Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 45
Bjartsýnisköstin eru algjör mótsetning þunglyndiskastanna. Sjúkiingarnir eru kátir og bjart- sýnir. Þeir eru fullir af athafna- þrá og hafa ótal járn í eldinum. Þaö er einkennandi fyrir þá, aö jíeir hringja stanzlaust í síma og geta jafnvel gengið svo langt að eyða þúsundum króna í símtöl til útlanda. Oft er erfitt að fá þá til að leggjast inn á sjúkra- hús, ])ví þeim finnst þeir ekki vera veikir, þvert á móti, þeim heldur aldrei á ævi sinni liðið eins vel, segja þeir. Þess vegna er það oft nauðsynlegt að leggja þá inn með valdi, þvi annars gæti svo farið, að þeir eyddu fjármunum, sem þeir hafa ver- ið alla ævi að vinna fyrir.. Þeim finnst þeir geta allt og vera full- komnir, og getur það orðið að hreinu stórmennskubrjálæði. Sjúklingurinn þykist vera stór- kostlegur fjármálamaður og er í engum vandræðum með að græða næga peninga o. s. frv. Oft eru peningarnir enga stund að fara hjá þessum sjúklingum. Aldrei er Kodak litfilman nauðsynlegri en þegar teknar eru blómamyndir KODACHROME I! 15 DIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME 1G DIN HANS PETERSEN H.F. Sími 2-03-13 Bankastræti 4. Sjá bls. 33: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Það mun nokkurn veginn undantekningarlaus regla, að í afsölum eru ákvæði þess efnis, að hús sé selt í því ástandi, sem það nú er í og kaupandi hefur kynnt sér og sætt sig við. Þegar meta á það atriði, að kaupandi liafi kynnt sér ástand hússins, hefur ávallt verið litið svo á, að ekki bæri að taka þá yfirlýsingu of bókstaflega. f yfirlýsingunni felst það tvímæla- laust, að kaupandi hefur kynnt sér allt það, sem húsið snertir og almennur borgari getur og hefur aðstöðu til að kynnast við veniulega athugun. Nú er bygging húss svo margbrotin, að fullkomin könnun á ástandi þess verður ekki gerð, nema með ítarlegri rann- sókn fagmanna, og nægir þá sennilega ekki minna en hafa til staðar fulltrúa frá 5—6 iðngreinum, auk verkfræðings. Slík rannsókn fer eðlilega aldrei fram við eigendaskipti húsa. Ef nú gallar koma í ljós á húseign, sem ekki var unnt að sjá við athugun hins óbreytta borgara, er talað um leynda galla. Þrátt fyrir yfirlýsinguna um það, að kaupandi hafi kynnt sér ástandið og sætt sig við það, á hann rétt til bóta fyrir leynda galla, ef önnur efnisrök hníga til slíkrar bótagreiðslu. Deiluefni þeirra Jóns Jónssonar og Torfa Tryggvasonar er nokkuð sérstaks eðlis. Það er ekki leyndur galli, þótt járn vanti á þak. Við almenna athugun hefði járnleysið komið í ljós. Jón getur því ekki byggt mál sitt á reglunum um leynda galla, og vissulega getur hann sjálfum sér um kennt, hvernig kom- ið er. Hitt er annað mál, að framkoma Torfa verður talin ámælis- verð. Sérhvert hús, sem komið er af byggingaraldri, á að hafa járn eða annað slíkt efni til hlífðar úrkomu á þökum sínum. Torfa hefur vafalaust mátt vera ljóst, að Jón færi villur vegar um þetta atriði, og hefði hann því átt að upplýsa Jón um það. Greinilegast og eðlilegast hefði verið að geta þessa í afsalinu. Verður ekki annað séð, en Torfi hafi leynt mikil- vægu atriði við kaupin. í kauptilboði Jóns hefur verið gert ráð fyrir þakjárni. Það getur orkað tvímælis, hvort meta eigi hér meira þá