Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 42
FÁLKlNNiHiF. m ... u Laugavegi 24 — Reykjavík. LÍTILL, EN RÚMGÓÐUR RÖSKUR OG RAMMBYGGÐUR LEIKANDI LIPUR, STÖÐUGUR BER 5 MENN OG FARANGUR ÞÆGILEGUR OG BJARTUR SPARNEYTINN OG VANDAÐUR ÓSKABÍLL FJÖLSKYLDUNNAR KOMIÐ, 0 G SKOÐIÐ PRINZINN SÖLUUMBOÐ A AKUREYRI: LÚÐVÍK JÓNSSON & CO. „Þetta er nú ekki eins vonlaust og það hljómar," sagði hann. „Ef peningunum er vel varið í verð- bréfum, þá getur þú lifað þægi- legu lífi af afrakstrinum." Hann tók sér hvíld, en hélt svo áfram. „Það myndi ekki gefa miklar tekjur. Þú yrðir að fara mjög varlega. Gæta vel að þér í öllum útgjöldum ...“ Hvað hafði Edwin sagt, að hún hefði eytt í „FETE“? Næstum því sextíu og fimm þúsund doll- urum. Helene fann sjálfa sig brosa. „Þakka þér fyrir, Ken,“ sagði hún. „Þú hefur verið mér mjög vingjarnlegur." Hún stóð á fætur, og gætti þess vel, að krumpa ekki dragtina, því henni yrði hún að skila. Einnig hattinum, tuttugu og átta dollara hönzkunum, og ítalska króku- dílaskinnveskinu, sem hún hafði látið eftir sér að kaupa. Hún var komin fram að dyrum, þegar hann stöðvaði hana. „Helene," sagði hann. „Ed reyndi eins og hann gat.“ „Ég veit það, Ken. Þú þarft ekki að afsaka hann fyrir mér.“ „Það sárgrætilegasta við þetta allt saman er, að þetta,“ hélt hann áfram, „að Ed var að koma í gegn einhverjum stórum við- skiptum í Suður-Ameríku, og allt virtist vera að koma saman. Síðast þegar ég sá Ed, lék hann við hvern sinn fingur, og var kát- ari en ég hef séð hann í mörg ár. Hann var að sleppa úr skuldum, og eftir einn eða tvo mánuði hefði hann verið kominn alveg í sama sess og áður. Jafnvel betri en áður. Ed sagði mér, að þetta væru alveg stórkostleg viðskipti. Hann myndi hafa grætt mill- jónir!“ Hún sagði ekkert. „Nú er ég hræddur um að allt fari út um þúfur, því Ed var aðal- driffjöðrin á bak við þetta allt saman,“ sagði Ken. Eftir drykk- langa stund sagði hann, eins og við sjálfan sig: „Ef hann hefði aðeins getað lifað svolítið leng- ur, þá hefði hann komið því öllu í gegn. Ég er viss um það.“ „Já,“ sagði Helene að lokum. „Er það ekki synd.“ fth. Er bókmenntaþjóðin rugluð í ríminu? Framhald af bls. 6. á þeim, því allir ljóðavinir vita, að það er afar „klént“ að vera illa að sér í kenningum. Síðan voru fundin mottó, ákveðið með imd- irleik hljóðfæra á einstaka stað og bókin tileinkuð tengdamóður skáldsins. Þegar þar var komið sögu, var langt liðið á síðara kvöldið. ____ Næst var að ákveða, hvað gert skyldi við handritið. Á ritstjórn Vikunnar komu margar tillögur fram í því efni, m. a. að reyna að selja það útgefendum, fara með það til útgefenda og fá þeirra dóm. Líka kom það til greina, að gefa bókina strax út og senda hana gagnrýnendum blaðanna og bíða þar til eitthvað yrði skrifað um hana. En það þótti ekki víst, að mikill eða merkilegur árangur yrði að því, svo það var ákveðið að fá ein- hvern ungan mann til að taka á sig gervi Jóns Kára, atóm- skálds, og ganga með handritið milli nokkurra þekktra manna. Valdir voru ellefu menn, sem Jón Kári skyldi heimsækja. Þeir eru allir þekktir á vettvangi rit- listar og ljóðagerðar og sumir hafa látið mikið að sér kveða. Jón Kári skyldi koma til þeirra og leita ráða. Skyldi hann sýna þeim handritið og biðja þá að yfirfara og kveða upp dóm: Hvort þeir teldu skáldskap hans góðan, hvort þeir ráðlegðu hon- um að gefa út og hvað þeir segðu um einstök kvæði. Til þessa verks var valinn Sigurgeir Jónsson, tvítugur kennaraskólanemi úr Vestmannaeyjum. Hann fór með handritið frá manni til manns og var tekið með kostum og kynj- um. M. a. sýndi hann ljóðin blaðamanni við eitt dagblaðanna og fékk sá eitt ljóðið til birtingar í sunnudagsútgáfu blaðsins. Ó- þarft er að rifja upp umsögn bók- menntamannanna hér, því það er í aðalatriðum tilgreint á bls. 8—9. Jafnframt var annað handrit sett í setningu og bókin sett saman í Prentsmiðjunni Hilmi h.f. Snorri Friðriksson, útlitsteiknari Vikunnar, gerði teikningu af bókinni. Prentuð voru 250 tölu- sett eintök og að lokum komu höfundarnir saman að nýju og luku verkinu með því að setja handþrykk af flötum lófa fram- an á bókina. Ætla má, að einhver af bók- menntamönnunum ellefu telji sig vera sárt leikinn og þetta sé hin mesta ósvífni. Því er til að svara, að illt er að skera mein- semdir án þess að svíði undan. En eins og hver annar góður læknir hefur Vikan notað deyfi- lyf. Nöfn snillinganna eru ekki nefnd og í stað ljósmynda notað- ar ógreinilegar „silhouettur". Það þarf enginn að sjá, hverjir þessir menn eru. En vera má, að sum- um verði þetta holl áminning. Nú kann vel að vera, að einhverj- ir þessara manna haldi því fram, að ljóðin séu þrátt fyrir allt góð. Hér sé um ósvikna list að ræða. Og víst er um það, að Þokur eru að flestra dómi álíka góð list og megnið af þeim ljóðabókum, sem sér dagsins ljós um þessar mund- ir. Höfurnarnir, Jakob og Gylfi, segja: „Ef þetta er list, sem við höfum sett saman í flimtingum yfir tafli á tveim kvöldum, þá lýsum við því hérmeð yfir, að 42 — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.