Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 50
og er alltaf að segja mér hvað ég á að gera og ekki að gera.“ HÚN var orðin óþolinmóð. Líkami hennar vó salt á handrið- inu, þar sem hún hálfsat, og dinglaði vélrænt öðrum fætinum. Framhald í næsta blaði. Plötur og dansmúsík. Framhald af bls. 22. ekki að geta þess að hinar fást ennþá, þetta eru semsé lög en ekki hávaði. ,Tommy Roe: Susie Darlin' og Piddle de Pat. Ef ég vissi ekki að Tommy væri karlmannsnafn þá hefði ég haldið að það væri kvenmaður sem syngur á þess- ari plötu. Tommy reynir að end- urvekja hið gamalkunna Susie darlin' en tekst ekki. Hitt lagið er hins vegar fjörugt og skemmti- lega sungið. Á kórinn, sem að- stoðar sinn þátt í því að ó- gleymdri hljómsveitinni. HMV hljómplata úr Fálkanum. Ljóð úr Þokum. Framhald af bls. 11. Morkinkeðja og meinskapan Þótt leðjumegna lognist yfir þang og lastakögur grandi öllum lýð þá diínmir yfir, djúpið knýr í fang er deiglumergðin snapir ferskjugríð. En skorpin angan skirrir fyrir borð og skapanornir veitast enn í lok. Þá magnast slyddan, moldin ber á storð og mögur jarðar slítur undir kok. Þá birtist undir beljakanna hríð svo bylgjur sendast meirar ofan stall kynleg vipur, kuldavæn og blíð er kveinka sporði fyrir mannsins gall. Semingsótti syndir undir lönd og svertir jarðar kverkatök og bönd. Sirkilmynd Innundir sveimandi tröll- auknum tanngarði treðmjúkur hlaupandi post- ulans lijólbarði gengur í auðmjúkum stór- fiska stígvélum stoltur í gróandi freðnefja vígvélum. Hleypur í gamlandi sveim- hjóla sviðkjamma svitinn er linur í kvaplosa helramma. Brosandi stendur í sólskini samfara sefjandi gangráður alheims- ins hamfara. Hillist í banbænum glerbrot- um gleymskunnar grimmlyndur vargur í sam- tökum heimskunnar. Hvæsir hann geyst inn í flug- vélar fornaldar freðnegldar, samfelldar, hel- þrungnar, ótaldar. Tvö smáljóð um sýndar- mennsku og hroka I. Mér þætti gaman að vita hvað orð- ið hefur af tann- burstanum _ ? — ? — ? mínum. II. Þetta eru ekki góðar tvibökur. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? I*að cr alltaf sami lcikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heltir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn cr auðvitað Sælgætisgcrð- in Nóio Nafn Heimill Orkin er á bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: AÐALBJÖRG HELGADOTTIR, Vesturgötu 22, Reykjavík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. y Allir á hættu, austur gefur. * D-G-3 y 10-9-7-3 y D-4 * A-K-8-4 * K-10 y 8-2 y A-K-G-10-7-2 Jf. G-10-3 * 4-2 y K-6-5-4 + 8-3 Jf. D-9-6-5-2 * A-9-8-7-6-5 y A-D-G y 9-6-5 * 7 Austur. 1 tígull pass pass Suður Vestur 1 spaði pass 4 spaðar pass Norður 3 spaðar pass Útspil tígulátta. í spilinu í dag kemur fyrir varnarspilamennska, sem á er- lendu máli er kölluð „uppercut". Eflaust þekkja margir þetta orð frá hnefaleikum en þaðan hafa bridgesérfræðingarnir, sem upp- götvuðu þessa varnarspila- mennsku sótt það. f stað fræði- legrar útskýringar skulum við líta á ofangreint spil. Vestur spilaði út tíguláttu, blindur lét lágt og austur átti slaginn á tíuna. Hann tók nú tíg- ulásinn einnig. Suður hafði látið tígulfimm í fyrsta slaginn og tíg- ulníuna í annan. Austur vissi hins vegar að suð- ur hlaut að eiga tígulsexið eftir, því að með þrjú spil í tígli, hefði vestur spilað annað hvort út tíg- ulsexi eða tígulþristi. Nú var tígultvisti spilað og vestur „uppercuttaði" með spaða" fjarkanum. Þið sjáið, að austur spilaði viljandi tvistinum frekar en kóngnum. Hefði hann spilað kóngnum, var ekki víst að hann vildi láta vestur trompa í, heldur væri aðeins að spila sig út úr spilinu. Blindur varð að trompa með gosanum og þar með var austur kominn með trompslag. Þar eð sagnhafi gefur ávallt einn slag á hjarta, var hann einn nið- ur. Spaðagjarkinn reið bagga- muninn í þessu spili. gQ — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.