Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 4
JOMI professionel 500 til heimilisnotkunar. 3 HRAÐA. NÝJA HÁRÞURRKAN er af nýrri gerð úr óbrjótandl plasti. Neðri hlutinn er gagnsær. Neðri kantur er beygður inn, þannig að heitur loftstraumurinn snýr við upp í hjálminn. RAIJFAR innan á hjálminum tryggja iafnan hita um allt hárið. Á minna en Vi tíma er hár yðar alveg þurrt alveg niður á háls. 3 HITASTILLINGAR eru á þurrkunni og þér getið skift um hita með einu handtaki. ÞURRKAN getur bæði staðið á gólfi eða hangið á vegg. NÝ STÓRKOSTLEG NÝJUNG! Nuddpúðinn dásamlegi er nú einnig með hita auk vibrationar á annarri hliðinni. Auk nuddpúðans eigum vér ávallt fyrirliggjandi hin eftir- sóttu JOMI nuddtæki og JOMI háfjallasól. Sendum í póstkröfu um land allt. Tvær nýjungar frá r/OMI Ný stór hárþurrka óskadraumur allra kvenna. Borgarfeli h.f. Laugavegi 18. — Sími 11372. Svar til „F. Þ.“ . . . -------Sennilega ertu ennþá of ung, en Iáttu það ekki verða til þess að drepa áhug- ann. Kvenlögreglan í Reykja- vík getur veitt þér allar nán- ari upplýsingar. Vertu ekkert feimin við að Ieita til hennar. Þetta eru mestu öðlingskvinn- ur. Afskiptasemi . . . Kæri Póstur! Ósköp finnst mér asnalegt að vera alltaf að skipta sér af því sem aðrir gera. Leyfum stúlku- tetrinu í mjólkurbúðinni að tyggja sitt tyggigúmmí. Hún á það sjálf. Ein, sem ekki er í tuggufélaginu. Skrum . . . Kæra Vika! Ég er alveg að gefast upp á þessu bölvuðu auglýsingaskrumi kvikmyndahúsanna. Ég hef hvað eftir annað látið tælast til að sjá hressilega auglýstar myndir, sem hafa svo reynzt hundleiðin- legar og ekkert í áttina við það, sem auglýsingin segir til um. Mér finnst, að bíóauglýsingin eigi þó að gefa einhverja hug- mynd um það, hvernig myndin er. En þetta er svo sem nokkuð, sem ég hefði getað sagt mér sjálfur. En eitt er farið að fara svo í taugarnar á mér, að ég get ekki orða bundizt. Eins og flest- um mun ljóst, hafa bíógestir mikið yndi af „frjálslyndi" í kvikmyndum, og á ég þar við tvíræðar ástarsenur, kroppasýn- ingar og þvíumlíkt, og kvik- myndaframleiðendur gera sér vissulega Ijóst, að slíkt gengur í augun á bíógestum. Einhverra hluta vegna hafa slíkar kvik- myndir verið kallaðar „djarfar", hvernig sem það má vera til komið. Nú, „djörf“ mynd „trekk- ir“ örugglega — og þetta vita ís- lenzkir kvikmyndaauglýsendur. Og nú kem ég að merg máls- ins: Auglýsendur hér uppi eru farnir að nota fullmikið þennan dirfskuþorsta íslenzkra bíógesta, og gengur það svo langt, að þeir auglýsa myndir „djarfar" þótt dirfskan öll sé ekki fólgin í öðru en svipmynd af nöktu konuhné. Mig langar til að benda þess- um auglýsendum á, að með þessu áframhaldi hætta bíógestir gjörsamlega að taka nokkurt mark á þessum blessuðum aug- lýsingum. Menn láta ekki gabb- ast í það óendanlega. Með þökk fyrir áheyrnina. Gramsky. Svar til „B.“ . .. — — — Þú verður víst að horfast í augu við það: Þú ert hreinlega latur, húðlatur. Þetta kemur ekki af sjálfu sér, væni minn. Það er eins og þú haldir, að lífið sé ekki annað en leikur. Ef þú vilt, að það sé leikur, verður þú eitthvað fyrir því að hafa. Það tjóar ekki að sitja og bíða eftir því að steiktar gæs- ir fljúgi upp í gúlann á manni. Skref í rétta átt ... Kæra Vika. Ég sé, að þú ert hætt að senda sölubörnin þín suður til Kefla- víkur. Þetta er skref í rétta átt. Það er eitthvert vit í því að leyfa börnunum að kynnast betur nátt- úrufegurð landsins í stað þess að hrella þau með erlendum morð- vopnum. Bravó. Batnandi blaði er bezt að lifa. Solomon Skemmdir ... Góði Póstur, viltu ekki benda efnalaugum bæjarins á, að það er alveg ótækt að nota þessar árans vírklemmur til að festa auðkenningarmerki á fötin, þeg- ar þau koma úr hreinsun. Þessar bölvaðar klemmur geta bókstaflega valdið stórskemmd- um á fötunum, því að það er talsverð kúnst að ná þeim úr svo vel sé og ekki rifni út frá þeim. Það hlýtur að vera hægt að finna upp aðra aðferð, þannig að fötin komi nokkurn veginn óskemmd úr hreinsuninni. Þökk fyrir birtinguna. Reið. Frostna ... Kæri Póstur. Mig langar til að fá álit þitt á því, hvort til er í íslenzku sögn- in að frostna. Er rétt að segja: rjóminn frostnaði í ísskápnum?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.