Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 35
undir að þjóta af stað á stund- inni, þegar neyðarkallið kæmi frá Adam. Einhverra hluta vegna var eins og allt hring- snerist í höfðinu á mér og það var eitthvað svo skrítið bragð af kaffinu. Ég las myndasögurn- ar og reyndi að leysa krossgát- una, en þá tóku stafirnir upp á þvi að dansa um alla blaðsið- una. Liklega var ég orðin tauga- óstyrk af allri þessari bið. KLUKKAN þrjú var barið að dyrum. Þegar ég lauk upp stóð Pétur fyrir utan. — Mér datt bara í hug að spyrjast fyrir um, hvernig Bakteríu-Bellu liði, sagði hann. — Á ég að ná í súpu- spón hingað upp, svo við getuin leikið soltinn ref meðan við biðum þess, að stálmaðurinn veikist? — Súpuspón? endurtók ég kjánalega. •—• Já, með ætisveppum. Og pylsu. Allt í einu fannst mér, að ef nokkuð væri til i þessum heimi, sem ég vildi fyrir hvern mun vera laus við, þá væri það súpa með svcppum og pylsu. — Pétur, sagði ég. Ég . . . ég . . . Svo hneig ég niður. Fyrst hélt ég hann væri orð- inn brjálaður. Hann lyfti mér upp og fór að bera mig um herbergið. — Bella, sagði hann. — Þú ert sjóðandi af sótthita. Liggðu kyrr, meðan ég sæki hann Jóa hingað. Eftir það man ég ekki neitt, nema sprautustungu, einhverjar töflur og glas af köldu vatni, sem ég skolaði þeim niður með, en Pétur hélt undir liöfuðið á mér á meðan. Þegar ég leit upp, sat Pétur í bezta hægindastólnum minum, sem ekki er beinlínis gerður fyrir svo háfættar manneskjur. — Hvað er klukkan? spurði ég þreytulega. — Mánudagur. Jói leit inn fyrir stundarkorni, og fullviss- aði mig um, að eftir nokkra daga værirðu orðin fær um að stökkva yfir einbýlishús. ■—• Þá mega þau vera litil. Hvers vegna ertu annars ekki við vinnu þina? — Ég bar það fyrir mig, að ég yrði að fara með seppa minn til dýralæknis. — Þakka þér fyrir lofsyrðin. — Þú getur reynt að rísa á fætur og laga þig svoiitið til, ef þér sýnist, meðan ég reyni að útbúa eitthvað ætilegt. Aldrei á ævi minni hef ég smakkað svo góða súpu. Þegar ég hafði gleypt í mig síðasta spóninn, spurði hann: — Á ég að liringja til stálmannsins þíns og biðja hann að koma til að halda í liöndina á þér? — Ég held þú sért ekki með ■öllum mjalla, svaraði ég. — Svona eins og ég er útlitandi. — Föl en falleg, sagði Pétur. — Þakka þér fyrir, þetta var vel að orði komizt. En við bíð- um þangað til á morgun. Daginn eftir hringdi ég til Adams. Þvi miður, því miður varð hann að mæta á afskaplega mikilvægri ráðstefnu, einmitt þetta kvöld. En hann lofaði að reyna að losna svo fljótt sem hann gæli og lcoma til að heilsa upp á mig. Hann huggaði mig með þvi að segjast ætla að senda mér gjöf í millitíðinni. Og gjöfin kom — nýtízku mál- verk sem hafði verið á síðustu sýningu hans. Uin liádegisbilið kom Jói með nellikuvönd og Pétur með fal- lega dægradvöl. — Hver þremillinn er nú þetta? spurði Pétur þegar hann rak sig á gjöf Adams. Nashyrn- ingur í hálfrökkri? — Þú liefur ekki auga fyrir list, svaraði ég ákveðin. — Jú, .það er einmitt það sem ég hel'. Sjáðu, ef ég sný lienni öfugt, verður myndin að diski með plómuhrauk. Jói varð að flýta sér aftur til sjúkrahússins, en Pétur varð eftir til að laga eitthvað handa mér að borða. — Ég þykist vita að stálmaðurinn sé á næstu grös- um, fyrst þú hefur bundið borða um hárið, sagði Pétur þegar liann kom inn með bakkann. — Hann ætlaði að reyna að koma, sagði ég og roðnaði. Pétur lagaði til i herberginu, lét nellikurnar frá Jóa i vasa við rúmið og lagaði hrúgu af plötum hjá plötuspilaranum. — Ég er að setja góðan svip á allt, sagði hann og úðaði margra dollara virði af dýra Kölnarvatninu mínu um alla stofuna. — Og nú laumast ég burt, svo litið ber á. Líklega hefur það verið tón- listinni að kenna, en um átta- leytið var ég gráti nær. Ég tók til við dægradvölina meðan ég beið eftir Adain. Klukkan hálf liu var ég nærri búin að raða saman öllu þakinu á húsmynd sjiilsins. Auðvitað hafði Adam ekki lofað fortakalaust að