Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 26
GAMLAR STJORNUR OGNÝJAR Gamli melavöllurinn heldur áfram að vera atlivarf íþróttamanna enda þótt annar nýrri og glæsilegri völlur sé not- aður á liátíðum og tyllidögum. Það liefur heyrzt, að gamli Melavöllurinn verði senn lagður niður, en slíkt finnst mörgum hin rhesta fásinna, Reykjavík væri ekki hin sama, ef gamli völlur- inn væri horfinn. Iþróttasaga okkar er ekki löng, en hún er órjúfanlega tengd Melavellinum. Á góðviðriskvöldum er fjölmennt á gamla vellinum úr því klaki er úr jörðu á vorin. Það eru einkum þrír hópar, ef vel er að gáð, sem leggja leið sína á völlinn, þvi hann hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl á þá alla. I fyrsta lagi eru það stjörnurnar, iþróttamennirnir, sem bera liita og þunga dagsins í keppnum ársins. í öðru lagi eldri kynslóð íþrótta- manna, sem hætt er að æfa fyrir keppni, en bregður sér í „galla“ öðru hvoru og skundar á völlinn til hressingar og heilsubótar. I þriðja lagi enn eldri íþróttakynslóð, sem hætt er að hafa íþróttagallann með, en lítur inn fyrir af gömlum vana, líka til þess að fylgj- ast með og sjá þá sem erfa landið á þessu sviði. Tökum fyrsta hópinn. Hann er tvi- skiptur; annars vegar frjálsiþrótta- menn, hins vegar knattspyrnumenn. Þeir eru á miðju vallarins og láta bolt- ann fá vel úti látin spörk. Hinir eru á brautunum; hlaupa þar hring eftir hring og síðan er farið að kúluhringn- um eða stökkgryfjunni. En nokkrir halda áfram að hlaupa, fyrst í búning- um, síðan léttldæddir og á gaddaskóm. Þeir hlaupa í sprettum og slaka á öðru hvoru. Það eru millivegalengda- og lang- lilauparar. Þeir eru þolinmæðin upp- máluð og margir eiga bágt með að skilja að menn píni sig svona. En þeir pína sig aldrei. Þeir eru komnir í svo gott form, að áreynslan er þeim nautn. Það fer fremur í vöxt, að konur láti sjá sig f íþróttabúningi á veliinum. Hér eru þær Jóna Þorvarðardóttir og Fríður Guðmundsdóttir að hlaupa beygjuna. Þær vinna báðar í Samvinnutryggingum. Svona á maður að stökkva upp í hástökki og hvolfa sér síðan tvöföldum yfir rána. Það er Jón Pétursson, KRingur, lögregluþjónn og næst bezti hástökkv- ari okkar, sem hér er að æfa sig. Ungverjinn Gabor þjálfar ÍRinga og gengur að starfi sínu af lífi og sál. Hér er hann að sýna Erni Eiðssyni, íþróttafréttaritara Alþ.bl. og gömlum hlaupara, skeiðklukku með tfma efnilegs, ungs ÍRings. Hann vökvar völlinn: Jón Sigurðsson, gamall knattspyrnu- maður úr Fram. Starfsmennirnir eru flestir gamlir íþróttamenn. Spjótkastarar þurfa að hafa góðan hægri handlegg. Það er hlutur, sem Gylfi Gunnarsson veit. Hann styrkir sig með þvf að standa á annarri eins og myndin sýnir — seinnipartinn á laugardögum. Mörgum þætti fátæklegra í Reykjavík, ef gamli Melavöllur- inn væri horfinn einn góðan veð- urdag. Ljósmyndari Yikunnar Kristján Magnússon, var á ferð- inni á Melavellinum einn sól- ríkan eftirmiðdag. Hann er nefnilega gamall KR-ingur. (Kominn í flokkinn sem stend- ur við skúrana). Hér eru mynd- irnar sem hann tók. Vikan birt- ir þær gamla vellinum til heið- urs og í þeirri von, að hann verði ekki lagður niður. 26 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.