Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 41
Hann var loksins, friðsældarlega dauður. SVARTA DRAGTIN var ný og mjög vel sniðin. Hún tók eftir, að Kenneth Martin renndi vel- þóknaraugum yfir hana þegar hún gekk inn í skrifstofu hans. „Það er gaman að sjá þig aft- ur, Helene.“ Hann leiddi hana að stól. „Mér þykir leitt að ég skyldi ekki geta verið viðstaddur jarðar- för Edwins. Ég var úti á strönd- inni, og frétti aðeins um þetta þegar ég kom til þaka. Fékkstu orðsendinguna frá mér?“ „Já, ég fékk hana,“ sagði Hel- ene, og hagræddi slörinu á nýja hattinum. Hún var búin að vera mjög eyðslusöm þessa síðustu daga, eftri að Ken hafði hringt í hana, og beðið hana um að koma og ganga frá dánarbúi Edwins. Hún var búin að þeytast um all- an bæ, og heimsækja alla gömlu góðu staðina. Það hafði verið yndislegt! Allir höfðu munað eft- ir henni! Allir höfðu verið svo vingjarnlegir! Og enginn hafði haft neitt á móti því að opna aft- ur reikning fyrir hana. „Það var mjög vingjarnlegt af þér, Ken,“ sagði hún. Það ætlaði ekki að verða eins erfitt að fella sig aftur inn í hina gömlu lifnaðarhætti og hún hafði haldið. Það myndi að vísu líða nokkur stund þangað til hún yrði komin í innsta hring samkvæmis- lífsins aftur, en hún var viss um, að hún gæti það vel, og jafnvel orðið framkvæmdastjóri ,,FETE“ aftur! Þessir síðustu dagar voru fullkomin sönnun þess. „Jæja,“ sagði Ken, og ræskti sig. Hann setti upp lögfræðings- svipinn sinn þar sem hann sat þarna handan við alla þessa hræðilegu skjalabunka. „Helena, ég veit ekki hvernig ég á að hefja máls á þessu. Ed skildi ... mjög lítið eftir sig.“ Hún horfði fast inn í augu hans, og mat þau. „Voru.. . ein- hverjir aðrir tilnefndir í erfða- skránni?" spurði hún kuldalega. „Nei, aðeins þú,“ sagði hann. „Það er þannig, Helene, að fyrir fimm árum lenti Ed í dálitlum vandræðum. Það var eitthvað í sambandi við verðbréf frá Ev- rópu, sem snarféllu í verði. Hann hafði tekið stór lán til þess að kaupa þessi bréf, vegna þess að hann treysti þeim svo vel, og . . . ja, hann tapaði nær öllum eign- um sínum. Ef um einhvern annan hefði verið að ræða, þá hefði hann örugglega orðið gjaldþrota. Ég þekki marga, sem hafa verið gerðir upp fyrir minni vandræði. En þú vissir hvernig maður Ed var. Stoltur, og persónuleiki hans var slíkur, að hann fyrir- finnst óvíða í dag. Hann sór að hann skyldi borga aftur hvern eyri af skuldum sínum, ef öllu yrðið haldið leyndu, og hann fengi tíma til þess. Mjög fáir vissu um þetta. Það eitt hefði getað eyðilagt hann alveg, og lllllllllill! 11111111111 I! Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið a íegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT —ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIÐLEIKAR Mjög auðvelt. Klippið spíssinn af flöskunni og bindivökvinn er tilbúinn til notkunar. Með nýja Toni bindivök- vanum leggið pér hvern sérstakan lokk jafnr og reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. gert það ómögulegt fyrir hann að endurgreiða skuldir sínar, og ná sér eftir tapið." Hann leit fast á hana. „Þú vissir aldrei neitt um þetta, var það, Helene?" „Nei,“ sagði hún, „ég vissi aldrei neitt um þetta.“ „Veiztu það, það var einkenni- legt,“ sagði Ken. „Ed skar við sig marga hluti. Hann sagði sig úr klúbbnum, hætti að reykja, -—• manstu eftir stóru dýru vindlun- um, sem hann lét búa sérstaklega til fyrir sig hjá Dunhill? Hann tók sér ekki frí í fimm ár. Það var altalað í kauphöllinni, að Ed væri orðinn samansaumaður nirf- ill. Hann brosti iðulega að svo- leiðis kjaftasögum. Ég geri ráð fyrir, að hann hafi frekar ýtt undir að fólk héldi það en hitt, að minnsta kosti heldur en að láta fólk vita fullan sannleika um hvernig á stóð. Hann var al- veg að verða búinn að greiða all- ar skuldir sínar ...“ Helene tók fram í fyrir hon- um: „Húsið er ...“ „Veðsett upp í topp. Það er ekki nóg til þess að losa veðin á því, jafnvel þótt þú vildir. Ég myndi líka ráðleggja þér gegn því. Hvað hefur þú líka að gera við svona stórt hús, núna, þegar þú ert orðin ein? Ég myndi stinga upp á að þú fengir þér litla íbúð inni í borginni . . .“ Þögnin var óþægileg. Hún hvíldi á þeim báðum. „Það er ekkert eftir,“ sagði Helene. „Er það ekki það, sem þú ert að reyna að segja mér?“ „Nei,“ sagði Ken. „Ég hugsa, að eftir að skattar hafa verið greiddir, þá verði eftir eitthvað um átján til tuttugu þúsund doll- arar, eða um það bil ...“ Helene sagði ekkert. VIKAN 27. tl)l. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.