Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 42
Aldrei er Kodak litfilman nauðsyn legri en þegar teknar eru blómamyndir KODACHROMEII 15 DIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME 16 DIN HANS PETERSEN H.F. Sími 2-03-13 Bankastræti 4. Mjólkurpósturinn kemur. Framhald af bls. 11. af stað með þetta. Ég ákvað því að gera það bara einu sinni enn, aðeins í eitt skipti enn svona að gamni mínu. Tær dropinn fellur niður í mjólkurflöskuna, mjólkurflaskan er sett út fyrir dyrnar, mjólkur pósturinn kemur og sækir hana um morguninn, hann fer með hana á mjólkurstöðina, þar skil- ur hann hana eftir með milljón- um annarra flaskna, sem eru teknar og hreinsaðar, soðnar og þvegnar eftir ströngustu aðferð vísindanna — svo eru allar flöskurnar tilbúnar til notkunar, hreinar og fínar. Allar nema ein — því að ein inniheldur leyni- legan vökva, sem ekki eyðist af vatni ,eldi, hita eða geislum. Dag- inn eftir finnast svo tvær gaml- ar konur í miðbænum andvana við morgunverðarborðið. Einfalt, finnst ykkur það ekki? Sniðugt, eða hvað? Það er hugsanlegt, að öðrum hafi dottið það í hug á undan mér að myrða án tilgangs — bera niður á víð og dreif til að slá ryki í augu lögreglunnar og ráð- ast svo loks á fórnarlambið, sem alltaf var lokatakmarkið. Þá heldur lögreglan að síðasta fórn- arlambið sé líka dautt af tilvilj- un einni saman. Eins og ég segi, það er ekki óhugsandi, að öðrum hafi dottið það sama í hug. Það getur vel verið. En eitt er víst: Enginn hefur áður fundið hið fullkomna vopn. Mjólkurflaskan. Hin sakleysis- lega mjólkurflaska, sem kemur til ríkra jafnt sem fátækra, á heimilin í norðri, suðri, austri og vestri og í öll úthverfin. Getur þú, lesandi góður, hugsað þér nokkurt lýðræðislegra vopn? Tilfellin höfðu dreift sér á á- kjósanlegasta hátt. Þetta hafði komið fyrir í vesturhluta borgar- innar, í Burbankshverfinu, í einu norðurúthverfinu og svo í mið- bænum. Betra gat það ekki verið — langt á milli og í sitt hvorri áttinni. Þeir voru sjálfsagt búnir að stinga nálum á þessa staði á borgarkortinu niðri á lögreglu- stöðinni, og nú voru þeir að öll- um líkum að reyna að fá sam- hengi í þetta. Jæja, þeir mega leita að því! Þeir geta gengið sig upp að hnjám við að spyrja nágranna og vini í margra kílómetra um- hverfi hins látna um hugsanlega óvini og orsakir morðanna og hver í ósköpunum hefði getað gert þetta? Já, þeir mega sann- arlega leita! Henry Peters hafði miklu betra skipulag en hægt var að fá með nokkrum títuprjón- um á korti. Það hafði hann í höfðinu. Síðasta atlagan var gerð þann átjánda desember, tveimur vik- um eftir að herferðin hafði byrj- að og öll borgin var nú skelfingu lost' i. En fyrst borðaði ég kvöldverð þann seytjánda með konunni minni. Ég bar á borðið. Skyldur henn- ar náðu ekki lengra en það, að hún lagaði matinn. Ef hægt er að kalla það því nafni. Þegar því var lokið, varð ég að sjá um allt annað. Ég bar súpuna á borð, svo fiskinn og síðast heitar pönnu- kökurnar. Þegar hún hafði lokið við einn rétt, ýtti hún diskinum yfir til mín út undan dagblaðiun, sem hún var að lesa. Þegar hún var búin að lesa blaðið, lét hún það bara detta á gólfið. -— Nú, sagði hún um leið og hún mokaði upp í sig pönnukök- unum. — Nú, hvað þá, Rita? — Hvernig hefur dagurinn liðið? — Dagurinn? Ó já, alveg eins og venjulega. Ekkert sérstakt komið fyrir. Gamla frú Canfield í hljómlistardeildinni heldur að hún hafi fengið æxli í nefið. — Meðan hún er hraust, getur hún ekki kvartað. Drottinn minn, hugsaði