Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 49
„Faðir yður heldur að hann sé að bægja frá yður miður þægi- legum atburðum.“ „Já, vitanlega. Með því að reyna að eyðileggja það eina, sem getur gert mig verulega ham- ingjusama." Rödd hennar var loðin af geðshræringu. „Hann sagði, að hann myndi einskis svífast í að hindra giftingu yðar, ungfrú Blackwell." „Hvað er það þá, sem þér eruð að reyna að gera?“ „Grafa upp allt, sem ég get um fortíð Burke Darnis." „Til þess að pabbi geti notað það gegn honum?“ „Aðeins ef ég finn eitthvað, sem hægt er að nota gegn hon- um.“ „Er það yðar hugmynd?“ „Nei. Ég gerði Blackwell höf- uðsmanni það fyllilega ljóst, að ég tæki engan þátt í að útbúa fölsuð sönnunargögn, né útvega gögn, sem notuð yrðu til siðferð- islegrar fjárkúgunar. Ég vildi gjarna nota þetta tækifæri til þess að fullvissa yður um þetta líka.“ „Og þessu ætlizt þér til að ég trúi?“ „Og af hverju ekki? Ekki hef ég neitt upp á vin yðar að klaga, né yður sjálfa.“ Hún hallaði sér upp að hvítu grindverkinu, og virti mig fyrir sér, þegjandi. Fyrir aftan hana var tekið að falla að. Veltandi smáöldurnar teygðu sig lengra og lengra upp í fjöruborðið, og sendlingarnir léku sér í sandin- um. Það var eins og hún talaði við einhvern ósýnilegan trúnað- armann, mitt á milli mín og fugl- anna: „Getur verið, að maðurinn segi satt?“ „Það getur verið, og það er. Ég get sagt satt, og þess vegna geri ég það.“ Ekkert bros. Hún brosti aldrei. „Gerið þér yður grein fyrir, að þetta ástand er óþolandi?" „Það þarf alls ekki að vera það. Hafið þér kannski engan áhuga fyrir að kynnast fortíð unnusta yðar?“ „Ég veit allt, sem ég þarf að vita.“ „Og hvað er það?“ „Hann er dásamlegur maður, snillingur, og hann hefur þurft að þola margt. Nú, þegar hann er farinn að mála aftur, eru engin takmörk fyrir því, hvað hann getur náð langt. Mig langar til þess að hjálpa honum til að koma snilligáfu hans á framfæri.11 „Hvar lærði hann að mála?“ „Ég hef aldrei spurt hann að því.“ „Hve lengi hafið þér þekkt hann?“ „Nógu lengi.“ „Hve lengi?“ „Þrjár, fjórar vikur.“ „Og teljið þér það nógu langan tíma, til þess að taka ákvörðun um að giftast honum?“ „Ég hef fullan rétt til þess að giftast hverjum sem er. Ég er HUSGÖGN STERK OG STÍLHREIN KÓNISKT KRÓMAÐ PÓLERAÐ STÁL SENDUM i P ÓSTKRÖFU ELEKTROLUX UMBOÐIÐ LAUOAVEOW SIMI 36200 ekkert barn, og ekki Burke held- ur.“ „Ég geri mér fulla grein fyrir því. Að minnsta kosti er hann það ekki.“ „Ég er tuttugu og fjögurra,“ sagði hún, eins og í varnarskyni. „Og ég verð tuttugu og fimm í desember.“ „Og þá fáið þér í hendur pen- inga. Mikla peninga." „Pabbi hefur aldeilis gefið yð- ur alla sólarsöguna. En sennilega hefur hann þó sleppt nokkrum mikilvægum atriðum. Burke kærir sig ekkert um peninga. Hann fyrirlítur þá. Við ætlum til Evrópu eða Suður-Ameríku, og lifa þar fábrotnu lífi. Hann ætlar að vinna, ég ætla að hjálpa honum, og þannig verður okkar líf.“ Augu hennar tindruðu, dökk og fjarræn. „Ef ég héldi, að pening- ar ættu nokkurn tíma eftir að standa í vegi milli mín og manns- ins, sem ég elska, þá myndi ég hreinlega gefa þá.“ „Myndi Burke vilja það?“ „Helzt af öllu.“ „Hafið þér rætt þetta við hann?“ „Þetta, og allt annað. Við er- um mjög hreinskilin hvort við annað. „Þá getið þér ef til vill sagt mér hvaðan hann er, og svo framvegis?“ HANA setti hljóða í annað sinn. Hún iðaði óþolinmóðlega við grindverkið, rétt eins og ég væri búinn að króa hana af inni í horni. Leiftrið hvarf úr augum hennar. Þrátt fyrir tilraunir hennar til mótmæla, var þetta áhyggjufull stúlka. „Hvernig vinnur hann fyrir sér, ungfrú Blackwell?" „Hann hefur aldrei gert neitt annað en mála.“ „í Mexico?“ „Stundum." „Hve lengi hafði hann verið í Mexico, þegar þér hittuð hann fyrst?“ „Ég veit það ekki. Lengi.“ „Hvers vegna fór hann til Mexico?“ „Til þess að mála.“ Þetta var orðin endalaus hring- rás hjá okkur, hringrás, sem gaf engar upplýsingar. Ég sagði: „Við erum nú búin að tala saman góða stund, og enn hafið þér ekkert sagt mér, sem gæti hjálpað mér í sambandi við að upplýsa fortíð vinar yðar.“ „Ég hef ekkert verið að hnýsast í einkamál hans, og ætla mér ekki að gera það.“ „Sjáið nú til, ungfrú Black- well. Ég hef fullan skilning á löngun yðar til þess að losa yður úr viðjum fjölskyldunnar og byrja að lifa lífinu fyrir yður sjálfar. En finnst yður rétt að gana blindandi út í .. „Nú talið þér alveg eins og pabbi. Ég þoli ekki lengur allt þetta fólk, sem skiptir sér af öllu VIKAN 27. tbl. — 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.