Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 5
Með fyrirfram þakklæti. Dúlli. — — — Blöndal kannast ekki við þessa sögn, enda virðist mér hún hreinasta skrípi. Hvað er að því að nota sögnina að FRJÓSA? Ættarnafn ... Kæri Póstur. Ég heiti svo afkáralegu föður- nafni, að mig langar til þess að taka upp eitthvert ættarnafn. Getur þú sagt mér, hvernig ég á að snúa mér í því að fá ættar- nafnið lögfest. Með kærri þökk. X-son. — — — Þú getur snúið þér á alla kanta, en hætt er við að all- ur snúningurinn beri heldur lít- inn árangur. Það er nefnilega bannað, lögum samkvæmt, að taka sér ný ættarnöfn. Jafnvel útlendingar, sem ætla að gerast íslenzkir ríkisborgarar, verða að taka sér föðurnafnið í stað ættar- nafns. Því miður. Karlmaður hefur orðið . . . hafa mikið sjálfsálit og eru frek- ir og ósvífnir, en þeir prúðu og hægu mega svo oft hirða þær eftir að hinir eru búnir að leika sér að þeim. Ég held að stúlkur yfirleitt geri sér ekki grein fyrir, hve mikils virði þetta er heið- virðum mönnum. Þær myndu þá ekki haga sér eins og þær gera. Maður, sem kann að meta hrein- leika konunnar og fær hana ó- spillta, hann ber djúpa virðingu fyrir henni og vill allt fyrir hana gera. Hins vegar ef hann verður nauðugur viljugur að gera sér að góðu þær léttlyndu, og þó hann láti ekki á neinu bera, þá sýður alltaf undir og stundum uppúr. Það er þetta sem stúlkur þurfa að velja á milli hvort þær vilja heldur, að maðurinn beri ein- læga ást og virðingu fyrir sér alla ævi eða líti á sig sem vatns- glas til að svala sér á og hinn tímann sem nauðsynlegt vinnu- dýr á heimilinu. Þetta skuluð þið, stúlkur, gera upp við ykkur sjálfar. Þetta sem hér er sagt er hin algenga afstaða heiðvirðra manna. Kæra þökk fyrir birtinguna. Einn vandlátur. Kæra Vika mín! Ég bið þig að birta þetta bréf í Póstinum þínum ef það mætti verða einhverri stúlku til við- vörunar. Eitt sinn í vetur sá ég í Póstin- um ráðleggingar til þeirra kvenna sem lifað hafa létt í ásta- málum, sem ekki eru svo fáar, en þær áttu að bjarga sér með því að segja þeim sem endanlega vilja eiga þær, að þær hafi ekki svo mikið sem litið á aðra menn. Já, mikið haldið þið konur að við karlmenn séum einfaldir ef þið haldið að við kunnum ekki skil á því. Hitt er svo auðvitað satt, að við viljum hver um sig eiga sem minnst spillta konu. En það er þó ekki sama með hvaða hætti hún hefur lifað með öðr- um mönnum. Stúlka sem hefur verið svikin í ástum þó hún eigi barn, getur verið heiðarlegri en hin sem ekkert barn á. En stúlk- um sem geta haft áhorfendur að siðleysi sínu eins og oft má sjá nú orðið, þeim held ég að fáir karlmenn hafi áhuga á til eign- ar. Annars er það einkennandi, hvað mestu bullurnar komast fyrst yfir stúlkur, strákar sem Smáviðurkenning . . . Siglufirði. Kæra Vika! Um leið og ég sendi svör mín við getraun ykkar, langar mig til að þakka fyrir hið ágæta efni, sem ,,Vikan“ flytur alltaf. Það er ekki hægt annað en lesa hana strax spjaldanna á milli. Póstur- inn er alveg ómissandi, og hef ég fengið þar mörg góð ráð, einnig sé ég þar, að þjóðin á enn til hugsjónamenn (á þessum síðustu og verstu tímum) það er nú bara það, hvort hægt er að lifa eftir hinum miklu hugsjónum. Ef ég ætlaði að reyna að lýsa, hvernig mér fellur annað efni blaðsins, hefði ég áreiðanlega ekki pappír til þess, þar af leið- andi ætla ég að slá botni í þetta bréf, að sjálfsögðu óska ég þess að ég detti einu sinni í lukku- pottinn. Það vill svo til að ég var að enda við að taka bílprófið og vantar bara bílinn. Vertu svo ævinlega blessuð og sæl, hitti þig í næstu „Viku“. Sigþrúður Jónsdóttir, Sigló. NN einu sinni býður ORLANE - Paris íslenzkum konum aðstoð sína. Látið sérfræðing okkar rannsaka húð yðar og aðstoða yður við val á réttum snyrtivörum. Þjónusta þessi er yður al- gerlega að kostnaðarlausu og tekur aðeins fáeinar mínútur og er framkvæmd til leiðbein- ingar og hjálpar því fólki, sem er annt um að halda fegurð sinni og ungu útliti. ORLANE P A R 1 S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.