Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 44
byrjun, cn margir sjúklinganna hafa orðið að eyða því, sem eftir var ævinnar á geðveikraspítala. Þessir sjúklingar sýna algjöra truflun á hugsun og iiegðun. Eðlileg hugsanaröð er öll á ringli og framkoma þeirra og mál er öðrum óskiljanlegt. Eins og nafn- ið bendir til, geta sjúklingarnir orðið sljóir og útilokað sig al- gjörlega frá umhverfinu, en það er engin algild regla. Með nokíkrum dæmum er hægt að sýna hvernig þetta geðveika fólk talar. Einn sjúklingur kemst svo að orði, að „konungafæðing- ar séu eins og gluggar á vatni.“ Annar talar um „sherryglasið sem þvermál hálfmerkur“, eða ártal- ið er kallað „sixpenceútreikning- ur eftir eftirlaunasjóðnum." Það er algengt, að sjúklingun- um finnist að beint sé að þeim leynilegum geislum, t. d. frá út- varpi, stuttbylgjustöðvum og rad- arstöðvum, og margir — sér- staklega konur — finna kyn- ferðileg áhrif frá þeim. Oft ber á furðulegu tilfinningaleysi, t. d. missti sjúklingur einu 'sinni konn og fjögur börn í einu, án þess að það hefði nokkur áhrif á hann. Ástæðulaus reiðiköst og óskilj- anlegt liatur brýst oft fram hjá sjúklingunum. Ungur læknir á geðveikrahæli fébk fyrirvara- laust högg á augað hjá ungum kvensjúklingi, þegar hann ætlaði að mæla hjá henni blóðþrýsting- inn, og á sömu deild var kastað jurtapotti eftir konunni hans. Oft finnst sjúklingunum að þeir séu auðmenn, konungar eða keisarar og eru hamingjusamir í þeim stöðum, þó dagleg störf þeirra á spítalanum séu þau, að bursta skó. Eftir þvi sem lengra líður á sjúkdóminn verða þeir þó sljórri, og margir sjúklingar hafa legið hreyfingarlausir í rúminu í 10 eða 20 ár, áður en þeir deyja. í þvi ástandi neita þeir að nærast og verður þá að mata þá í gegn- um slöngu, sem leidd er gegnum nefið niður í vélindið. Það þékkist ekki nein aðferð, til að lækna sjúklinga, sem þjást af æskusljóleika. Það er aðallega reynt að láta ])á hafa nóg að gera. Þeir mega ekki liggja leng- ur en átta tíma í rúminu á sólar- hring, þeir eiga að vinna í aðra átta tíma og þegar þeir eiga frí, eru þeir látnir stunda ýmsa tóm- stundaiðju, t. d. dans, músik og leikfimi. Leikfimi er sérstaklega heppileg, ef líkur eru til að sjúk- lingurinn verði órólegur. Aðeins 1—2% af sjúklingunum eru lækn- aðir með insúlíni og þvi þá dælt inn í svo stórum skömmtum, að þeir missa meðvitund. Þeir, sem ekki fá af því fullan bata, verða oftast heilbrigðir nokkurn tíma á eftir. Sama gildir um raf- magnsmeðferðina, þar sem sjúkl- ingurinn er deyfður eða svæfður og gefið raflost á gagnaugun. Við þá sjúklinga, sem æstastir voru og óviðráðanlegastir, var að lok- um gripið til skurðlækninga og voru þá skornar sundur nokkr- ar taugagreinar í heilanum. Við það urðu sjúklingarnir friðsam- ari. Þannig var ástandið fyrir nokkrum árum síðan, þegar byrjað var að nota largactil og íeserpin. Largactil hefur áhrif á mið- stöð taugakerfisins og hefur greinileg róandi áhrif, án þess að verka svæfandi. Sjúklingar með æskusljóleika geta orðið ró- legir af því. Þeir þjást ekki lengur af ímyndunum, t. d. um hættu- lega geisla, þó þeir haldi enn að þeir séu fyrir hendi. Það er greinilegt að hugmyndir þeirra og hugarhurður verður ekki eins áberandi — hann hverfur ekki, en hefur ekki eins mikil áhrif á sjúklinginn og áður. Sjúkling- arnir verða yfirleitt vingjarn- legri og auðveldara verður við þá að eiga og það er almenn skoð- un geðveikralækna, að notkun largacitils hafi valdið algjörri byltingu á mörgum deildum sjúkrahúsanna. Töflurnar geta ekki læknað geðsjúkdóma, en þær verða til þess, að hægt er að flytja sjúkl- inga frá lokuðum deildum í nieira frjálsræði, og þær létta og hjálpa til við aðrar aðferðir. Largactil hefur því miður ekki áhrif á alla, en hjá nokkrum haldast áhrifin, þó hætt sé að taka töflurnar eftir nokkra mán- uði. Aðrir þurfa áð taka þær stöðugt. Largactil er eiturlyf, sem aðeins má taka eftir