ég. Þegar ég var ungur, hafði mér alltaf fundizt hún hafa svo skemmtilega kímnigáfu. Ég blygðaðist mín fyrir sjalfan mig í þá daga. — Nokkuð annað? spurði hún. — Nei, ekkert. Hún hallaði sér aftur í stólinn og starði á mig. — Frú Canfield, frú Canfield -— alltaf ertu að tala um hana. Og svo — það var merki þess, að nú færi hún að verða hættu- leg — svo hló hún. — Hvað er hún eiginlega gömul, þessi frú Canfield þín? Tónninn í rödd hennar gat ekki valdið neinum misskilningi, háðið og dylgjurnar voru aug- ljósar. Ég þorði ekki að svara strax, því að ég hafði það á til- finningunni að ég mundi kafna — það hefur stundum háð mér. En loks gat ég stunið upp: — Frú Canfield er ... gæti ég trúað ... um sjötugt. Hún er ... amma ... margföld amma ... Rödd mín var orðin skræk og næstum drengjaleg vegna þess- arar köfnunartilfinningar, sem ég þjáðist af. En hvernig átti hún að vita, að þessi köfnunartilfinning staf- aði af hatri mínu á henni? Hún, sem aldrei skildi neitt í mínum tilfinningum, þótt greinilegri væru, reyndi sífellt að hártoga leyndari tilfinningar, eða að grípa mig í einhverju, sem hún hélt að ég vildi dylja hana. Hún hélt að ég léti leyndarmál mín liggja á glámbekk, en þar skjátl- aðist henni. Þau voru vel læst í leynihólfi heila míns. Hún hafði í rauninni sérstaka ánægju af því, að reyna að túlka þær til- finningar, sem leyndust í undir- meðvitund minni, en það sem svipur minn sýndi ljóslega, skildi hún aldrei. Hún vissi aldrei hve mikið ég hataði hana. Hún hélt áfram: — Þær verða aldrei of gamlar fyrir þig, hvutti minn. Ég hef séð augnaráðið, sem þú sendir þeim ömmum, sem ég þekki. — Góða Rita ... — Ha! Hún ýtti stólnum sem hún sat á frá borðinu. Ég hef aldrei getað dulið andstyggð mína á þessum ókvenlega borð- sið. Það ískraði í þegar stólfæt- urnir nudduðust við gólfið. Hún hafði ekki alltaf verið svona karl- mannleg. Þegar hún var ung, hafði hún verið svo mjúk og þokkafull! Hvað hafði breytt henni svona? Hvað var það, sem hafði gert hana að svona karl- mannlegri konu? — Kaffi, sagði hún, fljótt. Ég reis upp frá borðinu og gekk aftur út í eldhúsið. Ég hef endurtekið hér allt um- ræðuefnið, til þess að sýna fram á hve mikla skapfestu þurfti til að framkvæma ekki verknaðinn þá strax um kvöldið. Hún átti það skilið að deyja strax, það veit ég að þið eruð mér sammála um. Nú, en það getur verið að þið séuð ekki eins varkár og ég. Ég er vísindalega hugsandi maður, og ég drap hana ekki þetta kvöld. Auðvitað var það töluverð freist- ing. Tveir, litlir, bláir kaffibollar stóðu þarna og biðu. Ég fyllti þá af ilmandi kaffi. Falin á efstu hillu skápsins lá lítil rannsóknar- pípa ... ég þurfti ekki annað en teygja mig eftir henni. Varkárni — gætni! Ég gat ekki átt á hættu að eyðileggja hina nákvæmu á- ætlun mína með einhverri fljót- færni á síðustu stundu. Ég bar því kaffið óhreyft inn til hennar, heitt og gott. Hún drakk það og fannst það gott og sat svo ánægð yfir kvöldblaðinu sínu á ný. Það. var ekki fyrr en næsta morgun, að ég lét til skarar skríða, ná- kvæmlega eins og ég hafði gert ráð fyrir. Ég borðaði morgunverð einn eins og venjulega. Svo undirbjó ég morgunverðinn fyrir Ritu eins og alltaf áður. Deigið í vöfflurn- ar, brauðið í brauðristina, svo- lítið marmelaði í skál. Ég fyllti pönnuna og setti hana á eldavél- ina. Þegar hún svo vaknaði á þeim tíma, sem hún var vön að vakna þurfti hún ekkert annað að gera en snúa nokkrum tökk- 42 — VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.