Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 47
LUX-sápan gerir hörund mitt svo dásamlega hreint”, segir hin fagra kvikmyndastjarna Georgia Moll. Fegurstu konur heims nota hina hreinu, mjúku LUX-sápu.—Konur eins og hin dáða Georgia Moll. “Mugsið vel um hörund yðar, eins og ég gcri”, segir Georgia. “Notið LUX-sápu, það er ekki til betra fcgrunarmeðal f heimi”. Með því að nota LUX-sápu daglega, verðið þér einnig þáttakandi f fegrunarleyndarmáli Georgiu Moll. LUX-sápan gefur yður kvikmyndastjörnu útlit, heilbrigða, heillandi fegurð, sem vekui^ eftirtekt hvarvetna. Notið ávallt uppáhaldssápu kvikmyndastjarnanna, LUX-SAPUNA. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota LUX-handsápu X-LTS 941/IC-6441 á sínum stað. Gírstöngin var í stýrinu á þeim bíl, sem ég reyndi, en kaupandi getur valið um, hvort hann vill heldur stýris- skiptingu eða gólfskiptingu. Ég myndi hiklaust velja gólfskipt- inguna, þvi hversu vel, sem stýr- isskipting vinnur, er gólfskipt- ingin alltaf liprari. Framsætin eru aðskildir stólar, færanlegir fram og aftur, prýði- legir í að sitja. Ef til vill finnst sumum, að bökin lialli ekki nóg, en mér finnst það kostur. Aftur í er bekkur, mjög þægilegeur fyrir þrjá, og bæði framsætin og aft- ursætin gefa góðan stuðning við lærin, með bólstruðum kanti fremst. Farangursrýmið er meðal- stórt, og gott að komast að því. Drifskaftsbungan í gólfinu er lægri, en maður gæti búizt við. Það er prýðilegt að aka þessum bil, hvort heldur er innanbæjar eða úti á vegum. Þó er það ágalli innanbæjar, að fyrsti girinn er ékki samstilltur. Það þýðir, að annað hvort verður maður að nema alveg staðar til þess að seija i fyrsta eða tvíkúpla, og það er erfitt að gera það vel á þessum bíl. Ráðlegging til þeirra, sem ætla að reyna það: Látið liða smástund, frá því að þið kúpluð- uð frá í seinna sinnið, þar til þið reynið að koma honum í gír- inn. Það er annars undarleg spar- semi hjá þessum bílafabrikkum, að vera að þverskallast við að synkrónisera alla gírana. Það fer vel um mann undir stýri, og það fer vel í hendi. Það vottar fyrir því, að bíllinn sé undirstýrður, en það þarf ekki mikla umhugsun. Ég er ekki al- veg viss um það, en mér fannst, að hann væri ékki alveg ónæmur fyrir hliðarvindi. Meðan ég er að tala um stýrið: Flautuhnapp- urinn er í miðju stýri upp á gamla mátann, og flautan er hljómmikil og skemmtileg. Vinnslan i A 60 er prýðileg. Að vísu var kveikjan í þeim sem ég prófaði of sein, en þrátt fyrir það varð honum aldrei orkuvant. Hann er líka mjög „flexible“ í öllum gírum — sem sagt: Mjög geðþeltkur bíll. Hann hefur bara sama galla og flestir aðrir: Hann er ekki miðaður við islenzka vegi. Fjöðr- unin er að vísu ágæt, fremur mjúk, en ekki rambandi, en það eru ekki nema 17 cm undir lægsta punkt, sem er þverbiti milli fram- hjólanna, framan við olíupönn- una, og mér sýndist, að hún væri ekkert hærra. Það er hætt við, að maður komi til nxeð að slétta úr malarhryggjum á islenzkum vegum með bitanum og jafna yfir mcð pönnunni. Ég tek það fram, og legg áhcrzlu a, að A 60 er alls eklíi eini billinn á markaðn- um, sem er undir þessa sömu sök seldur, en þvi lengri sem bíllinn er milli hjóla, er þessi igalli verri. Á litlum hílum, svo sem Austin Mini, Volkswagen og Simca 1000, svo aðeins séu tekin dæmi um litla híla, sem hafa svipaða hæð undir læksta punkt, er þetta ekki eins slæmur galli, því bíllinn tekur þeim mun meira i sig, sem hann er lengri. Ef hægt væri að auka þessa hæð, þótt ékki væri nerna upp i 20 cm, myndi ég mæla með A-60 við hvern sem væri, þvi það munar mikið um hvern sentimeter þegar liæð undir bíl er annars vegar. Þessi bíll er líka fáanlegur með BMC díselmótor, og eru þrír bil- ar þannig nú í leiguakstri á Hreyfli, og líkur fyrir að þeim fjölgi, því þeir virðast lika vel, þykja sterkir og liprir og neyzlu- grannir — og hvað viljið þið hafa það betra? sh Hnappurinn. Framhald af bls. 19. svo, sem Harriet væri í mömmu- leik í fúlustu alvöru. ÉG gekk yfir að stiganum. Maðuirnn fyrir framan málara- trönurnar sagði: „Ahhh!“ Hann var ekki að tala við mig. Hann var að tala við strigann sinn. Hljóðum skrefum gekk ég niður stigann. Niðri voru tvö svefnherbergi, það stærra fyrir framan og ann- að minna fyrir innan, en bað- herbergi á milli þeirra. Inni á baðherberginu lá raksett, og í slitið leðurhylkið voru greyptir upphafsstafirnir B.C. Ég gægð- ist í leðúrhylkið. Rakvélin var enn blaut eftir síðustu notkun. Það voru rennihurðir úr gleri í aðalsvefnherberginu, alveg eins og í herberginu fyrir ofan, og opnuðust þær út á stórar svalir. Eitt stórt rúm var í herberginu, og var alls konar kvenfatnaður snyrtilega samanbrotinn ofan á rúmteppinu. Veski úr slöngu- skinni lá ofan á snyrtiborðinu, og var á því gullspenna, eins og algengar eru í Mexico. Ég opnaði það, og fann rautt peningaveski, sem í voru stórir og smáir pen- ingaseðlar ásamt ökuskírteini Harriet Blackwell. Dyrnar neðan við stigann opn- uðust fyrir aftan mig. Ljóshærð stúlka í hvítum baðfötum og með dökk gleraugu birtist í dyrunum. Hún sá mig ekki fyrr en hún var VIKAN 27. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.