Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 47
rann það upp fyrir Goforth að hann niyndi engu tapa vi'ð að segja Marshall frá áhyggjum sinum. Marshall var eldri í raun og veru; e. t. v. gæti hann gefið honum góð ráð. Og síðan hóf Goforth að tala um veikindi sín, liinn hæggenga liata, og hversu hann væri mót- fallinri að vinna með sama hrað- anum og ákafanum og áður, jafn- vel þetta óskiljanlega hjá honum, að láta starfsfólkinu í té of mikla ábyrgð — og það sem undarlegast var af öllu, hversu alveg sama honum var um það allt. Marshall hlustaði með athygli, og kinkaði kolli i þögulum skiln- ingi, eins og hann hefði heyrt tugi svipaðra frásagna. Að lokum liafði Goforth sagt allt sem honum lá á hjarta. Hann horfði með dálitilli undrun á Marshall. „Jæja“, sagði Marshall rólega, „svo þér finnst viðskiptalifið ekki eins spennandi og það var áður“. Það fór í taugarnar á Goforth hversu mjög sami kcimurinn var af samræðum Marshalls og fyrr, þegar þeir töluðu saman. „Nei“, svaraði hann stuttlega. Marshall leit skarplega, en um leið glaðlega við Goforth. Hann virtist jafnvel sigri hrósandi, og Goforth sá eftir að hafa sagt honum nokkuð. Þá hallaði Mars- hall sér áfram og sagði: „Ifvað myndirðu segja, ef þér væri boðin innganga i siglinga- klúbbinn?“ Gofortli starði á hann: „Mein- arðu þetta?“ „Fullkomlega". Nú var komið að Goforth að vera ánægður. „Sjáðu, ef þú hefð- ir stungið upp á þessu fyrir tveimur árum hefði ég stokkið upp í loft, en núna . . .“ „Já?“ Marshall virtist alls ekki verða hissa. „En núna virðist það ekki hafa neitt að segja fyrir mig. Þetta er ekki sagt af ókurteisi, mundu þa,“. „Ég skil þig fullkomlega". „Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn við þig, mér er ná- kvæmlega sama“. Marshall brosti. „Fyrirtak! sagði hann. „Það er nákvæmlega ]>að, sem gerir þig hæfan fyrir klúbbinn.“ Hann veifaði til Go- forths eins og samsærismaður. „Við erum allir með sams konar hugsunarhátt. Við þjáumst allir af þessum sama sjúkdómi.“ „En ég er frískur núna.“ Marshall liló með sjálfum sér. „Það segja læknarnir. En þú veizt það hezt sjálfur, ekki satt?“ Hann hló. „Eina lækningin er að fylgja eftir meðþjáninga- hræðrum sinum ... Siglinga- klúbbnum.“ Hann hélt áfram að tala um siglingaklúbbinn. Flest af því hafði Goforth þegar heyrt áður. Meðlimirnir voru sextán, nógu margir til þess að geta verið á- liöfn á skemmtisiglingaskipi klúbbsins á hinum árlegu sumar- ferðum þess. Einn af þessum sextán var nýlega dáinn og Go- forth myndi ])egar i stað verða útnefndur til þess að fylla upp auða rúmið. Goforth hlustaði kurteislega en hann hafði vissan fyrirvara. Marshall sagði honum ekki ná- kvæmlega hvað klúbburinn gerði á þessum siglingum sínum, og iGoforth samþykkti hálf þyngsla- lega að það væri ekki þess virði að ræða um. Að öllum líkindum drykkju meðlimirnir of mikið og syngju gamla skólasöngva — varla hægt að segja að það væri öfundsverð samkunda. Marshall truflaði liugsanir hans. „Ég lofa þér einu“, sagði hann, alvarlegur i bragði. „Þér mun ekki leiðast.“ Það var cinhver sérstök ákefð í röddinni; Goforth furðaði sig á iþvi, siðan yppti hann öxlum og hætti að hugsa um það. Hvers vegna ekki? IJann andvarpaði og brosti: „Allt i lagi. Auðvitað er mér mikill heiður að þessu, Marsall“. Siglingaferðin var ákveðin síðast í júlí. Kvöldið áður ók Marshall Goforth langt út með ströndinni til býlis eins af með- limunum, sem geymdi skipið í sinni eigin einkahöfn. Þegar þeir konm þangað voru allir hinir komnir, og Goforth eins og vera bar var kynntur sem nýr með- limur. Iiann þekkti þá alla þegar, annað hvort sem kunningja eða af umtali. Þetta voru margir mjjg voldugir menn og miklu frægari en fyrirtækin eða bank- arnir, sem þeir veittu forstöðu. Það voru nokkrir valdaminni en Gofortli, en enginn fyrir neðan Goforth i virðingu, og enginn var þar sem ekki átti lieima þar. Hann var ánægður við að kom- ast að raun um, að allir höfðu þeir barizt við að koma sér á- fram gegnum samkeppnisárin, al- veg eins og hann hafði gert, og svo, eftir þvl sem fór að líða á kvöldið ikomst hann einnig að annarri staðreynd — að enginn þessara manna hafði áunnið sér nolckuð sérstakt síðastliðin ár. Hann