Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 51
í ALDARSPEGLI. Framhald af bls. 15. framkomu, sem kemur sér vel við opinberar móttökur. Ætla má, að þessi þrjú atriði hafi valdið miklu um rektorskjörið. Það er samdómur þeirra, sem til mála þekkja, að hin umfangs- miklu og glæsilegu hátíðarhöld í tilefni af fimmtíu ára afmæli Há- skóla íslands hafi farið fram á virðulegan og óaðfinnanlegan hátt. Má þetta fyrst og fremst þakka traustu starfi hins unga háskólarektors við undirbúning- inn, svo og smekklegri fram- göngu hans við hátíðarhöldin sjálf. Þeir, sem kvöddu Ármann Snævarr til rektorsstarfa í skammdeginu árið 1960, hljóta að hafa vitað, að hann myndi „bezt gefask, er mest liggr við“. í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. í ljós, auðveldara er að komast að bolta- og skrúfuhausum, og við- gerðin tekur styttri tíma, þar sem ekki þarf að moka frá þeim hlut- um, sem gera á við, loks er við- gerðin ánægjulegri fyrir þann er framkvæmir og jafnvel betur unnin. Það er allt annað en eftirsókn- arvert að liggja uppíloft undir bíl og finna hin ýmsu jarðvegs- sýnishorn blönduð feiti sáldrast yfir föt, andlit og hendur. Fyrir utan þetta hefur loft- ræstingu á verkstæðum víða ver- ið mjög ábótavant og oft næsta lítill áhugi fyrir sjálfsögðustu aðgerðum til þess að koma hinu eitraða afgasi benzínvélanna út fyrir dyr (þ. e. nota slöngur). Árangurinn hefur svo orðið sá að allmargir bifvélavirkjar hafa orðið kolsýringseitrun að bráð, og horfið úr starfi löngu áður en tímabært hefði verið. Margir hinna færustu bifvéla- virkja hafa einnig horfið að öðr- um störfum vegna þess að þau hafa gefið tiltölulega meiri tekj- ur og verið betur þökkuð. Eitt af þeim vandamálum, sem bifvélavirkjar hafa löngum glímt við, er varahlutaskorturinn, sem hefur valdið því að þurft hefur að „mixa“ hina ýmsu bílahluti með misjöfnum árangri, eins og gera má ráð fyrir, auk mikilla tímatafa og kostnaðarauka sem því er samfara. Þess eru mörg dæmi að heilir bílar hafa verið „mixaðir" upp. Geta allir séð hvílíkt glapræði slíkt er. Sérstak- lega hefur hinn taumlausi inn- flutningur allra mögulegra og ó- mögulegra bílategunda valdið erfiðleikum. Vegna hins mikla fjölda bíla- tegunda og gerða, er bifvélavirki mörg ár að öðlast alhliða þekk- ingu í fagi sínu. Til þess þarf mikinn lestur, verklegt nám og vakandi eftirtekt. Og segja má, með nokkrum sanni, að mun erf- iðara sé að ná leikni í þessari iðngrein en flestum öðrum. Sökum hinnar tilfinnanlegu vöntunar á bifvélavirkjum hafa verkstæðin orðið að ráða, að miklum meirihluta, óvana menn til bílaviðgerða, og það jafnvel svo að aðeins einn maður af 15— 20 hefur haft réttindi. Á slíku verkstæði hefur verkstjóri venju- lega haft nægilegt starf við mót- töku bíla og þar af leiðandi fátt um tæknilegar leiðbeiningar. Lengst af hefur tækja- og verk- færabúnaði verkstæðanna verið allmjög ófátt, enda hefur legið í því geysilegt fjármagn að fæst verkstæðin hefðu undir risið fullkomnun á því sviði, miðað við að taka hvaða bílategund sem er til hvaða viðgerðar sem er. Þess vegna hafa nú, til stórra bóta, risið upp verkstæði sem hafa sér- hæft sig í viðgerðum og stilling- um, og má þar til nefna hemla- viðgerðir á einum stað og mótor- og hjólastillingar á öðrum. Þetta hefur það í för með sér að tækjabúnaður verkstæðanna verður fullkomnari, en þó um leið einfaldari, auk þess sem verkkunnátta næst fljótar og auð- veldar, sem aftur kemur fram í betri þjónustu við bílaeigendur. En því miður er þessi þróun ekki nógu vel á veg komin, og mun þar valda mestu um skortur á sérfróðum mönnum. Þess vegna þurfum við nú, til þess að mæta sívaxandi við- gerðarþörf, meiri verkaskiptingu og fleiri fagmenn ásamt sérfræði- legum ráðunautum. B. I. HÁRKOLLUR. Framhald af bls. 21. eru hjá fyrirtækinu. Ef gera þarf hana sérstaklega, tekur það auðvitað eitthvað lengri tíma. Hægt er að senda eigið liár og láta gera liárkollu úr því. Það er auðvitað ómetan- legt fyrir konur, sem af ein- hverjum ástæðum hafa misst hárið, að geta fengið sér hár- kollur í heppilegum lit og réttri stærð, en hitt er líka orðið vinsælt — en dýrt — að gera sér það til tilbreytni og skemmtunar að ganga með heilar hárkollur. Það þarf ekki annað en líta á myndimar með þessari grein til þess að sjá þá möguleika, sem þá opnast. Það má segja að þeir séu ótakmarkaðir og óneitanlega töluvert freist- andi. Það er allt sama stúlk- an á myndunum, hvort sem þið trúið því eða ekki. Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stœrðir. — Leitið upplgsinga um uerð og greiðsluskilmála. H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Simar: 50022 - 50023 - 50322 Frystikistur, 2 stœrdir 1501 og 3001.— fyrir heimili, uerzlanir og ueitingahús. VIKAN 27. tbl. 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.