læ>kn- isráði. Reserpin (serpasil) hefur lík áhrif og largactil. Það er unnið úr rótum Rauwolfiaplöntunnar, sem vex i Indlandi, og befur ver- ið notað sem læknismeðal í Ind- landi í margar aldir við brjálað fólk og flogaveikt. En það var fyrst fyrir 20 árum, að indverk- ir vísindamenn fóru að hafa áhuga á jurtinni, og þá kom í ljós að úr rótinni var hægt að vinna meðal, sem lækkaði blóð- þrýsting. Lyfið barst svo til Evrópu og Ameríku, þar sem það hefur verið notað gegn of háum blóðþrýstingi. Það . var fyrst á síðari árum, að læknar á Vesturlöndum fóru að nota meðalið sem róandi lyf. 1953 og 54 var það reynt á 98 sjúklingum á einum geðveikra- spítala. Flestir sjúklinganna voru órólegir og nokkrir þeirra voru æstir æskusljóleikasjúklingar. Á 60%hafði lyfið ágæt eða sæmileg áhrif. 33% af sjúklingum, sem 1 lengri eða skemmri tima höfðu fengið rafmagnsmeðferð, gátu nú verið án hennar og fengu í stað- inn rescrpin og 7 útskrifuðust af sjúkrahúsinu. Beztur varð árangurinn hjá þjáðum og eirðarlausum sjúkling- um með ofsjónir. Ein kona, sem ávalt kvartaði yfir röddum, sem enginn heyrði nema hún, bað um töflurnar aftur, þegar hlé var gert á gjöf þeirra, því „þá trufla raddirnar mig ekki eins mikið.“ Gamall næturvörður á geðsjúkra- húsi, sagði að þar hefði allt breytt um svip. Reserpin er líka notað við taugaveiklað fólk, sérstaklega ef ]>að þjáist einnig af of háum blóð- þrýstingi. Það hefur líka haft góð áhrif á algengan geðsjúkdóm, en það er manio-depressive sál- sýkin. Það eru ekki eins margir slíkir sjúklingar á geðveikraspitölunum og þeir sem eru með æskusljó- leika. Það kemur til af því, að þessi sjúkdómur kemur í köstum og á milli eru sjúklingarnir venjulega svo heilbrigðir að þeir þurfa ekki að vera á sjúkrahúsi og geta stundað alla atvinnu. Þessi geðhrifasjúkdómur kemur eins og áður er sagt í bylgjum. Sjúklingarnir fá fleiri eða færri köst — stundum eru tímabil með þunglyndi (depression) og svo aftur önnur þegar skapið er ó- eðlilega gott (mani). í verstu til- fellunum getur það gengið þann- ig allt lífið að þetta tvennt skipt- ist á. En venjulega fá sjúkling- arnir þó aðeins nokkur köst og það geta eins vel aðeins verið þunglyndisköst. Þunglyndi er það, sem er mest áberandi hjá þessum sjúklingum. Þeir eru daufir og sorgbitnir. Tilveran virðist ])eim ömurleg og það, sem þeir höfðu áður ánægju af, hafa þeir ekki lengur áhuga á. Þeir eru meira að segja tilfinningalausir gagnvart ást- vinum sínum. Það erú dæmi um mæður, sem hafa drepið börnin sín, því að þær vildu ékki að þau lifðu í þessari hræðilegu veröld. Margir þessara sjúklinga hafa mikla sektarvitund. Það er þeirra sök að læknarnir á spítal- anum hafa of mikið að gera, þeir ásaka sjálfa sig fyrir að hafa einhvern tíma í bernsku kastað steini að ketti og það getur gafnvel gengið svo langt, að þeir kenna sjálfum sér um allar þjáningar í heiminum. Þessi ákafa sék|tarmeðyitund rekur sjúklingana oft út í sjálfs- niorð, eða þeim finnst, að þeir vcrði að fórna sér, til að bæta fyrir eittlivað, sem þeir hafi gert. Þessi þunglyndisköst standa venjulega i hálft ár — ef ekkert er gert við þcim. í þremur fjórðu af tilfellunum getur raflost orð- ið til þess, að þau standi ekki yfir nema nokkrar vikur. Hinir verða oft læknaðar með insúlin- meðferð. En ef þetta ástand helzt samt árum saman, er ráðlegt — sérstaklega ef um eldra fólk er að ræða — að taka úr sambandi taugagreinar í heilanum og gefur það oft varanlegan bata. Yið bjartsýnisköstin, manisku tilfellin, hefur árangurinn ekki orðið eins góður. Það var að- eins um helming sjúklinganna, sem tókst að lækna. En þar hafa töflurnar líka komið að góðum notum. Mini er mest selda bifreiðin í Englandi. Hefur framhjóladrif. Lipur og létt í akstri. Kraftmikil vél en þó spameytin. Er rúmgóð og gott útsýni. GARÐAR GÍSLASON H.F. Bifreiðaverzlun •— Sími 11506. 44 — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.