Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 5
neitt til síns máls, t. d. virðist enginn hafa tekið eftir, hvað er stærsta og vinsælasta efnið hjá útvarpinu. Flestir telja það sin- fóníur og svoleiðis, en það er ekki rétt, langstærsta og tíma- frekust er hin síendurtekna upp- talning á dagskrá í föstum lið- um eins og venjulega. Og blessaðir minnkið þið aug- lýsingarnar í blaðinu. Þær skemma það alveg. Ein að norðan. Nunnur ... Kæri Póstur. Greinin ykkar um nunnurnar var alveg skínandi. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hvort ekki væri tilvalið fyrir mig að ganga í klaustur, en eftir þessa lesningu hefur mér alger- lega snúizt hugur. Ég trúi því ekki, að Guð al- máttugur hafi nokkurn tíma ætl- að mannabörnum svona ónátt- úrulegt, mér liggur við að segja óguðlegt líferni. Ja, fyrr má nú rota . .. Ung og hugsandi jónka. Flugvöllurinn ... Blönduósi 11/6 1963. Kæri Póstur! Leiðinlegt er að vita hve van- þakklætið er mikið í þessum heimi. Þegar þið, af góðum hug bjóð- ið sölubörnum Vikunnar suður á Keflavíkurflugvöll í skemmti- ferð, þá fáið þið bara skammir frá „Barnavini" og Konu í Horna- firði. Hvaða drápstól eru á Keflavíkurflugvelli sem börnum, eða fullorðnum eru sýnd, þegar komið er þar í skemmtiferð? Ég hef aðeins séð byssur hjá lög- reglunni. Hvað sáuð þið? Ekki trúi ég að börnin hafi verið sett upp í sprengjuflugvél- ar, ef þær eru þá til. Vonandi sjá börn þessa fólks aldrei varðskip, því þau eru með fallbyssur og það hljóta að vera drápstól. Ég óska „Vikumönnum" góðr- ar ferðar næst er þeir fara út úr bænum með börnin, hvort sem þeir fara til Keflavíkurflugvallar, eða eitthvað annað. Móðir. Hótel Blönduós... Til vikublaðsins „Vikan“, Rvk. í 19. tbl. 9/5 birtist grein er hét, „Með áfengi til Akureyrar“, þar sem blaðamaður frá ykkur tekur sér ferð með flutningabíl til Akureyrar og hafði næturdvöl á Hótel Blönduósi. Getur blm. þess að hafa þegið þar gistingu fyrir 5—6 árum er hann fer síður en svo góðum orðum um. En nú sé tekinn við nýr hótelstjóri sem býður þeim inn í eldhús, sem búið er mjög góðum tækjum og snyrtilegt í hvívetna. Að lokinni næturdvöl sýnir hinn nýi hótel- stjóri þeim aðra hluta hótelsins og verður blm. mjög hrifinn af sölum búnum nýtízku húsgöBn- um og teppum, svo og herbergj- um sem flest séu með einkabaði, síma og útvarpi. Endar hann þennan þátt greinarinnar með þeirri yfirlýsingu að allt séu þetta verk hins nýja eiganda. En sannleikurinn er sá, að þetta hótel er byggt upp af fyrr- verandi eiganda þess, Snorra Arnfinnssyni, er hafði rekið þar hótel í 19 ár. Á hann og einnig heiður af öllum þeim framan- greindu þægindum, svo og ýms- um öðrum er ég tel óþarfi að geta. Hótel þetta byggði Snorri 1959—1961. Seldi hann Þorsteini Sigurjónssyni það í apríl 1962. Lét sá síðarnefndi múrhúða það að utan og mála, svo sem alltaf stóð til að gera. Vil ég ennfremur leyfa mér að efa, að rétt sé haft eftir núver- andi stjórnanda þessa hótels að hann hafi byggt það, enda hon- um ólíkt að eigna sér það, sem aðrir hafa afkastað. Með ósk um skjóta birtingu. Fyrrverandi starfsstúlka á Hótel Blönduósi. Hvorum megin ... Kæri Póstur. Ég ætla að fara að trúlofa mig, en nú er ég í vanda staddur. Ég veit nefnilega ekki á hvaða fingri hringurinn á að vera. Ég sé þetta ýmist á vinstri eða hægri hendi og næstum hvaða fingri sem er. Hver er reglan? Spurull. -----— Reglan er víst orðin hálf- gerð óregla nú orðið. Ég er ekki viss um, hver reglan var í upp- hafi, en eitt er víst, að nú virð- ist nokkuð sama í hvorri hendi hringurinn er. Þó held ég, að al- gengast sé, að hringurinn sé á baugfingri. R tJHt SlAw t<{ NN einu sinni býður ORLANE - Paris íslenzkum konum aðstoð sína. Látið sérfræðing okkar rannsaka húð yðar og aðstoða yður við val á réttum snyrtivörum. Þjónusta þessi er yður al- gerlega að kostnaðarlausu og tekur aðeins fáeinar mínútur og er framkvæmd til leiðbein- ingar og hjálpar því fólki, sem er annt um að halda fegurð sinni og ungu útliti. ORLANE P A R I S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.