Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 43
við treystum okkur til að koma saman þremur jafngóðum ljóða- bókum á viku, eða eitthundrað og fimmtíu ljóðabókum á ári, ef við þyrftum ekki að vinna nema hálfan daginn við annað. Við er- um ekki skáld. Það sem hér hef- ur verið gert, álítum við að ná- lega allir geti gert. Ef þetta er góður og gildur skáldskapur, þá eru 90% þjóðarinnar góðskáld.“ Þetta leiðir hugann að þeirri brennandi spurningu, hvort bók- menntaþjóðin íslendingar sé í þessum efnum rugluð í ríminu. Vitum við ekki lengur okkar rjúkandi ráð í listrænum efnum? Víst höfum við lifað mikið breyt- ingaskeið; ekki aðeins í atvinnu- legu tilliti, heldur og menningar- legu. Gömul og hefðbundin list hefur orðið að víkja í bili fyrir ýmsu nýjabrumi. Um það er gott eitt að segja. Sá, sem engu vogar á þess trauðla kost að komast langt. En allt, sem er nýtt, þykir afsaklega fínt. Það gamla er ekki móðins lengur. Það er afdankað og sveitalegt og við erum ekki eins hrædd við neitt og afdala- svipinn. Ungu skáldin tala um Bertold Brecht og Ezra Pound eða einhverja ,,reiða, unga menn“ úti í heimi. Þau hafa ekkert til manna eins og Einars Benedikts- sonar eða Jónasar Hallgrímssonar að sækja. Rím til dæmis, það er afar ófínt, islenzkt fyrirbrigði. Nú vilja menn aðeins „hreina lyrik“ og hvaða samsetningur, sem vera skal er flokkaður undir lyrik. Það er alveg ómögulegt að draga takmörk og segja um, hvað er lyrik og hvað er aðeins ljóðrænt, óbundið mál. Af þessum sökum eru margir kallaðir og því mið- ur flestir útvaldir, sem hafa nenningu í sér til þess. Ef menn aðeins ganga í sömu óhreinu úlpunni ár eftir ár og raka sig ekki, þá má það vera slæmt, sem frá þeim fer og ekki er viður- kennt. Það hefur oft í þessu sam- bandi verið talað um nýju fötin keisarans. Ekki aðeins í ljóðlist, heldur einkum og sér í lagi í myndlist. En það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Sem betur fer er list eitt af hinum „fínni“ fyrirbrigðum lífs- ins á íslandi. Það heldur í henni lífinu. Við eigum mikið af snobb- um og það er vel. Þessvegna selja ungir málarar fyrir hundr- uð þúsunda á einni sýningu og ljóðabækur seljast, því það vant- ar bækur í skápana. Menn standa í upphafinni hrifningu frammi fyrir því, sem þeir skilja ekki. Dást að því, sem raunverulega veldur engum hughrifum hjá þeim. Maður verður að vera gjaldgengur í fínum og mennt uðum „kreðsum". Hvort maður dáist að nýju fötunum keisarans er minna atriði. Er þetta svo slæmt, þegar allt kemur til alls? Ef til vill ekki. Áhugaleysið væri til dæmis mun verra. En við höfum ruglazt í ríminu; á því er enginn vafi. Við finnum það ekki af okkar hyggjuviti, hvort raunveruleg verðmæti eru á ferðinni eða bara fúsk. Þessi tilraun okkar með Þokur sannar það. Við vonum, að Þokur verði leiðarljós í þessu myrkri. Að fólk hætti þessari vitleysu að gína við hverju, sem að því er rétt. Eftir höfðinu dansa limirnir; við- urkenndir bókmenntamenn hafa talað um „nýjan, ferskan stíl“ og „mjög athyglisverða hluti“ í sambandi við Þokur. Því skyldu þá ekki Pétur og Páll skrika á svellinu. Verulegur hluti af ljóðabókum síðustu ára er Góugróður og hefði að skaðlausu mátt hafna í rusla- körfum höfundanna. Sumt af því eru merkilegar tilraunir og það er áreiðanlegt, að einhverskonar nytjagróður á eftir að spretta upp af þeim tilraunum, áður en langt um líður. En það mátti bíða síns tíma. Það er skiljanlegt, að ung- ir menn eru framgjarnir og því aðeins geta þeir orðið gjaldgeng- ir á skáldabekk, að þeir gefi út. En þeir mættu gjarna finna að leiðin uppá þann bekk er erfið- leikum bundin og ekki á hvers manns færi. Þar á að vera valinn maður í hverju plássi; ekki gerviskáld. Ef þessi tilraun með Þokur áorkar einhverju í þá átt, er tilgangi bókarinnar náð. GS. Baráttan við huglægu sjúkdóraana. Framhald af bls. 25. vera fullhraustir. Þetta er góð sönnun þess, að fólk verður ekki háð meðalinu eins og t. d. mor- fíni. Við ýmsar tilraunir ó dýrum hafa hin góðu áhrif Suavitil komið i Ijós. í einni slíkri tilraun voru notaðir kettir, sem höfðu verið gerðir taugaóstyrkir með þvi að láta óþægilegan vind leika um höfuð ])eirra í livert sinn og þeir átu. Eftir nokkur skipti þorðu þeir ekki lengur að matar- kassanum. Þessi tviskiptingur, löngunin til að borða og hræðsl- an við vindinn, hélzt mjög lengi. En eftir að kettirnir höfðu fengið eiena spraiitu af Suavitil, urðu þeir aftur heilbrigðir og tóku að éta. Það er rétt að taka það fram, að lækningameðferðin með sál- greiningu er auðveldari með því að nota þessi meðöl, þvi með þeim get.ur náðst nánara sam- band milli læknis og sjúklings, e-n þau geta ekki komið i stað hennar. Tveir þriðju sjúklinganna á geðveikarspítölum þjást af æsku- sljóleika, sem er algengasti geð- sjúkdómurinn og má segja að næstuin 1% af fólki geta átt á hættu að veikjast af honum. í nokkrum tilfelium er liægt að koma i veg fyrir sjúkdóminn i Völundarsmíö.... já.vissulega er flugvélarhreyfillinn völundarsmlö nútímans. Flugvélarhreyflar eru margir og margvíslegir, en einn ber þó höfuö og heröar yfir aöra um öryggi og endingu - ROLLS ROYCE DART hverfihreyfillinn, sem knyrViscount skriifujxitur Flugfélagsins. Hann er engum líkur! ICELÆNDAiFt VIKAN 27. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.