Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 48
JSili Sölubörn! Fyrir að selja 20 blöð af VIKUNNI fimm sinnum í röð eða 100 blöð alls í fjögur skipti, fáið þið í verðlaun: FERÐ TIL AKRANESS MEÐ M.S. AKRABORG Þetta verður spennandi sjóferð. Farið verður á sunnudegi, skoðað sig um á Akranesi og komið aftur með skipinu um kvöldið. komin inn, og hafði ég því tíma til þess að losa mig við veskið. „Hver eruð þér?“ spurði hún, og var auðséð, að henni varð hverft við. Það var ekki laust við, að mér yrði sjálfum hverft við. Þetta var heljarmikill kvenmaður. Þótt hún væri á flatbotnuðum strand- skóm, námu hulin augu hennar næstum því við sömu hæð og mín. Ég brosti inn í dökk gler- augun, og sagði henni sömu sög- una og ég sagði Damis. „Pabbi hefur aldrei leigt strandhúsið út áður.“ „Það lítur út fyrir að hann hafi skipt um skoðun í því máli.“ „Já, og ég veit hvers vegna.“ Hún var mjóróma, og virtist það enn meira áberandi, vegna þess hve stór hún var. „Af hverju?“ „Það kemur yður ekki við.“ Hún tætti af sér gleraugun, og afhjúpaði þannig skuggalegt SICILDAE SátyU'*c MEÐ Ú MYN DUM FÁST í NÆSTU VERZLUN. augnaráð. Ég sá nú af hverju faðir hennar var svo viss um, að enginn karlmaður gæti elskað hana af heilum hug og um lengri tíma. Hún var allt of lík honum sjálfum. Hún virtist vita þetta; ef til vill fór þessi vitneskja aldrei úr huga hennar. Hún bar silfurlakk- aða fingurna fyrir andlit sér, eins og til þess að lagfæra ljótleik- ann. Ég bað innilega afsökunar á því, að hafa ráðizt inn í híbýli hennar, og bætti við um leið í hljóði afsökun á þeirri stað- reynd, að hún var ekki falleg, og fór aftur upp. Unnusti hennar, ef hann þá var það, smurði blá- um lit á strigann með kíttisspaða. Hann var kófsveittur, og virtist sem í öðrum heimi. Ég stóð fyrir aftan hann, og fylgdist með þegar hann vann. Þetta var eitt af þeim málverk- um, sem aðeins málarinn sjálfur gat sagt til um hvenær var full- unnið. Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Heildarsvipur- inn var eins og dökkt ský; svart- ar hugsanir, þar sem einstaka ljós strik skáru sig úr eins og von eða ótti. Skyndilega lagði hann frá sér spaðann, steig aftur, og rakst á mig. Hann snéri sér eldsnöggt við, með hvössu augnaráði. Augnaráðið mildaðist, er ég horfðist í augu við hann. „Fyrirgefðu. Ég vissi ekki að þú værir þarna. Hvernig lízt þér á staðinn?“ „Mjög vel. Hvenær sögðuð þér að þér flyttuð út?“ „Ég veit það ekki fyrir víst. Það fer eftir ýmsu. Vinnusvipur- inn hvarf úr andliti hans fyrir áhyggjublæ. „Þú ætlar ekki að fá húsið fyrr en í ágúst hvort sem er.“ „Það gæti verið.“ Stúlkan mælti til okkar úr efstu tröppunni í stiganum. „Þér getið verið áhyggjulaus. Herra Damis flytur héðan út fyrir vikulokin.“ Hann snéri sér að henni með sjálfshæðnisbrosi. „Er þetta skip- un, fröken höfuðsmaður." „Auðvitað ekki, elskan mín. Ég gef aldrei skipanir. En þú manst hverjar fyrirætlanir okk- ar eru.“ Hún flýtti sér til hans, á sama hátt og barn flýtir sér til móður sinnar. „Þú ætlar ekki að segja mér að þú sért búinn að skipta um skoðun aftur?“ Áhyggjusvipurinn hafði nú breiðzt út frá augunum yfir allt andlitið. „Fyrirgefðu vinan. Ég á ekki gott með að taka ákvarð- anir þessa stundina, sérstaklega ekki þegar ég er að vinna. En allt er óbreytt." „Það er dósamlegt. Þú gerir mig svo hamingjusama.“ „Það er auðvelt að gera þig hamingjusama." „Þú veizt, að ég elska þig.“ Hún hallaði sér í áttina til hans, stærri en hann nú, þegar hún var komin á háa hæla, og kyssti hann á munninn. Hann stóð þarna, naut ástaratlota hennar, en hélt kámugum höndunum langt út frá fötum hennar. Hann leit farmhjá henni og á mig. Augu hans voru galopin, og frek- ar döpur. Þegar hún sleppti honum, sagði hann: „Var það nokkuð fleira, herra Archer?“ „Nei. Þakka yður fyrir. Ég kem aftur seinna.“ Harriet leit á mig, íhugandi. „Er nafn yðar Archer?" Ég staðfesti að svo væri, smeygði mér út og hugsaði með mér, hvort það hefði verið vitur- leg ráðstöfun að birtast í eigin persónu þarna í strandhúsinu. Rétt á eftir komst ég að raun um, að það hafði það ekki verið. Harriet kom hlaupandi á eftir mér, og hælar hennar smullu á malbikinu. „Þér komuð hingað til þess að njósna um okkur!“ hrópaði hún upp yfir sig. Hún þreif í handlegg mér og hristi hann ofsalega. Slöngu- skinnveskið hennar féll á jörð- ina á milli okkar. Ég tók það upp og rétti henni það, eins og til friðmælingar. Hún reif það af mér. „Pabbi réði yður til þess að stía mér og Burke í sundur, er það ekki? Ég hleraði það, þeg- ar hann hringdi í yður í gær.“ „Það virðist ekki vera áhættu- laust að tala í síma á yðar heim- ili.“ „Ég hlýt þó að hafa rétt til þess að bera hönd fyrir höfuð mér, þegar allir leggjast á eitt gegn mér.“ — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.