Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 14
VARVETNA eru embætti háskólarektora talin meðal allra virSulegustu tignarstarfa þjóðfélagsins, og það embætti skipa ógjarnan aðrir en fræðijöfrar og þjóðkunnir menn. Á þennan veg hefur málum og ver- ið farið hér á íslandi. Hér hafa skipað rektorsembættið afburðarmenn, eins og t. d. Björn Olsen, Haraldur Niels- son, Alexander Jóhannesson, Sigurður Nordal, Ólafur Lárusson og Jón Hjaltalín. Þegar dr. Þorkell rektor Jóhannesson féll skyndilega frá haustið 1960, kom það ýmsum á óvart, að eftirmaður hans var valinn aðeins 41 árs gamall lagaprófessor, Ármann Snævarr. Nafn hans var að vísu gjörþekkt meðal löglærðra manna og velþekkt meðal annarra há- skólagenginna manna, en meðal almennings var Ármann Snævarr ekki þekktur maður. Nú vissu menn, að Háskólinn var síður en svo í manna- hraki til rektorsstarfa haustið 1960, því að mannval hans hefur sennilega aldrei verið meira. Háskólinn átti þá á að skipa mönnum eins og Níelsi Dungal, Gylfa Þ. Gísla- syni, Ólafi Jóhannessyni, Sigurði Samúelssyni, Ólafi Björnssyni, Steingrími J. Þorsteinssyni og Leifi Ásgeirs- syni, svo nokkur nöfn i séu nefnd. Allt eru þetta þekktari menn, | en hinn ungi prófess- or, sem til starfans I var valinn. Menn I vörpuðu því fram" ™ W spurningunni: Hvað hefur þessi ungi og tiltölulega lítt þekkti lagaprófessor til brunns að bera, sem veldur því, að foryztumenn Háskól- ans telja hann betur fallinn til rektors- starfa en marga hina eldri og reyndari prófessora, en þar var vissulega um mikið mannval að ræða, eins og áður hefur verið sýnt fram á. RMANN Snævarr er fæddur á Norðfirði hinn 18. september 1919, en þar var faðir hans, Valdimar Snævarr, lengi skólastjóri. Valdimar var víðkunnur skólamaður og sálmaskáld, fjölfróður og stálgreindur. Stúdentsprófi lauk Ármann vorið 1938 frá Menntaskól- anum á Akureyri með hárri I. einkunn. Um haústið hóf hann laganám og lauk embættisprófi í lögum vorið 1944 með hæstu einkunn, sem við lagadeildina hefur verið tekin, og er með ólíkindum, að það met verði nokkurn tíma slegið. Ármann var settur fógeti á Akranesi síðari hluta árs 1944, en hóf þá um áramótin framhaldsnám í Uppsala, Kaupmannahöfn og Osló og stóð námið allt fram á árið 1948, en þá um haustið var hann settur prófessor við lagadeildina, en skipun fyrir starfinu fékk hann 1950. Kennslugreinar hans hafa frá upphafi verið erfða- og sifjaréttur svo og refsiréttur. Skólaárið 1954—55 var Á. Sn. leystur undan kennsluskyldu, en þá stundaði hann enn framhaldsnám, í þetta skipti í Bandaríkjunum, við Harvard-háskólann. Auk kennslustarfa hefur Ármann Snævarr stundum setið sem varadómari í Hæstarétti. Þá hefur hann unnið á vegum ríkisstjórnarinnar að samningu allmargra lagafrumvarpa, ýmist einn eða með öðrum. Merkustu viðfangsefnin eru nýju erfðalögin, lög um þinglýsingar, lög um Háskóla fslands og dýraverndarlögin. Öll þessi störf hafa Ármanni farizt mjög vel úr hendi, enda notið þar þekkingar sinnar og vandvirkni. ITSTÖRF Ármanns eru eingöngu bundin við tímaritsgreinar. Þær eru að vísu allmargar, bæði innlend- ar og erlendar. En ritstörf hans mættu að bagalausu vera meiri að