir í eitt skipti fyrir öll þeim mælikvarða sem hingað til hefur verið notaður fyrir „stærri smá- bíla" og „minni stóra bíla". Hér fá menn fuilkominn bíl með mjög eftir- tektarverða eiginleika við ótrúlega lágu verði. Hemlar. L‘Equipe Paris. 14. 9. 62. . .. Hemlar eru frábærir. Þeir virka samstundis, eru áreiðanlegir og ör- uggir. Automobil. 20/62. .. . Hemlarnir komu okkur skemmti- lega að óvörum því þeir eru óaðfinn- anlega öruggir. Oftar en einu sinni í reynsluakstrinum gátum við náð því, sem vísindalega er kallað 100% heml- un og jafnvel eftir sjö neyðarhemlanir á 100 km hraða fannst ekkert athuga- vert við hemlana. Aksturseiginleikar. Kölnische Rundschau. 20. 10. 62. ■ . . Bíllinn er algjörlega ónæmur fyrir hliðarvindi ... Frankfurter Rundschau. 15. 9. 62. .. . Að mínum dómi, virðist aksturs- hæfni, fjöðrun og hemlun verðskulda óendanlegt hól. Vegna framhjóladrifs- ins valda beygjur þessum bíl ekki néinum vandræðum þótt þær séu teknar sem I kappakstri . . . L Auto-Journal Paris 20. 9. 62. . . . Það er algjör öryggistilfinning, jafnvel við erfiðustu aðstæður . . . að 12M er áreiðanlega bíll, sem ætti ekki að valda ökumanni neinum ó- þægindum .. . Frábærir eiginleikar: Framleiddur svo sem bezt verður á kosið fyrir fjölskyldubíl. Automobil 20/62. . . . Undravert, þessi fjöðrun er fram- úrskarandi. Blaðfjaðrirnar, sem oft eru ranglega álitnar stífar, virkuðu nákvæmlega við minnstu ójöfnur og jafnvægið milli fram- og afturfjöðr- unar var mjög fullkomið. Jafnvel á leiðindar „þvottabrettum" er hvorki upp eða niður hristingur eða hliðar- sveiflur .. • Auto, Moter und Sport 22/62. . . . Það er eftirtektarvert hvað 12M hefur mjúka fjöðrun, sem þér finnið annars ekki í bílum í sama verð- flokki. Fjöðrunin er ekki aðeins mjúk heldur einnig mjög jafnvægð. Það er áberandi hvað vel fer um farþega 1 aftursæti, jafnvel á „þvottabrettum" verður ekki vart við þennan óþægi- lega snögga hristing, sem er oft svo óþægilegur fyrir farþega I aftursæti margra, jafnvel stærri bila . .. Sports Car Graphic Febr. 63. . . . í hraðaakstri og jafnvel þrátt fyr- ir sterkan hliðarvind var blllinn mjög stöðugur, óneitanlega yfirburðir vegna framhjóladrifsins og um leið þýðing- armikið öryggisatriði . .. Ég dæmi aksturseiginleika hins nýja Taunus 12M framúrskarandi góða . . . Mccanica Popular Marz 63. . . . Hann hélt veginum eins og hann væri á járnbrautarteinum, jafnvel þegar snögglega var hemlað og stýris- rattinu sleppt um ieið .. . I I ' The Motor Sept. 62. . . . Þetta er bíll, sem ökumenn hafa ánægju af að aka hratt, öruggir um, að þeir séu færir um ef þörf krefur, að breyta snögglega um stefnu, en þurfa ekki stanzlaust að gæta stefn- unnar vegna þess að bíllinn rási, sem afleiðing hliðarvinda, sporvagnsteina eða ójöfnu f vegum . . . Vélin. Siiddcutsíche Zeitung 6. 11. 62. .. . Vélin hefur undravert aflöguafl í brekkum . . . Það er auðséð hér hversu mikil og nákvæm vinna ásamt hug- vitsemi hefur verið lögð í kælikerfið. Afraksturinn af þessu er ekki aðeins kælikerfi með stöðugu og réttu hita- stigi heldur einnig miðstöð, sem er svo afkastamikil að undrun sætir. Kölnische Rundschau 20. 10. 62. .. . í borgarumferð er þessi bíll einn af fljótustu „umferðaljósaspretthlaup- urum" . .. Siiddeutsche Zeitung 6. 11. 62. .. . Benzíneyðsla virtist okkur ótrú- lega lítil eftir fyrstu mælingar,' að minnsta kosti. Þessi eftirtektarverða sparneytni hélt þrátt fyrir allt áfram gegnum allan reynsluaksturinn og vakti mikla athygli ... Karfan. Bunte Hlustriertc 41/62. . . . Öryggi er einnig ábyrgst með hinu framúrskarandi útsýni úr 12M. Fram- og afturrúðurnar eru háar og breiðar og hinar stóru hliðarrúður bjóða öku- manninum bezta mögulegt útsýni ... Automobil 20/62. . .. Þetta er rúmbezti bíllinn, sem boð- inn hefur verið, á svo hagkvæmu verði . .. í þessum verð- og stærðar- flokki er áreiðanlega enginn annar bfll með svona mikið rými. Engar hjólskálar til að angra, enginn drif- skaftshryggur, enginn gírkassahjúpur .. . Útsýni óaðfinnanlegt í allar áttir. Auto, Motor und Sport 22/62. . .. Það fer ekki framhjá neinum, að Taunus 12M er byggður af kunnáttu og nákvæmni. Fyrir ekki þyngri bíl er undravert hversu stór og rúmgóður hann er og þrátt fyrir allt er ekki finnanlegt, að það komi á nokkum hátt fram á stöðugleika bílsins. Karf- an er laus við skrölt og er sterkbyggð í öllum smáatriðum . .. Það er auðséð, að hér hafa fagmenn verið að verki, sem eru ekki að framleiða bíl í fyrsta skipti. Samkvæmt grundvallarkenn- ingum Henry Ford ættu allir bílar að vera traustbyggðir og hefur þeirri kenningu verið dyggilega fylgt við byggingu Taunus 12M. Bunte Illustrierte 41/62. .. . 12M hagaði sér eðlilega jafnvel á 150 km hraða. Það var jafnvel ekki á neinn hátt finnanlegt að bílnum væri ofboðið á þessum mikla hraða. Aksturseiginleikar á beygjum reynd- ust framúrskarandi og get ég því sagt, íslendingar virðast sammála sérfræðingunum, - því þeir kaupa yfir sex sinnum fleiri „CARDINAL“ bíla, en af nokkurri annarri Ford-gerð. Skoðið „CARDINAL" sýningarbílana AUKIN SALA SÖMU TEGUNDAR = AUKIN VARAHLUTAÞJÓNUSTA = AUKIÐ ENDURSÖLUVERÐ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.