Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 49
vinna eið að því, að verkið væri ekki unnið í hefndarhug. Hann fékk 100 ríkisbankadali fyrir starf sitt, en það var mjög há fjárfúlga á þeim tímum. Ekki naut Guðmundur þó fjárins, því að hann gaf féð til fátækra í Kirkjuhvammshreppi. — Sumir hafa talið, að orsökin til þess- arar rausnarlegu gjafar hafi ver- ið sú, að Guðmundur hafi orðið þess var, að menn hefði ímugust á sér eftir aftökurnar og því vilj- að losna við „blóðpeningana", en skuggi böðulsaxarinnar hafi fylgt honum til æviloka. Björn Sigfússon, alþingismaður frá Kornsá (dáinn 1932), telur hins vegar, að vegur Guðmundar heima í héraði hafi verið góður. Segir Björn, að Guðmundur hafi verið góður og velefnaður bóndi, hjálpsamur við nágranna sína, kirkjurækinn og í alla staði til fyrirmyndar. Guðmundur Ketils- son varð 67 ára að aldri, og mundi Björn því vel eftir honum í æsku sinni. Hann ritaði um Guðmund í Almanak hins ís- lenzka þjóðvinafélags 1929. Þótt síðustu aftökur hafi farið fram hér á landi árið 1830, voru dauðadómar kveðnir upp eftir þann tíma, en jafnan breytt í lífstíðarfangelsi. Síðasti dauðadómurinn sam- kvæmt íslenzkum lögum var kveðinn upp 14. apríl 1893 (hæstaréttardómurinn). Var þá þingeyskur maður að nafni J dæmdur til dauða vegna morðs á vanfærri unnustu sinni í Svart- árkoti í Bárðardal hinn 13. sept- ember 1891. Héraðsdómarinn, Benedikt Sveinsson (faðir Einars Benediktssonar, skálds), dæmdi J til dauða. Sýslumanni urðu nokkur afglöp á í meðferð máls- ins, því að tvívegis vísaði Land- yfirrétturinn málinu heim í hér- að. í fyrra skiptið hafði sýslu- maður einn lagt dóm á málið, en honum bar samkvæmt þágildandi lagafyrirmælum að útnefna fjóra meðdómsmenn til að dæma málið ásamt hinum reglulega dómara. Sýslumaður kippti þessu í lag og útnefndi meðdómsmennina, og dæmdu þeir allir J til dauða. En yfirrétturinn vísaði málinu enn á ný heim í hérað til löglegr- ar dómsálagningar vegna þess, að sýslumanni hafði láðst að eið- festa meðdómsmennina. Loks varð þó J löglega til dauða dæmd" ur í héraði. Sá dómur var stað- festur í Landsyfirréttinum og síðan af Hæstarétti Danmerkur. Þessum líflátsdómi breytti kon- ungur í lífstíðarfangelsi. J var 21 árs að aldri, er hann framdi morðið. Eftir að hafa afplánað um 16 ár af fangelsisvistinni, var hann náðaður, og lifði hann í 40 ár eftir það, því að hann andaðist á árinu 1947. Eins og áður hefur verið tekið fram, voru dauðarefsingar numd- ar úr lögum hér á landi árið 1928. Það er athyglisvert, að frum- kvæðið í þeim efnum kom ekki frá ríkisvaldinu. Dómsmálaráð- herra lagði fyrir Alþingi 1928 frumvarp til nokkurra breytinga á hegningarlögunum frá 1869. Voru sumar breytingarnar all- mikilvægar og í anda nýrri skoð- ana í refsifræðum. í meðförum þingsins á þessu stjórnarfrum- varpi flutti Sigurður Eggerz, þá þingmaður Dalamanna, fram breytingartillögu við frumvarp stjórnarinnar þess efnið, að fram- an við það bættist ný grein svo- látandi: „Líflátshegning er úr lögum numin ...“ Var þessi til- laga Sigurðar Eggerz samþykkt samhljóða í báðum deildum Al- þingis. —O— Þess var áður getið, að Norð- urlöndin öll hafa numið dauða- refsingu úr lögum sínum fyrir alllöngu, og nú er slík refsing hvergi í lögum í norrænum rétti. Þó var það svo, að bæði Norð- menn og Danir beittu dauðarefs- ingum varðandi þá menn, sem studdu og unnu með þýzka inn- rásarhernum á ákveðinn hátt á síðustu styrjaldartímum. Á þessu atriði höfðu menn mis- jafnar skoðanir í þessum löndum, einkum þó í Danmörku. Það er grundvallarregla refsiréttarins, að hegningarlög mega ekki virka aftur fyrir sig, ef ákvæði hinna nýju laga hafa að geyma strang- ari refsingu, en áður var í gildi. Á fræðimáli hljóðar reglan þann- ig: Enginn glæpur án laga. Eng- in refsing án laga (Nullum crimen sine lege — Nulla poena sine lege). f þessum fræðisetningum felst, að verknaður er refsilaus, ef hegning er ekki við honum lögð í lögum á þeim tíma, er verkn- aðurinn var framinn, enda þótt hann kunni síðar að verða gerð- ur refsiverður. Af þessu leiðir einnig, að þótt verknaðurinn hafi að vísu verið refsiverður, en refs- ing gerð þyngri með lögum eftir framkvæmd verknaðarins, þá verður að dæma eftir þeim lög- um, sem í gildi voru, þegar af- brotið átti sér stað. í Danmörku var ekki í gildi dauðarefsing á stríðsárunum. Slík lög voru fyrst sett eftir uppgjöf Þjóðverja, en áður en dómar gengu í málum stríðsafbrotamanna. Samkvæmt áðurnefndri grund- vallarreglu refsiréttarins hefði ekki í þessum tilvikum verið heimilt að dæma hinum ákærðu mönnum dauðarefsingu. Sérfræð- inganefnd lögfræðinga, sem danska þingið kaus til álitsgerðar um málið klofnaði. Meirihlutinn taldi heimilt að beita hinum ný- settu lögum í þessum tilfellum. Þessi meirihluti kvaðst þó bera fullkomna virðingu fyrir grund- vallarsetningunni: Engin refsing án laga. En hann byggði álit sitt nánast á reglunni: Nauðsyn brýt- ur lög. Þá benti þessi nefndar- hluti á, að glæpir margra þeirra manna, sem unnu í þágu innrás- arhersins, hefðu verið svo sví- virðilegir, að engan hefði getað órað fyrir slíkum afbrotum. Væri því ljóst, að löggjafarvaldið myndi hafa lagt dauðarefsingu við slíkum afbrotum, ef það hefði haft nokkra möguleika á að sjá þau fyrir. Minnihluti sérfræðinganefnd- arinnar vildi hins vegar halda sér fast við fræðisetninguna um bannið við afturvirkni refsilaga og vildi því ekki láta hin nýju lög um dauðarefsingar koma tii framkvæmdar. Styrjaldir eru til þess fallnar að valda miklu umróti í hugum manna. Vill þá dómgreindin og réttarmeðvitundin oft fá á sig öfgakenndan og annarlegan blæ. Sé nú litið til þessa danska á- greiningsmáls með rólegri yfir- vegun, þegar öll áhrif ölduróts styrjaldaráranna eru horfin, verður ekki annað sagt, en sjón- armið minnihlutans í sérfræð- inganefndinni séu mun meira sannfærandi heldur en meiri- lilutans. í þessum efnum stóðu Norð- menn betur að vígi en Danir, því að útlagastjórn þeirra í London taldi sig hafa heimild til útgáfu bráðabirgðalaga. Bæði í Danmörku og Noregi voru umgetin ákvæði um dauða- rcfsingu aðeins látin koma til framkvæmda varðandi stríðsaf- brotamenn, enda var ákvæðunum ekki ætlað víðtækara verkefni. Dauðarefsing er því nú hvergi í lögum á Norðurlöndum. Afnám dauðarefsinga á alls staðar auknu fylgi að fagna. Og jafnvel þar, sem hún er enn i gildi, reynir sums staðar mjög lítið á hana. Má í því sambandi nefna Belgíu. Þar er líflátshegn- ing í lögum. Síðasta dauðadóm- inum þar í landi var fullnægt árið 1863 (Dauðadómar vegna vissra afbrota á stríðsárunum eru undanskildir). Ekki er talið ólíklegt, að Frakk- ar afnemi dauðarefsingar á næst- unni, og er de Gaulle sagður ekki fráhverfur þeirri hugmynd, þeg ar um borgaraleg afbrot er að ræða. í Bandarikjum Norður-Ame- ríku hefur skoðuninni um afnám dauðarefsinga vaxið fylgi. Hafa nú átta fylki þegar afnumið slíka refsingu. Þegar í grein þessari er talað um dauðarefsingar, er auðvitað átt við refsingar samkvæmt borg- aralegum hegningarlögum. Af heraga er það talið leiða, að um mál þau, sem herrréttur fjallar, verði ekki komizt hjá heimild til líflátshegninga. —O— Eitt af meginhlutverkum refs- inga eru varnaráhrif þeirra. Af því mætti ætla, að því strangari sem refsing er, því yrðu varnar- áhrifin meiri. Vera má, að þessa sjónarmiðs gæti nokkurs, þegar um vægari refsitegundir er að tefla, og ekki skal gert of lítið úr almennum varnaráhrifum Fjölbreytt úrval af skóm á alla fjölskylduna. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17. Sími 17345. VIKAN 28. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.