Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 26
Frank Tallman. SPORT FYRIR KARLMENNI ÞEIR GERA GRIN AÐ HÆTTUNUM Hann flaug gegn um auglýs- ingaskilti úr balsaviði, sem strigi var strengdur á og hert- ur pappi. Það fór svo mikið af drasli í hægri hreyfilinn að hann drap á sér, framgluggi vélarinnar brotnaði og hún lét illa að stjórn. - Skiltið var aðeins sex fetum breiðara en vængjahaf vélarinnar. í sambandi við töku kvikmyndarinnar The mad, mad, mad, mad, mad world flp.ug Frank Tallman gegnum auglýsinga- skilti fyrir Kóka kóla á tveggja hreyfla flugvél. Mannkindin hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir því sem gamalt er. Gamalt góss hefur lengst af skip- að virðingarsess og hækkað því meira í verði, sem það hefur orðið eldra. Þetta átti áður fyrr einkum við bækur, húsgögn og þess háttar, en hefur nú á síðari árum færzt yfir á margt fleira. Það eru nú tíu ár, síðan farið var fyrir alvöru að safna -gömlum flug- vélum í Bandaríkjunum. Þessum flugvélum er þó ekki safnað til þess að stilla þeim upp sem sýnisgrip- um í upphituðum húsum, heldur er þeim haldið við og flogið á þeim. Frægastur þessara safnara er án efa Frank Tallman. Það má segja um Frank, að hann sé alinn upp í flugvél. Faðir hans var einn af fyrstu áhugaflugmönn- um flugvélaaldarinnar, og drengur- inn var ekki gamall, þegar faðir hans tók hann með sér í opinni tveggja sæta Curtiss Jenny flugvél, sem hann átti, og ekki leið á löngu, áður en Frank litli fékk að grípa í stýri. 19 ára gamall fékk hann flugmannsréttindi og gat sér mjög góðan orðstír sem flugmaður í stríð- — VIKAN 37. tbi. Vtítffftr. Hér er Tallman á ferð. Að þessu sinni ekur hann flugvélinni inn í veitingastað á flugvellinum. > Enn Tallman: Hér er hann í einum forngripnum sínum, Stearman. Þetta sport er nú hátt skrifað. Bíllinn ekur mcð sama hraða og flugvélin flýgur, og sportmaður- inn reynir að ná taki á kaðalstiga, sem hangir niður úr flugvélinni. Svo er hara að fikra sig upp stigann — gerið þið svo vel.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.