Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 8
Ágúst er hér staddur í mjólkurhúsinu ásamt ein- um sona sinna. Flóaáveitan var mesta mannvirki sinnar tegundar í álfunni á sinni tíð. Þetta er flóðgáttin, þar sem vatn- inu er veitt í Hvítá. ÍEG HEF OFT HAFT MIKIÐ AÐ — Gekkstu þá í hjónaband? ■— Nei. Það varð ekki fyrr en tíu árum seinna. Þangað til bjó.ég hér með fósturforeldrum mínum og svo var systir mín hér einnig; hún var alin upp hér líka eins og ég. — Svo kvæntist þú árið 1942. Er konan héðan úr sveitinni? — Nei. Konan mín, Ingveldur Ástgeirsdóttir, er frá Syðri-Hömr- um í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. — Og síðan hefur fjölskyldan stækkað? — Já. Hún hefur stækkað tölu- vert. Við eigum sextán börn. — Hvernig skiptist það milli kynja? — Strákarnir eru tólf en stúlk- urnar fjórar. — Og hvað er langt milli enda? — Það elzta er að verða tuttugu og eins — nær þó ekki að geta kos- ið — en sá yngsti er þriggja eða fjögra mánaða. — Er þetta allt heima? — Öll eiga þau heimili hér, en þau elztu eru svona tíma og tíma að heiman, við vinnu og í skólum. Núna er allt heima nema tveir strákar, sem eru að heiman í vinnu. — Hvenær snerirðu þér svo að stjórnmálum fyrir alvöru? — Það varð fyrir alvöru árið 1956. Þá fékk Framsóknarflokkur- inn mig til þess að vera í framboði hér, og síðan hef ég nú verið í þessu. Áður hafði ég staðið í ýmsum fé- lagsmálum hér innan hreppsins, eins og gerist og gengur. — Hvað varstu helzt með af fé- lagsstörfum ó þinni könnu? — Það var svona eins og gerist innan sveitarfélaga. Ég var kosinn í hreppsnefnd 1936 og hef svo verið oddviti frá 1950. — Þú hefur þá einhvern tíma þurft að taka til hendinni. — Ég hef oft haft mikið að gera, en það er nú farið að minnka. Strák- arnir mínir gera eiginlega allt, sem gera þarf hér heima við, svo ég þarf ekki svo mikið að skipta mér af daglegum störfum hér heima fyrir. Það var dálítið erfitt á timabili, meðan krakkarnir voru litlir. Við vorum bara svo heppin, að elztu krakkarnir voru róleg heima, og það létti svo miklu erfiði af okkur. Svo létti ég af mér ýmsu smásnatti innan sveitar, svo sem störfum skólanefndarformanns og slíku. En það er nú svo, þegar maður er kom- inn út í þessi félagsmál, þótt maður ætli að létta á sér með þau, er mað- ur bara settur í eitthvað annað í staðinn og kannski ekki betra. Þannig fór fyrir mér, þegar ég los- Framhald á bls. 33. g — VIKAN 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.