vöxtum. Það er ekki að öllu leyti eðlilegt, að eftir 15 ára háskólastarf skuli ekki vera til nein kennslubók eftir hann, ef undan er skilinn fjölritaður bæklingur í al- mennri lögfræði. Hefur þörfin þó verið mjög brýn í þess- um efnum, þar sem í öllum kennslugreinum hans hefur verið stuðzt við danskar bækur, sem eðlilega þarf að breyta, leiðrétta og staðhæfa við íslenzka löggjöf. Að þessu leyti ætti Á. Sn. að taka sér til fyrirmyndar starfsbróður sinn og nánasta jafnaldra í starfi, Ólaf Jóhannesson. Ármann Snævarr er alveg einstakur starfsmaður. Honum fellur aldrei verk úr hendi. Hann vinnur myrkra á milli. En grunur leikur á, að hann vinni sér oft verkin erfiðar, en ástæða er til. Hann er ekki sagður mikill vinnuhagræðingar- maður. En hann bætir slíka smámuni upp með auknum vinnustundafjölda. Hann er vandvirkur svo að af ber. Hann hefur sérstaka hæfileika til að einbeita sér að þeim við- fangsefnum er hann fæst við hverju sinni. Og hvort sem við- fangsefnið er stórt eða smátt, lætur hann sér aldrei nægja minna en kanna það gjörsamlega til botns. Þetta er að vísu mikill kostur vísindamanns. En engu að síður getur þessi vinnuaðferð haft ókosti í för með sér. Vera má, að starfs- kraftarnir beinist ekki ávallt að verðugum viðfangsefnum, en hin mikilvægari liggi þá óbætt hjá garði. Ekki er ósenni- legt, að einmitt í þessu atriði finnist skýringin á því, að Á. Sn. hefur ekki sent frá sér kennslubækur. Ármann er mikill fyrirlesari. Hann er ekki mikill að vallarsýn, en er talinn vaxa um gilda alin í kennara- og ræðustóli. Aðfinnslur að honum sem fyrirlesara myndu ein- ungis beinast í þá átt, að hin meðfædda nákvæmni hans veldur því, að hann þarf að segja allt, er hann veit um fyrirlestrarefnið og þess vegna verður markalínan milli aðal- og aukaatriða oftast óglögg. RMANN SNÆVARR heillaðist ungur af lögfræðinni og hefur í rauninni alla tíð síðan verið ástfang- inn af henni. Lögfræðin hefur og sett svip sinn á Ármann. Kemur þetta einkum fram í málfari hans. Enginn verður vel menntaður lögfræðingur, nema hann kunni móðurmál sitt nokkurn veginn til hlítar. Málfar og stíll lögfræðinnar er með sérstökum hætti. Þar eru gerðar kröfur um vandað mál, stuttar og gagnorðar setningar og umfram allt rök- fræðilega uppbyggingu máls. Þessum árangri verður að ná án þess, að málið verði talið forskrúfað og orðavalið drunga- legt og flókið, því að þá yrði útkoman skopleg. f þessum efnum verða menn að kunna að rata hinn gullna meðalveg. Um Ármann Snævarr var það sagt á stúdentsárum hans, að hann hefði glatað þekkingu sinni í nútíma íslenzku, því að málfar hans ætti uppruna í Grágás og Jónsbók, en væru þó slungið ýmsum meginþættum úr Kansellístíl. Allt er þetta auðvitað stórýkt, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Fyrir það ber ekki að synja, að á stúdentsárunum og fyrstu prófessorsárum var orðaval hans og einkum orðaskipun helzt til forn. Varð framsetningarháttur hans bæði í ræðu og riti því nokkuð óþjáll og tyrfinn. Á þessu hefur hins vegar orðið mikil breyting til batnaðar í seinni tíð. Það orkar vart tvímælis, að í dag er Ármann Snævarr 14 VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.