Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 5
 ir við blessuð ungmennin, en það er nú annað mál. En það sem mig langar til að segja, er þetta: Úr því að ungl- ingarnir fást til að vinna þessa vinnu og verið er að hafa fyrir því að gefa þeim kaup fyrir vinnuna, væri þá ekki ráð að láta krakkana vinna mannsæm- andi vinnu í staðinn fyrir þetta bölvað kák? Sumt af því, sem krakkarnir eru látnir gera, er hreinasta kleppsvinna. Ekki vegna þess hve erfið vinnan er, síður en svo. Nei, það vill oft brenna við, að þessi vinna krakk- anna ber alls engan ávöxt. Þeir eru látnir puða við eitthvað, sem ekkert gagn er í, svo sem að tína saman steinhnullunga á melum og malarvegum. Þeir geta verið að dunda við þetta dögum sam- an, en auðvitað hafa þeir ekki erindi sem erfiði. Mér finnst það frumskilyrði, að öll þessi „þrælkun“ geri eitt- hvert gagn, úr því að hún er um- borin á annað borð. Það er því ekki óeðlilegt að fara fram á það, að krakkarnir sjái einhvern árangur af öllu þessu puði sínu. Ég efast ekki um, að finna mætti bæði skynsamlegri og skemmti- legri vinnu handa krökkunum. Krökkunum er miklu meiri full- næging í því að finna, að þeir séu að gera eitthvert gagn. Með þökk fyrir birtinguna. Faðir. Endaleysa ... Kæra Vika. Það er nú meiri árans enda- leysan, þessi saga af henni Júllu Jóns. Hún er alltaf að verða „skotin" og lenda í alls konar ástarævintýrum með hugguleg- um ungum mönnum, en maður er bara farinn að vita það fyrir- fram, að það verður aldrei neitt úr þessum ,,skotum“. Þetta er svo ergilegt, að ég er alveg að missa þolinmæðina. Það væri eitthvað nær að hafa stuttar sögur í sama stíl, en þá af mismunandi stúlkum, sem einhverntíma gætu þá fundið manninn við sitt hæfi. Ef ég væri Júlla, væri ég orð- in alveg gjörsamlega vonlaus um að eignast nokkurntíma eigin- mann. Bless, Stína. Ofnotkun ... Kæri Póstur. Viltu ekki benda þeim, sem til sín vilja taka, að notkun þol- myndar í íslenzku er allt annað en æskileg og oft beinlínis hjá- kátleg. Þessi ofnotkun þolmyndarinn- ar er vafalaust sótt í erlend mál, þar sem hún á oftar rétt á sér og hljómar ekki eins annarlega og í íslenzku. Dagblöðin gera sitt til þess að breiða þessa ofnotkun út, svo- sem: „í gærkveldi voru tveir réttindalausir piltar teknir af lögreglunni í Reykjavík ...“ Blaðamanninum, sem þessa klausu reit, láðist að geta þess, hver eða hverjir tóku þessa pilta af lögreglunni. Zebra. Teikning ... Kæra Vika! Mig langar til að spyrja þig að því, hvort sé nokkur skóli í Reykjavík, sem kennir auglýs- ingateiknun eða tízkuteiknun. Ég hef nefnilega mjög gaman af því að teikna og langar stundum til þess að læra það. Ég sendi þér að gamni nokkrar rissmynd- ir og langar að spyrja hvernig þér finnist þær._____________ Svo þakka ég þér kærlega fyr- ir allt skemmtilega lestrarefnið sem þú hefur flutt á síðasta ári, mér finnst þú alltaf vera að batna. Bless, Didda á Akureyri. — — — Myndimar eru alveg fyrirtak og lofa góðu. Ekki er mér kunnugt um neinn skóla í Reykjavík, þar sem kennd er einungis auglýsinga- eða tízku- teikning, en í Ilandíða- og Mynd- listaskólanum eru sérstök nám- skeið í þessum greinum, og legg ég eindregið til, að þú leitir þangað og þroskir þennan hæfi- leika þinn. Leiðrétting ... Mér hefur líklega orðið á í messunni. Það ku ekkert kosta að eiga ferðaútvarpstæki í við- bót við heimilistækið. Ég biðst hér með afsökunar á að hafa hrellt saklausan lesanda að ófyrirsynju. Vai unga fólksins - Heklubuxurnar - amerískt efni nyion nankin - vandaður frágangur. Betri buxur í leik og starfi ma* STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR - 5 VIKAN 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.