Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 44
r HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Nivea innilieldnr Eucerit — efni skylt , húðlitunni frá því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? NúiS Nivea á andlitiS að kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna rakstnrinn. hvers annars. Eða barnið ein- hvers. Það var sorglegt að það skyldi þurfa að vera konan yðar í þetta sinn. Af þremur milljón- um manns, þurfti það að vera konan yðar, sem hann valdi. Nú, en þannig er lífið. Nú ætlum við að fara. Hann klappaði á herðarnar á mér. Svo yfirgaf hann mig með enga aðra huggun en einveruna. Já, þannig hljóðar sagan. Það lítur út fyrir að það sé eiturbyrl- ari á ferli einhvers staðar í borg- inni, einhver, sem ræðst á fórn- arlambið þegar minnst vonum varir. Eins og elding. Eins og vit- firringur. Hann hlýtur að vera brjálaður. Hvers vegna ætti hann annars að drepa svona margt fólk, svona víða? Fólk, sem ekkert á sameiginlegt, alls ekkert. Það finnst engin ástæða fyrir því. Lögreglan segir, að þeir hafi ekki einu sinni getað komizt að því, hvernig hann kemst inn. Gleymið því ekki að læsa dyrunum, með- borgarar góðir. Lítið undir rúm- ið áður en þið háttið. Gleymið ekki að loka gluggunum vand- lega — því að hver getur ábyrgzt að vitfirringar œg eldingar gangi alltaf um dyrnar? Nábúar mínir, sem eru allir af vilja gerðir að hughreysta mig, segja að þetta sé allt sök lögregl- unnar. Hún geri ekkert annað en skipta sér af málum, sem komi henni ekkert við, innheimta gjöld fyrir umferðarbrot og annað álíka fánýtt. En hvenær nær maður í lögregluþjón, þegar mik- ið liggur við? Eru þeir nokkurn tíma til nokkurra nota, þegar á þarf að halda? Ég er vanur að segja nábúum mínum, að það megi ekki kenna lögreglunni um allt. Það getur verið að þeir viti eitthvað. Þeir geta ekki sagt frá öllu, sem þeir vita. Við sjálfan mig segi ég, að þeir þori ekki að gera þetta upp- skátt með mjólkina. Þeir þora það ekki. Hugsið ykkur bara hverjar afleiðingar það mundi hafa! Hvorki meira né minna en hrun. Hver einasti maður í allri borginni mundi hætta að drekka mjólk! Öll litlu börnin, sem enga mjólk fengju. Og öll mjólkurbú- in, sem yrðu gjaldþrota. Og alla mjólkurpóstana, sem yrðu at- vinulausir — og alla bændurna, sem mjólka kýrnar sínar, og vesalings kýrnar, hvernig færi fyrir þeim? Nei, kæru lesendur, þannig skriðu þora þeir ekki að hrinda af stað. Það er ófyrirsjá- anlegt, hvernig það gæti endað. Það er miklu betra að láta nokkr- ar manneskjur deyja daglega, Aðstoð framliðinna Jón Jónsson fékk slæmsku í hné. f þeim tilgangi að ráða bót á þessum kvilla leitaði hann til Sævalda Sigurðssonar, tré- smiðs, en hann var kunnur ,,huglæknir“. Sævaldi taldi sig vera skyggnan og hafa komizt í samband við framliðna lækna. Þegar sjúklingur leitaði til hans, lagði Sævaldi gjarnan hönd á höfuð honum og bað fyrir sjúklingnum. Birtist þá jafnan einhver hinna framliðnu lækna. Streymdu þá geislar út frá lækninum og á sjúklinginn. Á brjósti læknis- ins stóð lýsing á sjúkdóminum og oftast ráðleggingar við hon- um. Venjulega voru þær