yfirsjón Jóns, að gæta ekki að þakjárninu eða leynd Torfa í þessum efnum. Ekki kann ég neina dóma, þar sem úr hliðstæðu máli hefur verið leyst. Fremur hef ég tilhneigingu til að fallast á málstað Jóns og játa honum bótarétt. Ályktunarorð: SENNILEGA Á JÓN RÉTT TIL FÉBÓTA. J. P. E. ------------------ Einn maður leigði stórkostlega sýningu, sem haldin var nokkra stund i þeim bæ er hann bjó, undirskrifaði samning og hringdi í flestar stórborgir Evrópu til að koma lienni þar á fót. Annar keypti sjö bíla, tólf alklæðnaði og tólf kjóla á einum degi. Sá þriðji leigði sér stóra danshljóm- sveit, til að taka á móti konunni sinni í borðstofunni, þegar lnin kæmi heim frá því að verzla í bænum. Út af slíkum verzlunarviðskipt- um verða auðvitað oft vandræði, þegar farið er að krefjast greiðsl- un'nar og oft er lðigfræð'ihlið málsins eitt aðalvandamál geð- veikrasjúkrahúsanna. Þær töflur, scm eru notaðar við manisku tilfellin, innihalda efnið lithium. Prófessor E. Strömgren við geðveikrasjúkrahúsið i Árós- um, sem nýlega fékk 1% milljón danskra króna styrk frá Ford- sjóðnum til að ransaka þessi veik- indi, byrjaði með því að reyna lyfið á 48 sjúiklingum — 30 kon- um og 18 körlum. Það hafði áhrif á helming sjúklinganna, og meðal þeirra voru nokkrir, sem ekkert annað hafði dugað við. Margir þeirra liöfðu árum sainan verið æstir og móðursjúkir, en urðu nú skyndilega rólegir. Sum- ir þeirra sögðu að sér leiddist, og öðrum fannst töflurnar þvinga sig, en þrátt fyrir það voru þeir ánægðir. Litliiumaðferðin er betri en rafmagnsmeðferðin að þvi leyti, að það er hægt að halda sjúk- lingunum á vissu stigi með því að gefa þeim litinn skammt af lyfinu. Nokkrir eru meira að segja útskrifaðir með lítinn skammt af töflum með sér — en aðeins litinn skammt, ]>vi sjúklingarnir eiga að koma oft til læknisskoðunar. Hvers vegna verður fólk geð- veikt? Þessi spurning var nýlega lögð fyrir frægan geðveikralækni. Þessi maður, sem fengið liefur æðstu Iieiðursverðlaun fyrir rannsóknir sinar á orsökum geð- sjúkdóma, svaraði hreinskilnis- lega: „Ég hef ekki hugmynd um það“. Við ráðningu þessarrar gátu geta töflur við taugaveiklun og geðveiki einnig komið að notum. Það er ekki enn vitað hver álirif þær hafa á taugakerfið. Eitthvað eru þó málin að skýrast. Með þvi að gera tilraunir á sjálfum sér með eiturefnum, hafa visinda- menn nálgazt lausnina. Því hef- ur verið slegið föstu, að í heil- anum sé til efni, liormon, sem varnar ýmsum eiturefnum, sem finnast í náttúrunni, að komast að heilanum og framkalla þar geðveiki. Vanti þetta hormon, eiga eiturefnin greiðan aðgang að heilanum og valda truflun í hugsun. Það er álitið að reserpin- ið (serpasilið) gæti örvað þær frumur, sem framleiða þetta mikilvæga hormon. En enn er of fljótt að fullyrða nokkuð um þetta. En það er unnið af kappi við að finna orsakir geðsjúkdóma. En ef orsök sjúkdóma finnst, er venjulega hægt að koma í veg fyrir þá og lækna þá. Bílaprófun Vikunnar. Framhald af bls. 22. Miðstöðin er góð og stillingar á lienni einfaldar. Stjórntæki öll eru rétt við höndina; rofi fyrir þurrkurnar, inniljós, ökuljós og biðljós, miðstöðvarrofi, rúðu- sprauta og innsog. Stefnuljósarofi VIKAN 27. tw. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.