varð svolitið ánægðari við að komast að þessu. Ef einliver skringileg þreyta var fallin yfir hann, þá var þessu einuig þaun- ig varið með þá. Marshall hafði augsýnilega haft rétt fyrir sér. Hann var meðal þjáningar- bræðra. Þessi hugsun gladdi hann og fjörgaði og hann gekk léttari skrefum frá hópi til hóps masandi með eins miklu sjálfs- öryggi eins og hann hefði verið meðlimur klúbbsins í fleiri ár. Honum hafði þegar verið sagt, að skipið væri tilbúið og að hóp- urinn myndi sigla af stað fyrir sólarupprás næsta dag, og þess vegna varð hann ekki undrandi þegar gestgjafinn, risastór gam- all maður, kallaður kennarinn, stakk upp á kl. 9 að þeir skildu hvíla sig. „Hefur nýi meðlimurinn skráð sig?“ spurði einhver. „Ekki ennþá,“ sagði kennarinn. Hann benti til Goforth með stórri, hárlausri hendi. „Þessa leið, vinur minn,“ sagði hann. Hann leiddi Goforth inn i samliggjandi herbergi með nokkrum hinna fylgjandi á eftir, og eftir að hafa opnað peningaskáp i vegg dró hann þaðan út stórt, svart rit, sem var svo ellisnjáð orðið að nokkuð af bandinu hékk i flygsum. Hann lagði ritið á borðið, fletti # Ljúffengasti mjólkúrrétturiun NOUGAT# #####"# ####### VANILLU SÚKKULAÐI ##### ####### ÁVAXTA gegnum það og kallaði að lokum á Goforth yfir að borðinu og rétti honum penna. Goforth tók eftir, að gamli maðurinn hafði lagt dökkt bréfspjald yfir efri hluta síðunnar: nöfnin, sem stóðu fyrir neðan voru nöfn hinna klúbb- meðlimanna. „Skrifaðu nafn þitt undir lög- in, sjómaður,“ sagði kennarinn hrjúflcga, stæling á gamaldags skipstjóra. iGoforth glotti og beygði sig yfir blaðið, þó að liann á samri stundu fyndi til þráa við að undirrita eitthvað, sem hann ekki væri búinn að kynna sér áður. Hann leit á andlitin í kringum sig. Rödd bak við hann sagði: „Þú getur lesið þetta allt, ef þú vilt —- eftir sjóferðina." Það var um ekkert annað að gera en að skrifa undir, svo hann skrifaði nafn sitt stórum stöfum og miklu útflúri og sneri sér síð- an til að taka í hendurnar sem voru útréttar að honum. „Vel gert,“ sagði einhver. Síðan þyrpt- ust þeir allir kringum bókina til að skrifa uppliafsstafi sina við nafn hans sem vottar, og Kennarinn stakk upp á, að þeir skáluðu við nýja mcðliminn i koníaki, sem þeir gerðu kátir í bragði og fóru siðan til hvilu. Goforth fannst með sjálfum sér að athöfnin öll hefði verði hálf unggæðisleg, en samt yljaði hún honum og fyllti hann vinatilfinn- ingu. Velmegunartilfinning hans ent- ist til næsta morguns, þegar hann var vakinn fyrir sólarupprás og i flýti klæddi sig, til að taka þátt í morgunverðinum ineð hinum. Það var ennþá dimmt, þegar þeir fóru niður til skips, hver um sig berandi sinn sjópoka. Þegar Goforth liafði klifrað um borð gat hann greint á fram- stafni skipsins nafn málað með livítum stöfum. Frelsið IV. Þar sem hann hafði reynzlu að baki sér, var honum fenginn starfi uppi á deklki, og þegar liann hóf störf við hlið hinna við að draga upp seglin skynjaði hann, að framkoma klúbbfélaganna var breytt. Klúbburinn hafði orð á sér fyrir að vera tilviljunarkenndur, og svo sannarlega höfðu klúbb- meðlimirnir kvöldið áður virzt i meira lagi áhugalausir, en þetta var breytt núna. Sérhver mað- ur framkvæmdi verk sitt fljótt og örugglega með miklum alvöru- svip og án þess að láta nokkra hreyfingu fara til ónýtis, svo að á skömmum tima var „Frelsið fjórða“ komið á fleygiferð með þöndum seglum í austurátt fram með ströndinni í áttina að hinni risandi sól. Goforth var undr- andi og ánægður. Það var sjó- mennskuandi og reglusemi um borð í þeessu skipi, og hann dró ánægður í bragði til baka þá imyndun sina, að þeir hefðu ekkert annað fyrir stafni á þess- um ferðum sínum en að spila og drekka. Ánægður í bragði ráfaði hann í hægðum sinum um skipið og athugaði allt, sem fyrir augun bar. Allt var i röð og reglu, bæði uppi á dekki og undir þiljum, i svefnsalnum og lestinni. „Kenn- arinn, sem virtist vara skipstjór- inn, hafði smákáetu fremst og hún var einnig afar snyrtileg og vel frá gengin. Goforth stakk hausnum inn til að dást að henni. „Kennari" var ekki þar, en augnabliki síðar kom hann inn um mjóar dyr fremst á búlkan- VIKAN 28. tbl. — 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.