Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 46
MTÐAPRENTUN TakiS upp hina nýju aðferð og látið prenta alls- konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu- box. Leitið upplýsinga. H 1 i.Pi IH HF Skipholti 33. —- Sími 35320. á Hverfisgötunni, ásamt þrem börnum sínum. Sonur gömlu konunnar, Árni Byron, bjó í Noregi og var þar skipstjóri og vel efnum búinn, eftir því sem bezt er vitað. Hann hafði lagt mikið að móður sinni að koma til sín til Noregs, en hún hafði ekki viljað fara, líklega að einhverju leyti vegna Svövu litlu, sem henni þótti svo vænt um. En nú lét hún loks til skarar skríða. Hún keypti sér far til Noregs með skipi, sem átti að fara frá Reykjavík þennan umrædda dag. Nokkru áður en skipið fór, lagði hún leið sína þangað sem hún vissi að Svava litla var að leika sér. Þær þekktust vel, og Svava var hænd að henni. Þess vegna var það engum erf iðleikum bund- ið fyrir hana að fá Svövu heim SIGILDAR MEÐ MYNDUM FÁST í NÆSTU VERZLUN. til sín. Þar færði hún Svövu úr öllum fötum og klæddi hana á ný. Svava man ennþá eftir kjóln- um, sem hún þá fékk, því henni mun hafa þótt hann svo fallegur. Síðan skildi sú gamla gömlu fötin eftir í herberginu, tók sam- an pjönkur sínar og hélt til skips með Svövu. Nokkru síðar kom ekkjan heim, sem hafði tekið að sér að gæta Svövu. Hún saknaði hennar þeg- ar og fór að leita. Það var þá, sem krakkarnir sögðu að Grýla hefði tekið hana. Þá grunaði hana strax gömlu konuna, og fór heim til hennar, en þar var þá allt læst og lokað. Húsráðendur vildu ekki hleypa henni inn í herbergi gömlu konunnar við svo búið, svo hún leitaði á náðir lög- reglunnar, sem kom og opnaði herbergið í nafni laganna. Þar fundust þá gömlu fötin af Svövu, og þegar lagðir voru sam- an tveir og tveir, komust menn að raun um sannleikann. Skipið átti að koma við í Vest- mannaeyjum á útleið, og var nú símað þangað eða sent skeyti, en landssíminn þangað mun þá hafa verið nýkominn. Svava man ennþá eftir því að gamla konan hafði komið henni fyrir á einhverju gistihúsi í Eyj- um á meðan hún fór niður í bæ til að ljúka érindum sínum. Á gistihúsinu voru allir góðir við hana, og hún minnist þess enn, er henni var gefið kjöt að borða, en sósuna gat hún ekki með nokkru móti þolað. Síðar komst hún að því að það var karrýsósa, og enn þann dag í dag minnist hún ávallt þessa atburðar, er hún borðar þessa sósu. Þegar máltíðin stóð sem hæst, gengu þar inn tveir borðalagðir menn, og tóku til að skoða Svövu í krók og kring. Þá var það að örið gamla kom henni í góðar þarfir. Hún þekktist strax á því, og mennirnir tóku hana þegar í sína vörzlu. Síðan man Svava ekki meir um atburðinn, né veit hvernig hún komst til baka, en víst er að það mun hafa gengið greið- lega. Þetta tiltæki gömlu konunnar var síðan látið niður falla, þegar litla stúlkan komst heim til sín aftur. En ferð gömlu konunnar varð aldrei lengri. Hún ílentist í Eyjum eftir þetta, og er ekki annað vitað en að hún hafi látizt þar. En svo undarleg eru örlögin á stundum, að ást gömlu konunnar á litlu stúlkunni fékk nokkru síðar fróun. Móðir Svövu litlu dó fjórum eða fimm árum síðar, og var henni þá komið í fóstur hjá frænda sínum í Hafnarfirði. Þetta frétti sú gamla til Vest- mannaeyja, og hún sendi þá strax Einarínu, dóttur sína til Hafnar- fjarðar til að fala Svövu litlu til sín. Það var auðsótt mál, og þannig gerðist það að þær hittust aftur, og gamla konan hafði Svövu hjá sér í eitt eða tvö ár, þrátt fyrir þann glæp, sem hún hafði reynt að drýgja á henni: að ræna henni frá móður hennar. Lítið mun hafa verið minnzt á mál þetta, enda allur mála- rekstur látinn niður falla. Móðir- in var svo fegin að fá dótturina til baka aftur óskaddaða, og hef- ur sennilega líka vorkennt gömlu konunni, að hún gat ekki haft hjá sér barnið sem hún elskaði svo ofurheitt, að hún vildi allt leggja í sölurnar til að fá að hafa það hjá sér. G. K. Spánverjar hafa kennt mér margt. Framhald af bls. 21. Ég er óskaplega leiður á blaða- mennsku annað slagið. — Blaðamennska og viðhorf til blaða og blaðamennsku hefur breytzt mikið, síðan þú byrjaðir. - Já. Það er að vissu leyti betra, en blaðamennskan hefur líka að sumu leyti orðið geldara starf. Það hefur færzt í óper- sónulegt horf, sem felur í sér vissa hættu. — Telur þú þessa þróun samt ekki til bóta? — Þegar þróun tekur einhliða stefnu, endar hún stundum í blindgötu. Annars stendur flest, sem ég hef að segja um blaða- 40 — VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.