Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 4
HEILDSÖLUBIRGÐIR: PRJÓNASTOFA ÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR H.F. Ármúla 5. — Sími 38172. Þjónusta, eða hitt þó ... Kæri Póstur. Ég keypti mér nýjan bíl fyrir nokkrum mánuðum, sem raunar er ekki í frásögur færandi. En innifalið í verði bílsins var smá- vegis þjónusta, sem umboðið átti að sjá um. Eins og flestir vita, þarf að „yfirfara“ nýja bíla nokkrum sinnum með reglubundnu millibili, áður en þeir teljast færir í flestan sjó. Þetta tekur umboðið að sér að gera endurgjaldslaust. En nú bregður svo við, að þeg- ar ég þarf að senda bílinn minn í fyrstu „skoðunina", er allt upp- pantað á verkstæðinu, og verk- stæðisformaðurinn tjáir mér, að e. t. v. væri hægt að taka bílinn í skoðun eftir tæpa viku, en þá ekki nema að kvöldi til, og ef ég vilji fá bílinn skoðaðan að degi til, verði ég að bíða í svo sem hálfan mánuð. Sem sagt: ef ég myndi bíða allan þennan tíma og nota bíl- inn á meðan, væri næstum kom- inn tími fyrir næstu skoðun. Þess vegna spyr ég: Á ég ekki fullan rétt á því, að bíllinn minn sé tekinn í skoðun þegar í stað? Og er það ekki argasti dónaskap- ur að bjóða mér að skoða hann að kvöldi til? Ég vil hafa minn bil til afnota á kvöldin og ekkert múður. Ja, þetta finnst mér þjónusta, eða hitt þó heldur. Hvað segir þú um þetta? Bíleigandi. —-------Þú átt fullan rétt á því, að bíllinn sé tekinn í „skoðun“ eftir þann kílómetrafjölda, sem tilskilinn er. Þú ert búinn að borga fyrirfram fyrir þessa skoð- un, og umboðið verður að hliðra svo til, að billinn sé tekinn inn á verkstæðið þegar í stað — og ekkert múður og það að degi til. Kokkálaður? ... Kæri Vikupóstur! Ég er alveg í vandræðum þessa dagana. Það er út af kvenmanni, og kvenmannsvandræði eru alltaf leið viðureignar eins og þú veizt. Svo held ég það standi einhvers staðar að vegir ástarinnar séu ó- rannsakanlegir. Það er nefnilega svoleiðis, að ég var með stelpu eitt kvöld nýlega, sem ég er orð- inn anzi hrifinn af núna. Ég fylgdi henni heim, kyssti hana bless á tröppunum og allt svo- leiðis, og hélt að allt væri ókey. En í gær, — þetta er skrifað á sunnudegi, — fór ég út að skemmta mér með vinum mínum á stað, þar sem hún er alltaf á laugardagskvöldum. Ég var held- ur seinn í því, og fyrsta sem ég sá á gólfinu var einhver dóni með stúlkuna mína í fanginu. Hún blikkaði mig bara, en hélt áfram að daðra við gæjann allt kvöldið. Strákarnir voru alltaf að mana mig að fara og stinga undan honum, en þar sem ég er enginn Don Juan þorði ég aldrei að fara og bjóða henni upp. Þau voru eitthvað svo „happy“ þarna tvö saman. Endirinn á ævintýrinu varð sá, að ég drakk mig fullan og lét eins og asni fyrir utan húsið__um nóttina, þegar hún var að koma út með gæjanum. Svo elti ég þau blindfullur eftir öllum miðbæn- um og æpti að þeim ókvæðisorð- um. — Oh, það var hryllilegt. Hún kallaði mig asna og allt fram eftir götunum. Hún hefur aldrei séð mig fullan áður. Hvað á ég að gera til að ná henni eftir öll þessi ósköp, heldurðu að hún fyrirgefi mér nokkurntíma? Einn hryggbrotinn og timbraður. Svar: Þú hefur hagað þér eins og asni, því er ekki að neita, en ég held að þú ættir að láta timb- urmennina líða frá, áður en þú ferð að leita nýrra herbragða til að ná stúlkunni. Vertu ekkert að ganga á eftir stúlkukindinni. Þú skalt í mesta lagi bjóða henni upp með kæruleysissvip næst þegar þú hittir hana á balli. Nú, ef hún vill þig ekki þá, farðu þá á bar- inn og fáðu þér einn tvöfaldan nafna þinn og gleymdu henni og umfram allt náunganum, sem kokkálaði þig! Vinnuþrælkun ... Kæri Póstur. Það hefur verið mikið rætt og ritað um svokallaða „vinnu- þrælkun" unglinga. Naumast get ég sagt, að ég felli mig við það nafn, enda er reynsla mín af unglingavinnunni sú, að „þrælk- un“ getur sú vinna tæpast talizt, nema þá síður sé: mér liggur meira að segja við að halda, að húsbændurnir séu einum of væg- ^ — VIKAN 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.