Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 39
Sjón er sögu ríkari-þér hafið aldrei séð hvitt Ifn jafn hvítt. Aldrei séð litina jafn skæra. Reynið sjálf og sannfærizt. OMO sþarar þvottaefniá OMO er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notið minna magn, er OMO notadrýgra. Reynið sjálf og sannfærizt! hvílasta bvottinum! verður gerð hér, verða grafin göng úr vatninu yfir að Hvítá og virkjunin gerð þarna, sem þið sjáið moldarbarðið. Þá næst um það bil 16 metra fallhæð. — Flatlendið hérna — hann bendir á mikið undirlendi á nesi fram í ána gegnt Kiðjabergi, — heitir Brúnastaðanes. Það n.ætti rækta það allt án þess að taka hendurnar úr vösunum, sem maður segir. Við horfðum um stund út yfir nesið. Þar væri fallegt, ef það væri allt orðið ein samfelld gras- breiða. Ágúst sneri jeppanum við og ók aftur í áttina heim að bæ. — Nú skulum við skreppa austur að flóðgáttinni. Rétt neðan við túnhliðið beygði hann út af afleggjaranum til austurs og fylgdi slóð yfir móa- börðin. Til hægri handar var hlaðin rétt. — Hérna er dregið sundur á haustin, sagði hann. — Þá er hér margt um manninn og mikið af börnum. Þessa leið, hérna austur að flóðgáttinni, urðum við að fara með alla aðdrætti, áður en við fengum brúna á áveituskurðinn þarna niðri á afleggjaranum. Það stóð lengi í stappi að fá hana. Þegar skurðurinn var grafinn, krafðist fóstri minn þess, að það yrði gerð brú á hann, og bauðst til þess að láta skaðabótakröf- urnar niður falla, ef brúin yrði gerð. Stjórn áveitufélagsins hafn- -aði því og vildi heldur borga skaðabætur, því skurðurinn fór gegn um landið hjá okkur og olli okkur talsverðum óþægindum. Til dæmi^ þeim, að þurfa alltaf að krækja hingað austur eftir þegar við fórum heim eða heiman. Við áttum væna landsspildu hér fyrir austan áveituna, en eftir að skurðurinn var kominn, seldi fóstri minn það land fyrir 3000 krónur, sem þótti mikill peningur þá. Ég hálf sé nú eftir því landi núna. Meðan Ágúst sagði okkur frá þessu, hossaðist jeppinn austur á flatirnar, þar sem sonur hans var að plægja með nýjum Inter- national traktor. Ágúst fræddi okkur á því, að þetta hétu Brúnastaðaflatir, og hér hefði fénu verið áð, þegar rekið var á fjall, áður en farið var að flytja það á bílum. Nú var verið að breyta þessum flötum í rennislétt tún. Við renndum á jeppanum þvert yfir plógstrengina og áfram að flóðgáttinni. Áveituskurðurinn er með háum uppruddum bökkum og það var talsverður straumur í honum. Flóðgáttin sjálf er steinsteypt mannvirki með sex lokum hvorum megin. Og Ágúst sagði okkur tildrögin að Flóa- áveitunni í stórum dráttum: Það var á árunum kringum 1920, þegar tún voru lítil í Fló- anum og heyskapur byggðist mest á útengjum, að bændurnir í Flóanum komu sér saman um að gera áveitu, til þess að auka sprettuna á engjunum. Þegar áin ruddi sig komu oft flóð, sem iögðust yfir landið í kring, meðal annars sagði Ágúst, að lautirnar kring um húsið hans hefðu nokkrum sinnum fyllzt í flóðum. En bændurnir komu sér saman um að hlaða fyrir ána þar sem hún flæddi helzt og veita henni skipulega á engjarnar. Það var hafizt handa og fengin til þess stórvirk grafa, miklu stórvirkari en þær, sem nú tíðkast. Hún rann á spori, gróf á undan sér og rann yfir skurðinn. Við hann unnu 5—6 menn á vakt, en unnið var dag og nótt. Áveitan var fullgerð árið 1930, en fyrst mun hafa ver- ið veitt á 1926. Þá var hún eitt mesta mann- virki sinnar tegundar í Evrópu, og vakti töluverða athygli. Meðal annars sagði Guðbrandur Jóns- son, prófessor, frá því, að er hann hitti páfann suður í Róm, tók páfinn þegar að spyrja hann út úr um flóaáveituna. Þegar Krist- ján konungur X. og Alexandra komu hingað árið 1926 fóru þau alla leið austur að áveitu til þess að skoða hana. En grafan? Jú, hún stóð þarna á skurðinum í mörg ár en var svo tætt niður í brotajárn fyrir nokkrum árum. Við snerum við frá flóðgáttinni og ókum aftur sömu leið og við komum. Að þessu sinni var ferð- inni heitið út á fjárhúshól, — sem reyndar heitir Brúnastaða- holt. Þar, suð-vestan í móti í brattri brekku, þar sem sól er og logn, á Ágúst sinn trjálund. Hann byrjaði þar fyrir nokkr- um árum að planta út trjám. En fönnin hefur farið illa með ný- græðinginn. Hann hafði ekki komið þar áður í vor, og nú var aðkoman þannig, að fönnin hefur sligað og brotið hluta af plönt- unum. Þarna gæti orðið skemmti- legur lundur, ef hann fengi að vaxa í friði. -—■ Ég neyðist senni- lega til að færa þetta, sagði Ágúst, um leið og hann hirti litla hríslu, sem veturinn hafði brotið af rót sinni. Við fórum aftur heim og geng- um í gegn um útihúsin. Svört kind kom á eftir okkur, þegar Ágúst opnaði fjósdyrnar, og krafðist inngöngu. — Hún er vön að fá að sleikja úr mjöldöllunum kúnna, sagði Ágúst, og hún und- irstrikaði orð hans með því að fara beint þangað, sem mjöldall- arnir voru geymdir. Henni gazt samt ekki að ókunnugum og jarmaði, þegar við komum í dyrnar til hennar. í fjósinu ríkti þessi værðarlega VIKAN 28. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.