Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 28
11. KAFLI. Hl.ióðið frá lögregluvælunum heyrðist óljóst inn í skrifstofu ölgerðarinnar. Andartak stirðn- aði Tony Korff, en svo yppti hann öxlum rólega. Hann hafði oft verið á þvílíkum næturævin- týrum í Berlín forðum og var hinn rólegasti, er hann laut ofan að peningaskápi Berts Rillings. Sex til vinstri, sjö til hægri, þrír til vinstri. Yzta hurð peningaskápsins opnaðist, en þá tóku við fjórar minni hurðir, allar læstar. Rill- ing hafði sagt, að flaskan væri að baki þeirrar efri til hægri. Tony sneri sér að leynilásnum á henni án nokkurs hiks. Tony hló dátt með sjálfum sér, þegar honum varð hugsað til lög- regluþjónsins á götuhorninu — hann hafði heilsað svo virðu- lega! Eftir hálfa klukkustund mundi Tony svara kveðju hans aftur, án þess að hægja ferðina. En þá mundu liggja 50 þúsund dollarar í reiðufé innan um tæk- in í lækningatösku hans. Þykkar fúlgur af ágætum peningaseðl- um, sem mundu láta drauma hans rætast — töfralykill, sem mundi opna honum allar dyr, sem hann hafði knúð á árangurslaust fram að þessu. Þegar innri skáphurðin opnað- ist, sat hann andartak á hækjum sínum frammi fyrir skápnum, áð- ur en hann þorði að kanna inni- hald hans. f fyrsta skipti neydd- ist hann til að nota vasaljósið — og rétt sem snöggvast varð hann óður af bræði, því að hann hélt, að Rilling hefði þrátt fyrir allt gabbað sig. Fyrir hendi hans varð ekkert nema pappír, hrúg- ur af pappír, sem hann þeytti út á gólfið, en svo létti honum skyndilega. Þarna — inni í horni — lá dökk, ferstrend flaskan — ísköld og alltof þung til þess, að hann gæti lyft henni með ann- arri hendi. Hann tók hana með gætni, bar hana að skrifborðinu og lagði hana á það. Refurinn gamli hafði falið hana vel, Tony varð að viðurkenna það! Hann var um fimm mínútur að ganga tryggilega frá skápnum aftur, og klukkan var að verða níu, þegar hann hélt ofan í öl- gerðarsalinn mikla. Hann ætlaði að gefa merkið á réttum tíma, en ekki of fljótt. Hann varð brátt aumur í úlnliðunum af að bera þunga flöskuna, svo að hann lét hana frá sér á neðsta þrepið, meðan hann hvíldist lítið eitt. Ljósgeisla lagði inn á gólfið í ölgerðarsalnum mikla, og Tony brosti með sjálfum sér, þegar það rann upp fyrir honum, hvað- an birtan barst. Hann hafði alveg gleymt því, að skurðlækninga- deild sjúkrahússins var beint á móti ölgerðinni. Ljósið var úr að- alskurðsalnum, þar sem Andy Gray vann nú við hjartaskurð- inn. Það var gott að hugsa um Andy á þessu andartaki, og það rann allt í einu upp fyrir Tony, að hann hataði Andy af öllu hjarta! Hann tók málmflöskuna upp aftur og sagði við sjálfan sig, að honum mundi gefast tæki- færi til að sýna, að hann væri Andy fremri á öllum sviðum — bæði sem læknir og maður! Hann þokaði sér gætilega í myrkrinu til þess hluta ölgerðar- innar, sem sneri að uppfylling- unni. Hann varð að fara varlega, því að gólfinu hallaði, og það var hált af raka. Hann gekk að stórum, tvöföldum dyrum, setti lykil í og sneri. Annar hurðar- vængurinn opnaðist örlítið, en svo formælti Tony hroðalega, þegar hann varð þess var, að eitt- hvað kom í veg fyrir, að hann gæti opnað hurðina upp á gátt. Skjót athugun leiddi í ljós, að slagbrandur hafði verið lagður fyrir báðar hurðir ,að utan. Hann mundi því ekki komast þessa leið út á uppfyllinguna. Hann yrði að fara sömu leið og hann hafði komið, og vonandi skýldi myrkr- ið honum, svo að enginn tæki eftir ferðum hans, þegar hann læddist eftir öngstrætinu til að gefa merki út á fljótið. Hann hélt af stað gegnum gerjunarsalinn, en víða varð hann að skáskjóta sér, því að svo þröngt var milli gerkerjanna. Það var heimskulegt, að hann skyldi ekki hafa athugað í byrj- un, hvort leiðin væri greið um tvöföldu dyrnar. Þá hefði hann getað tekið slagbrandinn frá og sparað sér margar dýrmætar mínútur. En þegar hann kom að dyrunum, sem vissu að af- greiðslupallinum, þar sem bruna- slysið hafði orðið forðum, laust nýrri hugsun niður í hann. Hvað nú, ef slagbrandurinn hefði ver- ið settur fyrir, eftir að hann hafði farið inn í skrifstofu Rillings? Og hugsum okkur nú, að annar slag- brandur hefði verið settur fyrir þessar dyr, svo að hann væri lok- aður inni í ölgerðinni eins og mús í gildru? En ótti hans hvarf, þegar hurð- in opnaðist upp á gátt. Þarna var aðkeyrslan, og þama mátti sjá móta fyrir leigukumböldun- um. Hann hafði þegar stigið fæti út á afgreiðslupallinn, þegar hann tók eftir því, að gatan var ejcki lengur auð. Á sama andartaki og hann kom auga á tvo svarta lög- reglubíla, skildist honum, hvers vegna væluhljóðið hafði heyrzt rétt áður — og eftir hverjum lögreglan beið! „Komið út, Korff! Þér eruð umkringdur!" Hann þekkti strax röddina þrátt fyrir myrkrið. Hurlbut' lög- regluforingi! Tony sá hann fyrir sér í anda. Svo var kveikt á tveim leitarljósum, sem beint v'ar að honum frá hægri og vinstri. Hann FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 14. HLUTI Hugsum okkur nú, að annar slagbrandur hefði verið settur fyrir þessar dyr, svo að hann væri lokaður inni í ölgerðinni eins og mús í gildru? — VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.