Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 7
Það fyrsta, sem ég heyrði um Ólsara (Ól- afsvíkinga) og Sandara (Hellissandara), var það, að þeim þætti mjög gaman að slást, en þó ekki nema hvorum við annan. Ólsarar hefðu til dæmis enga ánægju af því að berja Grundfirðinga né heldur Sandarar af því að berja Borgnesinga, svo dæmi séu tekin. Einnig var mér sagt, að þessir tveir aðilar létu einskis ófrestað til þess að hittast, en að hittast þýddi þá sama og að slást. f trausti þess, að þeir myndu ekki bregða af vananum, fór ég á dansleik í Ólafsvík í fyrsta sinn, sem ég kom þar. Datt ekki annað í hug, en Sandarar myndu mæta þar með fríðu liði til þess að berja á Ólsurum. En um þennan dahsleik er það að segja, að hann fór mjög friðsamlega fram, enda fjölmenntu hvárir tveggju á dansleik hinum megin við Fróð- árheiðina, svo ekki voru aðrir eftir til þess að fylla danshúsið á Ólafsvík en liðleskjur til bardaga, gestir og séx konur. Samt var húsfyllir. Aðstæður Ólsara og Sandara til þess að elda gráa silfrið hafa þó lengst af verið held- ur lakar. Annað hvort hafa þeir orðið að fara sjóveg til þess að hittast, eða síðan bílvegur kom að aka fyrir jökul, — eða þá að fara fjöruna undir Ólafsvíkurenni, sem oft hefur verið torsótt, þegar þar þurfti að fara og að mörgu leyti hættuleg leið. Þar þurfti iðulega að sæta sjávarföllum, og þegar brimaði, gekk sjórinn alveg upp í klettana. Þar við bættist svo, að grjóthrun er mikið úr Enninu og hélt fjöruförum oft við lim- lestingum vegna þess. En þar kom, að þetta þótti ekki nógu hag- stætt, og vegayfirvöld þessa lands ákváðu að leggja akfæran veg utan í Ennið milli þessara staða. Annað hvort hefur það átt að vera til þess að koma á betra samkomu- lagi milli þessara byggðarlaga eða til þess að auðvelda þeim að slást, því eftir því sem maður heyrir, hefur dofnað svolítið yfir slagsmálunum upp á síðkastið. En svo mikið er víst, að vegurinn á að koma, og það er byrjað að leggja hann. Þess vegna fórum við vestur einn dag í áliðnum júní til þess að líta á vegs-ummerkin. Það er búið að leggja veg vestur úr þorp- inu vestur að Enni. (Eða Renni, eins og far- arstjóri í hópferð kallaði það fyrir nokkrum árum), Þann hluta verksins sér vegagerðin um, en það er Efra fall samsteypa Almenna byggingafélagsins og E. Phil & Sön, sem sér um lagninguna í sjálfu enninu. Á flötunum alveg úti við skriðurnar standa nokkrir kof- Svona er dýnamitinu troðið í klettinn. > Hérna sést aðstaðan. Vegurinn á að koina þar sem mennirnir eru á ferð. ar við þennan nýlagða veg, og á bökkunum þar fyrir neðan enn aðrir kofar. Þar bárum við kennsl á bíl, sem Efra fall hefur fyrir vinnuflokkinn, og lögðum leið okltar þangað. Hátt uppi í hlíðinni og nokkru fyrir utan okkur voru nokkrir menn við vinnu. Hlíðin var brött, og einn var í bandi að losa steina með járni svo þeir skoppuðu í loftköstum niður í fjöru. Tveir sátu nokkru ofar og héldu í bandið, en einn enn fór utan með og pjakkaði stein og stein. Allir voru með hvíta hjálma. Það var fátt um manninn niðri við skúrana. Einn mann fundum við þó. Hann stóð yzt á grasbalanum og horfði út yfir ennið. Auk mannanna í hlíðinni sáum við stóra, brúna loftpressu undir klettum utar með enninu, og skammt fyrir ofan okkur var gul jarðýta að verki. Hún skar sneiðar utan úr enninu og bruddi þær undir sig — þar var vegurinn kominn af stað. Við buðum manninum góðan dag. Hann tók undir. Við spurðum eftir verkstjóranum. — Hann er þarna uppi í hlíðinni. Við vildum fá að vita, hvort það væri leyfilegt að fara þangað; höfðum reyndar slæma samvizku, því við höfðum farið fram hjá skilti, þar sem á stóð að óviðkomandi væri bannaður aðgangur. Jú, það átti svo sem að vera allt í lagi. Við fórum okkur að engu óðslega upp hlíðina. Sá bandlausi með pjökkuna fór nú á kostum utan í fjallinu og sendi heil björg niður í sjó. Að lokum komumst við alla leið upp til þeirra, sem héldu í bandið, og spurðum eftir verkst j óranum. — Það er hann, þarna, þessi sem er að losa grjótið. Hann er bandlaus. — Kemur hann ekki upp bráðum? — Jú, ef hann veltur ekki niður. — Er svolítið gaman að þessu? — Já. Betra að hafa góða viðspyrnu? — Já. — Hvað eruð þið með þarna í plastpokanum? ■— Dynamit. Þurfið þið að sprengja hérna? Guðbrandur hrepp- stjóri — steinninn skall í fjöruna við tagl liestsins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.