fólgnar í ákveðnu mataræði, böðum, göngum og plástrum. En Sævaldi taldi aðallæknisaðgerðina fólgna í útgeislun hinna framliðnu lækna. Hvort sem Jón var nú lengri eða skemmri tíma í heilsu- bótartilraun hjá Sævalda, fór hnéi hans síhrakandi. Jón hafði orð á þessu við Sævalda og sagðist hafa í hyggju að fara í læknisrannsókn á Heilsuverndarstöðina. Sævaldi taldi það skynsamlega ráðstöfun og sízt á móti sínu skapi. Þegar Jón spurði Sævalda, hvað hann ætti að gjalda fyrir fyrirhöfnina, sagði Sævaldi, að hann setti aldrei upp gjald fyrir þessi störf sín. Tók þá Jón upp fimm hundruð krónur og sagði, að minna mætti endurgjaldið ekki vera. Sævaldi veitti fénu viðtöku. Við læknisrannsókn kom í ljós, að Jón hafði berkla í hnénu. Berklayfirlæknir lét Jón vera í ljóslækningum og setti hnéð í gipsumbúðir. Batinn gekk seint. Þótt Jón hefði ekki fengið lækningu meina sinna hjá Sæ- valda Sigurðssyni, var hann engan veginn fráhverfur þeirri hugmynd, að huglæknar myndu bezt leysa vanda sinn. Fór hann í þessum tilgangi á fund Dómalda Jónssonar. Dómaldi taldi ekkert því til fyrirstöðu, að hann gæti gert Jón alheilbrigðan með aðstoð framliðinna lækna. Þó væri þessi ,,lækning“ háð því skilyrði, að Jón leitaði ekki til læknis- lærðra manna. Hóf Dómaldi nú aðgerðir sínar. Fyrir milli- göngu hans skipaði hinn framhðni læknir svo fyrir, að gips- umbúðirnar skyldu þegar teknar af hnénu, en það síðan vafið sárabindum. Nokkru eftir að gipsumbúðirnar voru fjarlægðar, tók hnéð að bólgna. „Læknirinn" taldi það eðlilegt og sagði ástand hnésins á hröðum batavegi. í reyndinni fór málum því miður fram á annan veg. Jóni síversnaði í hnénu, og þegar hann leitaði berklalæknis á ný, var hann umsvifalaust lagður inn á sjúkrahús til aðgerðar, sem þó reyndist torveld, þar sem í fyllsta óefni var komið. Fyrir ómak sitt tók Dómaldi 400 krónur, enda sagðist hann hafa fyrirskipanir „að handan" um að taka 3—400 krónur fyrir hvern sjúkling. Þeirra reglu sagðist hann fylgja yfir- leitt. Undantekningar gerði hann þó, ef mjög efnalítið fólk ætti í hlut. Þegar sjúkrasaga Jóns Jónssonar hafði verið rakin, hófst opinber réttarrannsókn gegn þeim Sævalda og Dómalda. Við þá rannsókn kom í Ijós, að þeir höfðu báðir í alllangan tíma stundað svokallaðar huglækningar. Aldrei höfðu þeir þó aug- lýst starfsemina. Sævaldi setti aldrei upp gjald fyrir vinnu sína, en tók við peningum, ef að honum voru réttir. Dómaldi taldi sig gæddan sálrænum hæfileikum og stundaði ósjálfráða skrift frá fermingaraldri. Með þeim hætti komst hann í samband við framliðnn lækni. Dómaldi taldi þennan lækni hafa læknað sig af sjúkdómi, er hann gekk með, svo og fjölda annarra sjúklinga, sem til hans hefðu leitað. Að réttarrannsókn lokinni höfðaði saksóknari rikisins opin- bert mál á hendur þeim Sævalda og Dómalda fyrir brot á lögum um lækningaleyfi o. fl. með því að stunda skottulækn- ingar, svo og fyrir brot á almennum hegningarlögum fyrir þann verknað að hafa fé af fólki með blekkingum. Spurning VIKUNNAR: HVERJAR VERÐA LYKTIR ÞESSA MÁLS? Sjá svar á bls. 50. ££ — VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.