Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 2
ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því. Það er örugglega þess virði að hafa stór hjól, til þess að dekkin séu stærri. Hversvegna? — Vegna þess að stór dekk veita betri aksturs- eiginleika sérstaklega á íslenzkum vegum og endast betur en lítil... en ekki nóg með það, heldur eru stór hjól undir V.W. til þess að hægt sé að hafa stærri bremsufleti, en það gefur auga leið, því stærri bremsur því auð- veldara að stoppa. Stór hjól loftkæla bremsu- útbúnað fyrr og tryggja þar með öryggi í akstri. - Hjólin á V.W. eru stærri en þau þurfa að vera, vegna þess að framleiðendun- um hættir til að gera meira en með þarf (eins og t. d. að fjórsprauta bílinn, sem alls ekki er þörf, en er samt gert. Þegar þér svo akið af stað í nýja Volkswagninum þá er það öruggt að stóru dekkin endast betur - vegna stóru hjólanna - bremsumar eru öruggari vegna stóru hjólanna og hann liggur betur á vegi vegna stóm hjólanna, ... og það er þess vegna sem eru stór hjól undir Volkswagen. — FERÐIST í VOLKSWAGEN Heildverzlunin Hekla h.f. Laugavegi 170 - 172 - Sími 11275. í fullri alvöru: HVERS VEGNA ÞESSI ÓREIÐA? Fyrir nokkrum vikum birti Vikan „Húmor í miðri viku“, þar sem fjallað var um vandræða- ástandið í allri þjónustu við bif- reiðaeigendur. Þessi grein hefur vakið nokkra athygli, og margir hafa talið, að hún hafi lýst á- standinu í þessum málum á mjög réttan hátt. Hér á eftir fer bréf frá B. I. bifvélavirkja um þetta mál: Nú fyrir skömmu dró „Vikan“ upp skopmynd af ástandinu í bílaviðgerðum og eftirliti, eða að minnsta kosti átti það að vera. En því miður var þessi lýsing alltof nærri sannleikanum. En hvers vegna er bílaviðgerða- þjónustan í slíkum ólestri sem raun ber vitni? Ég hef nú hugsað mér að reyna að svara þessari spurningu að einhverju leyti. Eins og málum hefur verið hátt- að, er bifvélavirkjun síður en svo eftirsóknarvert starf, og kemur þar margt til. Yfirleitt hafa bíla- viðgerðir verið framkvæmdar í þröngum, dimmum, loftræsting- arlitlum og oft köldum húsum, og allt of víða hefur þrifnaður og umgengni verið fyrir neðan allar hellur, sérstaklega þar sem enginn sérstakur maður hefur haft á hendi að þrífa til. Það er fyrst nú á síðustu árum, er verkstæðin hafa flutzt í ný húsakynni að þau hafa reynt að viðhafa hreinlæti. Sumum hefur tekizt þetta allvel, en hjá öðrum hefur fljótlega sótt í sama horfið. Hitt er svo á að líta, að til þess að halda bílaverkstæði þokkalegu þarf einnig að vera samstaða meðal þeirra manna er þar starfa, um góða umgengni. Oft eru farartæki þau er til viðgerðar koma mjög óþrifaleg, að ekki sé meira sagt, og fer það töluvert eftir ástandi hinna ís- lenzku malarvega. En segja má að það sé bæði bílaeigendum og forráðamönnum verkstæða að kenna að farartækin eru ekki þvegin við hvert verkstæði svo sem tök eru á. En hvernig sem á það er litið er það ekkert nema áminning að ekki skuli vera til gufuþvottatæki fyrir hvert ein- asta verkstæði. Við það að gufu- þvo bílinn vinnst m. a.: Ágallar sem dulizt hafa áður koma betur Framhald á bls. 51. 2 — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.