koma. Stundarfjórðungi síðar stakk Pétur höfðinu inn úr gættinni. — Lyfjabúðin mælti með rjóma- ís í súkkulaðisósu. Ég ætla bara að skilja liann eftir og liverfa svo þegjandi og hljóðalaust. — Ekki að tala um, svaraði ég. — Þú sezt hérna og lijálpar mér að finna bláan bút sem stendur heima hér við reykháf- inn á myndinni. DAGINN eftir gat ég farið á fætur, en hnén voru grútmátt- laus. ' Eigi að siður var ég ákveðin í að laga sjálf miðdegis- matnn. Pétur liafði þegar eytt alltof mildum tíma í mínar þarf- ir. Ég ætlaði að vera búin að borða þegar hann kæmi og láta hann fara undir eins aftur. Scnnilega hafði hann haft sam- vizkubit, vegna þess að liann átti eiginlega hugmyndina að göngu okkar í rigningunni. Skelfing fannst mér þessi dagur langur. Klukkan fimm fór ég fram i eldakompuna og bjó mér til eggjahræru. •—- Þakka þér fyrir að þú skyldir lita inn, Pétur, ætlaði ég að segja þegar hann kæmi. En nú er sjúklingurinn orðinn frár og fleygur. Síðan myndi hann fara leiðar sinnar. Ég gætti á klukkuna og ég gætti að eggjahrærunni. Þar næst hellti ég þvi siðarnefnda i vaskinn, fór inn í stofu og lagð- ist ujiji í sófann. Pétur kom og ég heilsaði hon- um með veiku brosi. — Held- urðu að þú getir komið niður svolitlum matarbita? spurði hann. -—• Ég skal reyna, svaraði ég hressilega. Þegar hann kom inn með bakkann, lá á honum einhver lítill jiakki í laglegum umbúð- um. Þetta leit helzt út fyrir að vera frá einhverjum skartgrijia- sala og ég opnaði það með eft- ir væntingu. Inni í bögglinum var — sardínudós. Það var sjálf- sagt þreytan sem olli þvi, að mér lá við að fara að háskæla. — Þetta er einmitt það sem ég hef alltaf þráð, sagði ég. — Þú skalt fá dós upji á livern einasta dag, meðan þú lifir, ef þú villt deila ævikjör- um með mér um alla framtið, sagði hann. — Ó, Pétur, sagði ég kjána- lega. Rétt í þessu hringdi síminn svo við tókumst á loft. Ég greij) tólið, svaraði og hlustaði. — Hvernig vildi það til? spurði ég. Já, ég skil það, en ég er fárveik sjálf og get ómögu- lega komið. — Þa ... það var Adam, sagði ég, svo barðist ég við grátinn og hláturinn samtímis. — Hann sneri á sér fótinn. Var að fara niður af barstól. Hann vildi að ég kæmi og hjálpaði sér. Svo gat ég ekki stillt mig leng- ur, en hnijiraði mig saman i sófanum og hló þangað til ég fór að gráta. Eða var það öfugt. Ég veit ekki vel, livort heldur var. Pétur sagði ósköp lágt: — Ertu þá viss um að þú viljir ekki fara til hans. Ég settist upp flötum beinum og horfði bara á hann. — Ég vil livorki vera lijúkrunarkona eða neitt annað hjá manni, sem hefur eina stúlku á mánudögum, aðra á föstudögum og þriðju á laugardöguin. Varaskeifa skal ég þó aldrei verða. Pétur liló af ánægju út að báðum eyrum. Rauði hárlubb- inn stóð út i allar áttir og svei mér ef hann var ekki álfalegur á svipinn. — Borðaðu nú súp- una, áður en hún verður köld, sagði hann. Ég bragðaði á lienni. — Er þetta ekki hænsnakjötsseyði með hrisgrjónum? sjiurði ég efa- biandinn. — Að minnsta kosti stóð það á miðanum. Ég fann dósina inni í búri hjá þér. Ég leit til hans ásökunaraug- um. — Ég hef nú aldrei lieyrt annað eins. Hér liefur þú verið að gæða mér á minum eigin matföngum . . . — Ekki voru sardínurnar frá þér, svaraði hann. Og þá gaf ég honum með hlýjum vörum minum, nokkrar milljónir af infhiensubakteríum i staðinn. Það leit út fyrir að vera hið bezta sem liægt væri að gefa honum. J. B. Ungfru yndisfrið býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ö A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf sami leikurinn í hénni Ynd- isfríð nkkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin cru stór kon- fcktkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn cr auðvitað S.Telgætisgcrð- in Nóio Nafn Ilcimili Örkin cr á bls. Síðast cr dregið var hlaut verðlaunin: REGÍNA ÚLFARSDÓTTIR, Álafossi. Vinninganna má vitja á skrifstofv Vikunnar. VIKAN 28. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.