Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 40
d ura- g » oss Fullkomnið snyrtingu yðar með silkimjúk- um Dura-GIoss varalit — og hinu sterka djúpgljáandi Dura-Gloss naglalakki. — Hvorutveggja fáanlegt í 18 tízkulitum, sem gefa yður ótakmarkaða möguleika til fjöl- breytni. Dura-GIoss varalit- urinn heldur sínum upprunalega litblæ — hann er mjúkur án þess að vera feit- ur. HALLDÓR JÓNSSON Heildverzlun. — Hafnarstræti 15. — Símar 12586 og 23995. NÚ ferð þú að stíga út úr á- ætlunarbílnum og leggur á göngu heim. Þú flýtir þér, það er farið að frysta, ég sé það á gluggarúðunum. Ég læt sem ég gangi við hlið þér og skjálfi. Ég vil alltaf vera með þér, því ég elska þig svo heitt, og ég elska þig enn meira núna en á sekúnd- unni sem var að líða, því ást mín til þín eykst í sífellu. Ég fylgi þér inn og sezt hjá þér á sængurstokkinn, þegar þú ert háttaður. Svo strýk ég hægt yfir hár þitt, þá hlýtur þér að skiljast að hjá mér getur þú fund- ið frið og ró. Og ég slekk ljósið á lampanum þínum, svo þú þurf- ir ekki að fara upp úr rúminu og láta þér verða kalt á fótunum, og til þess að það þurfi ekki að raska ró þinni. Síðan syng ég við þig í myrkrinu og klappa þér hljóðlega þangað til þú sofnar. Góða nótt, ástin mín. Þín María. Glas af sherry. Framhald af bls. 13. Hún sat og hlustaði. „Ég veit, ég veit ...“ sagði hún einu sinni. „Þegiðu, og lofaðu mér að klára!“ sagði Edwin. Hún beið þess að hann lyki við upptalninguna. „Þú hefur eytt nær því sef.'cíu og fimm þúsund dollurum í þennan dásamlega dansleik þinn,“ sagði hann að lokum. „En þú skilur ekki,“ sagði hún. „Hljómsveitirnar, skemmtikraft- arnir, kostnaðurinn við borðhald- ið og ... og svo alls konar kostn- aður, sem ég átti alls ekki von á.“ Hún fann sjálf, að afsakanir hennar dugðu ekki til. Þetta var óheyrilega há upphæð. Hún hafði alls ekki átt von á, að þetta væri svona mikið. Og svo hafði Edwin vel efni á þessu. Verðbréfafyrir- tæki hans í Wall Street var eitt bezt þekkta fyrirtækið í landinu. „Höfum við kannski ekki efni á því?“ hætti hún á að spyrja. „Ég er ekki að rífast út af pen- ingunum núna,“ sagði hann, grimmdarlega. „Þessir peningar eru farnir. Allt hefur verið borg- að. Maður, sem ekki getur borg- að reikninga sína er betur settur dauður!“ Henni brá ónotalega við þetta svar. „Edwin, ég ...“ „Þú hefur verið mjög heimsk kona í peningamálum," sagði hann. „Og ég hefi hingað til látið það óátalið. En ekki lengur. Nú ætla ég að kenna þér lexiu í f jár- málaspeki, sem þú kemur ekki til með að gleyma fyrsta kastið.“ Þetta hafði verið upphafið að þáttaskilum í lífi hennar. Fyrst þjónustuliðið, — allir nema Hattie voru látnir fara. Hún varð að fella sig við enn fleiri „sparn- aðarráðstafanir11, eins og það a5 loka þremur efstu hæðunum hússins, og kúldrast í sex her- bergjum á neðstu hæðinni. Edwin seldi Rollsinn, — „hennar“ bíl, og tók sér heldur bíl á leigu, ef hann þurfti á því að halda. Þau steinhættu að hafa boð inni hjá sér, og aðeins í örfá skipti fékk hún að fara með honum á fínni veitingahúsin, ef hann var með mikilvæga viðskiptavini í mat. Nafn hennar hvarf úr slúður- dálkum dagblaðanna, og andlit hennar hætti að birtast á mynd- um, sem teknar voru á betri veitingahúsum borgarinnar. Hún reyndi að lifa með sjálfri sér í tómleika viðburðasnauðs lífsins. Kvöld eitt, ári seinna, stóðst hún ekki lengur mátið. „Edwin, hvað á þetta að ganga svona lengi til?“ „Þangað til ég ákveð, að þú sért búin að læra lexíuna þína,“ sagði hann. „Ég er búin að læra,“ sárbað hún. „Ég er búin að læra!“ „Það er allt of snemmt að segja um það enn,“ sagði hann. Síðan sagði hann: „Vertu þolin- móð,“ næstum því vingjarnlega. Einhverntíma seinna hafði hún spurt hann: „Edwin, það er ekk- ert að, er það?“ og þegar hún sá snöggt viðbragð hans flýtti hún sér að bæta við: „Ég meina með fyrirtækið. Það hefur ekki ... þú hefur ekki tapað miklum peningum, er það?“ Edwin hafði glórt á hana. „Tal- aðu ekki eins og asni!“ sagði hann reiðilega. Þá hafði hún byrjað að hata hann, hata þessa hræðilegu hegn- ingu, sem hann beitti hana, og braut heilann um, hvort það væri mögulegt, að aldurinn — Edwin var að verða sextugur — gæti breytt mönnum svona herfilega. Hann hafði alltaf verið örlátur við hana. En nú var hann orðinn eins og nirfill, sem vakti yfir hverjum einseyring, og lá yfir kvöldvinnu, stritandi eins og þræll, bara til þess að græða meiri peninga, sem hann gæti svo haldið frá henni, og gert hegningu hennar enn óbærilegri. Fyrsta hjartaslag Edwins hafði komið yfir hana eins og reiðar- slag, og hún mundi hvað hún hafði verið hrædd um, að hann myndi deyja, og síðan hin veika von, um að hann myndi hverfa af sjónarsviðinu. Og enn síðar, sterkari von um að hann dæi, sem endaði með þessari meistara- ráðagerð, sem nú var fram- kvæmd. „Edwin,“ sagði hún, og reis á fætur. „Edwin, klukkan er yfir sjö,“ sagði hún, og færði sig nær honum. „Viltu ekki fá þér eitt- hvað að borða?“ Dagblaðið féll niður við snert- ingu hennar. Höfuð Edwins Weston hafði fallið fram á bringuna, og það skein í skallann á milli þunnra, sléttgreiddra háranna. Hann hélt ennþá á dagblaðinu í höndum sér. Hún fékk loksins vissu sína. — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.