Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 6
.•}///} >/ r rl. MÉ íSáifiiii liPilii mmm mk ■HM ÍiíMÍf'ý/í v £5 í .fi' í/*" V 'y ___'_ •' Svona lítur bókin út. Handþrykk höfundanna er framan á kápu. Bókin er 72 síður, mjög frumleg í útliti og skipt niður í fimm kafla. Hún kemur út í dag í 250 tölusettum eintökum. Hún verður aðeins seld í Bókabúð Lárusar Blöndal, Vesturveri, Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti og Bókhlöðunni á Laugavegi. Nokkur eintök verða send til Akureyrar, Akraness, Keflavíkur og á Selfoss. B8KMENNTA RUGLUÐI„ RlMINU ? Það er bezt að koma strax að efninu: Vikan hefur látið tvo unga menn yrkja eina ljóðabók og bókin kemur út í dag. Höfundunum var sagt, að ljóðin yrðu að jaðra við hreina vitleysu, en hefðu samt á sér þá grímu, að mögulegt væri að þau yrðu tekin sem góð og gild vara. Til verksins voru valdir þeir Jakob Möller, sem leggur stund á lög- fræði við Háskólann hér og hefur ásamt náminu verið blaðamaður hjá Vikunni — og Gylfi Baldursson, B.A., sem árum saman hefur skrifað í Vik- una. Við vissum, að þeir eru hug- myndaríkir og húmoristar góðir, enda fór sem vænta mátti, að bókmennta- snillingarnir, sem dæmdu ljóðin, féllu flestir á prófinu. Forskriftin, sem þeir tvímenning- arnir, Jakob og Gylfi, fengu var því sem næst svona: Þið yrkið álitlegan fjölda ljóða, svo dugi til að fylla meðal ljóðabók. Ljóðin eiga að vera í atómstíl. Þau eiga að vera mjör torskilin og hlaðin symbolík. Þið fáið ekki nema tvö kvöld til verks- ins. Skiptið ljóðunum í nokkra kafla. Sá fyrsti skal fjalla um atómsprengjuna og bölsýnina, sem atómskáldum er mjög hugleikin. Einn kafli má f jalla um kvennafar og ástarsorgir eða eitthvað þvíumlíkt. f einum kafla skulið þið taka ljóð einhvers frægs skálds og yrkja þau upp svo vel sjáist. Að öðru leyti megið þið haga kaflaskiptum eft- ir vild. Þið yrkið þessi ljóð fyrir hönd ungs atómskálds, sem við skulum kalla Jón Kára. Við skulum segja, að hann hafi farið einu sinni út fyrir landstein- ana og komizt til Ítalíu og dvalið eitt- hvað í París. Hafið ríkt í huga, að láta skiptast á eitthvað, sem sumir nógu ráðvilltir ljóðavinir mundu jafnvel telja nokkuð gott og annað, sem allir hljóta að sjá að er hreint bull, jafnvel að það stappi nærri geðveiki að hafa sett það saman. Þannig var verklýsingin og þeir fé- lagar tóku við henni með mikilli bjart- sýni. Þeir eru báðir ágætir skákmenn og koma gjarna saman öðru hvoru til þess að tefla. Eins gerðu þeir nú. Nema hvað þeir höfðu ritvél með sér og milli þess sem þeir léku, voru hripaðar niður setningar á ritvélina. Fyrst léku þeir bölsýnismanninn Jón Kára, sem er að vonum dapur yfir glappaskotum mann- kynsins og fyrirsjáanlegri geréyðingu Homo sapiens. Það stóð á endum, að Gylfi mátaði, þegar þessi kafli var all- ur. Hann var skírður „Veröldin sem leið“ og einn í rómversku sett við. Nú var tekið upp léttara hjal og annar kaflinn ,,Kvoður“ var samsafn af Ijóð- um um hugstæða einstaklinga, gamla kunningja skáldsins. Þriðji kaflinn er ortur í hugljúfum tón. Það eru man- söngvar og ástarljóð og kaflinn ber heitið: ,,Þú, sem strýkur vanga minn“. í fjórða kaflanum, „Mér er sagt“ nær bölsýnin enn tökum á skáldinu svo því liggur enn við gráti. Síðasti kafli bók- arinnar heitir „Ástkæra ylhýra málið“. Þar ortu þeir félagar tvö kvæði í þjóð- skáldastíl. Þeir gættu þess vel og vand- lega, að hver einasta ljóðlína væri ná- lega eða algerlega óskiljanleg. Þeir bjuggu til óræðar kenningar af því tagi, að gáfaðir menntamenn mundu kynoka sér við að spyrja um skýringar Framhald á bls. 42. 6 ~ VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.