Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 27
Um leið og þeir hætta, liafa þeir kast- að mæðinni til fulls. Þjálfarar standa við hringina og gryfjurnar og leiðbeina. Já, þeir leið- heina jafnvel þeim, sem lengst eru bún- ir að stunda þessar greinar og mest geta. Það er lengi hægt að bæta við tæknina og framfarir í frjálsum íþrótt- um byggjast að talsverðu leyti á þvi að vera sifellt að bæta tæknina. Það er búið að reikna það út vísindalega svo ekki verður um villzt, að hreyfing í ákveðinni íþróttagrein á að vera svona en ekki hinsveginn, ef bezti hugsan- legur árangur á að nást. Tökum til dæmis hástökk. Gabor þjálfari var að leiðbeina Jónunum ókkar, sem eru lang harðastir af sér allra íslendinga í þess- ari grein. Það er ekki sama, hvernig tilhlaupið er. Það þarf hraða, en jafn- framt verður að gæta þess að beina þessum liraða upp á við en eklci áfram. Þeir hlaupa að með lágum þyngdar- punkti, setja stökkfótinn beinan eins og stöng í jörðina þar sem uppstökkið á sér stað. Siðan er hinum fætinum sveifl- að upp á við til að beina ferðinni í þá áttina. Og setjum nú svo, að þetta sé allt í lagi. Atrennan góð og uppstökk- ið i bezta lagi. t>á er aðeins hálfur hjörninn unninn. Eftir er að komast yfir rána og það er ekki minna vanda- verk. Einu sinni þótti sniðstökk góð tækni. Síðan kom veltu still eða Cali- forníustíil. Nú stökkva allir grúfustökk, vegna þess að þannig er hægt að kom- ast með þyngdarpunktinn næst ránni. Góður hástökkvari dembir sér á höfuð- ið yfir rána og leggur sig tvöfaldann, meðan hann smýgur yfir rána. Síðan kemur hann niður á herðarnar og velt- ur yfir á l)akið. Þá er það hópur númer tvö: Gömlu íþróttamennirnir — og þó ekki mjög gamlir. Þeir sýna, að þeir liafa fullt vald á þessu, þegar þeir eru húnir að mýkja sig upp, en annars fara þeir ekki geyst. Það er meira leikur hjá þeim en alvara. Sumir standa á hönd- unum eða gera leikfimiæfingar. Sumir skokka nokkra hringi og fara svo í bað. En framan við skúrana þar sem búningsherbergin eru, þar standa ýms- ar sortir af áhugamönnum, flest gaml- ir íþróttamenn, sem hættir eru að æfa. Þeir tala saman um liina gömlu góðu daga og liorfa á hina yngri. iÆími Gabor var ekki ánægður. Einhver hafði útfært atrennuna skakkt. Hér sýnir hann sjálfur, hvernig líkarashalii, skreflengd og hraði eiga að vera. Gylfi Gunnarsson ÍR heldur sér alltaf í góðri æfingu. Hann er hér að tala við J>á Sigurð Steinson (einn af þeim gömlu) og Þorstein Löve, sem var rétt að ljúka kringlukasts- æfingu. Þcir fara ekki í húning, en fylgjast með frá skúrnum: Bjarni Steindórsson (gamall KR- ingur og rukkar inn félagsgjöld fyrir KR þarna á vellinum), næst honum stendur Gunnar Guð- mannsson, þekkt knattspyrnu- hetja úr KR og Grétar Jónsson, KRingur og starfsmaður á veilinum. Valdemar Örnólfsson núverandi skíðakappl og fyrrverandi tugþrautarkappi stjórnar morgunleikfimi í útrvarpinu dag hvern, en auk þess fer hann á völlinn á góðviðrisdögum og fær sér síðdegisleikfimi. VIKAN 26. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.