Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 8
Sigurgeir Jónsson úr Eyjum. HANN TÓK AÐ SER HLUTVERK JÓNS KÁRA Hann þekkti engan hér í Reykjavík og enginn þekkti hann. Þessvegna veittist honum létt að bregða sér í gervi atómskáldsins. Sigurgeir hefur sjálfur ort og var ekki í neinum vandræðum með skýringar þá sjaldan beðið var um þær. Hann lagði á minnið, hvað bókmennta- mennirnir sögðu og skrifaði það niður á eftir. Er bókmenntaþjóðin rugluð í ríminu. Frh. O — VIKAN 27. tui. Einn meiri háttar menningar- viti. Hefur átt saeti í ýmsum listaráðum og menningarnefnd- um. Var um tíma gagnrýnandi. Honum fannst sjálfsagt, að Jón Kári fengi sér útgefanda og kæmi bókinni út sem fyrst. Það væri hollt fyrir hann að sjá, hvaða viðtökur hún fengi. Sjálfur var hann ekki í vafa með, að hún fengi góða krítik. Hér væri á ferðinni myndrænt skáld, sem gæti þar að auki talað í hressi- legum b'kingum. Honum fannst, að hefðbundnu ljóðin væru mjög óvenjuleg frá hendi úngs skálds 03 lofa góðu. Kannski væru þau það bezta í bókinni. Hann spurði einskis um einstakar ljóðlínur í þeim. Lómagnúpur (sem flestum fannst eitt af beztu ljóðunum) fannst honum eitthvað „falskt í allri alvörunni". Hann hvatti Jón Kára til að yrkja áfram. Hann lætur sig íslenzka menn- ingu miklu varða. Hefur skrifað talsvert um listir og menningar- mál. Á gott safna ljóðabóka. Talinn vel að sér um ljóðlist. Þetta er með því betra, sem ég hef séð eftir unga menn, sagði hann. Þó mætti ýmislegt vera betra. Sumsstaðar er „strúktúr- inn“ ekki nógu fast mótaður. Hann taldi Jón Kára hafa gott vald á myndrænni túlkun án þess að segja allt til fulls. Kannski væri hann aðeins „elementer" um of á einstaka stað. Bezta kvæðið taldi hann Stefán bróðir minn og séð á sýningu í Feneyjum væri líka mjög gott. Frambærileg ljóð, hvar sem væri, sagði hann. Honum fannst hefðbundnu kvæð- in „án meiningar". Hann sá ekk- ert á móti því að gefa ljóðin út, en taldi gott fyrir skáldið að fá eitthvað birt fyrst í tímariti — „til dæmis Timariti Máls og Menningar." Eitt af þjóðskáldunum. Fröm- uður í núííma ljóðagerð. Framámaður hjá austrænum menningarsamtökum Fær kr. 40.090 í skáldalaun. Hann tók Jóni Kára mjög vel og var vinsamlegur. Fékk að athuga handritið í tvo daga. Hann sagði; að duldir hæfileikar byggju í skáldinu, en það væri óþroskað ennþá. Honum þótti myndsköp- unin ekki nógu „alger“, hvað sem það nú annars þýðir. Hann taldi víst, að ljóðin mundu batna með aldri skáldsins. Hinsvegar taldi hann efnið um atómsprengjur og þá hættu, að heimurinn sé að farast af þeirra sökum, uppurið. Menn mundu líklega segja, að tvö síðustu kvæði (sem ort eru í þjóðskáldastíl) væru eftir snar- vitlausan mann. Þó sagði hann það ekki vera skoðun sína. Hann taldi ekki ráðlegt að gefa ljóðin út að svo stöddu, heldur vildi hann láta skáldið yrkja meira og fá meira úrval og þroska. Beztu kvæðin að hans dómi: Barok, íslenzkt smjör, Lómagnúpur, Rot, Hvernig kvoða?, Stefán bróðir minn, Blóm, Mér er sagt (sem kom í Lesbók Morgunblaðsins), Séð á sýningu í Feneyjum og bezta kvæðið fannst honum Komdu. Einn úr hópi atómskáldanna. Er þar að auki listmálari. Hef- ur látið tvær Ijóðabækur frá sér fara. Fær ekki skáldalaun. Skáldið hitti hann á Skólavörðu- stígnum og hann settist á gang- stéttina og stakk handritinu í úlpuvasa sinn. Sagði Jóni Kára

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.