Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 24
Á flestum geðveikraspítölum sést að nokkrir sjúkl- inganna eru órólegir og liáværir, eða þá þvert á móti áberandi hægir og stjarfir. Sumir eru angur- værir, aðrir óeðlilega ánægðir. Maður sér undarlega liegðun á einum stað og hlustar á furðulegar útskýr- ingar á öðrum. Sumir sjúklinganna virðast áberandi líkamlega hraustir og aðrir mjög veiklulegir. Sjálfsagt munu allir liafa einlivern beig af slíkri heimsókn, því svo margar hræðilegar sögur hafa gengið um geðveikt fólk, sem hegðaði sér eins og villidýr. En þegar út er lcomið aftur, rennur það upp fyrir manni, að allir sjúklingarnir •— meira að segja á órólegu deildinni — virtust tiltölulega rólegir og friðsamir. Eru þá allar þessar hryllilegu frásagnir um liegð- un geðveikra uppspuni einn? ,Tá, þær eru það —eða réttara sagt, þær eru orðn- ar það nú á timum. Þegar rafmagnsmeðferðir voru uppgötvaðár, stuttu fyrir stríð, varð það rangnefni að kalla geðveikraspítala vitlausraspítala. Og núna á síðustu árum eru fundin meðul, sem hafa gert gúmmiklefa og spennitreyjur úrelt. Þessi meðul eru einfaldlega töflur — og þar með liefur aldagamall draumur geðveikralæknanna rælzt. Þelta er vísindalegur sigur, sem hefur mikla þýðingu fyrir flest olckar. Mikill hluti þeirra, sem eru andlega sjúkir, þjást BARÁTTAN VIÐ HUGLÆGU SJÚKDÓMANA af neurose, en það er það, sem í daglegu máli er lcallað „slæmar taugar“. Við því hafa líka fundizt margskonar töflur. Starfandi læknar segja, að minnst þriðjungur allra sjúklinga, sem til þeirra koma, þjáist af tauga- veiklun, þó þeir kvarti um önnur einkenni. Venjulega er greinilegur munur á tauga- veiklun og reglulegum geðsjúkdómi. Að vísu er þar miUibilsástand, en i rauninni er mis- munurinn meðal annars sá, að menn með slæmar taugar gera sér ljóst, að einkenni þeirra eru tákn þess, að þeir séu veikir, en geðveikt fólk heldur venjulega að það sé heilbrigt, Til dæmis skulu hér sagðar tvær sjúkra- sögur: önnur er um miðaldra konu, sem finnst að allt sé fullt af bakteríum, sem hún snert- ir, svo-hún verður að þvo sér margoft á dag. Ef hún þvingar sjálfa sig til að gera það ekkí, er hún óróleg og líður illa þangað til hún fer að þvo sér aftur. Konunni er alveg Ijóst, að þessi þvottaástriða er sjúkleg. Hún þjáðist mjög vegna hennar, en getur alls ekki staðið á móti henní. — Þessi sjúklingur er taugáveíklaður. - Hínn sjúklingurinn var maður, seftt hélt að nábúarnir væru að reyna að drepa lianíi með því að fylla ibúðina hans af sýklum. Alveg eins og konan var hanii alltaf að þvo sér og leið mjög illa ef hann komst ekki til þess. En hann gekk skrefí lengra: liann leitaði livað eftir annað til lög- reglunnar, hafði í hótunum við nágrannana o. s. frv. Mismunurinn á þessum sjúklingum er sá, að meðan sá fyrri er sér þéss meðvitandi, að þessi þvottaástríða er sjúkleg, er sá siðari sannfærður um að árátta hans sé eðli- leg vörn gegn illsku nágrannanna. Ef lög- reglan fæst ekki til að trúa honum, er það vegna fávizku eða þvermóðslcu, eða jafnvel 24 — VIKAN 27. tM.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.