Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 9
— Maður er alinn upp í þessu. — Hvernig er það; okkur langar að komast þarna út eftir, þar sem þeir eru að vinna með loftpressuna. Það er ekki vogandi að fara fjöruna fyrir grjótfluginu frá ykkur? — Við hættum bara á meðan. Talið þið við flaggmanninn þarna niðri við skúrana, þá gefur hann okkur merki um að hætta, meðan þið skjótist fyrir. Á leiðinni niður komum við að máli við jarðýtumennina. Það er hlífðarþak yfir húsi jarðýtunnar, ef ske kynni að steinn kæmi óforvarendis niður úr fjallinu. Ýtumennirnir voru tveir, og þeir sátu báðir upp á vélarhúsi ýtunnar, þegar við komum að. Annar gaf sig fúslega á tal við okkur. Hann sagði að þetta væri leiðindaverk. Þeir verða að byrja þó nokkuð fyrir ofan þar sem vegurinn á að koma og sneiða sig niður að hinu eiginlega vegarstæði. — Hafið þið fengið grjót á hana? j — Já, hérna hinum megin. Og hann sýnir okkur, hvar grjót hefur beglað vélina rétt ofan við beltið hinum megin, fast framan við húsið, og sprengt um leið rúðu í húsinu. I Meðan við stóðum þarna, kom sá þriðji að. Hann var varla fyrr kominn, en þeir tóku eftir því, að þeir uppi í hlíðinni voru að því komnir að sprengja. Niðri við skúrana var sá, sem við töluðum við í upphafi, kominn fram á tóna sína með rautt flagg á skafti. Jarðýtumaðurinn flýtti sér að færa ýtuna svolítið lengra frá, og sá nýkomni þaut inn í ýtuna til þess að komast í næsta tiltæka skjól. Við Kristján stóðum kyrrir á bersvæði ásamt hinum ýtustjóranum. Hann var rólegur, og við smituðumst af. — Kastast nokkuð hingað? spurði ég. ySSS r/'Vf/t " " " " ... Það er gott að labba heim í Gvendarbrunna og fá sér kaffisopa. << Hér til hliðar er mynd af klettin- um, sem þeir ætluðu að fara að sprengja, og hér nær er mynd af sama stað eftir sprenginguna. Þá mynd tók Ingi Jensen. Mælingamennirnir að störfum. Það cr Jón Birgir, sem horfir Séð fyrir Ólafsvíkurcnni í áttina til Ólafsvíkur. Fremst á myndinni er í kílcinn. steyptur bálkur I fjörunni, til hægðarauka fyrir ferðir eftir fjörunni. — Ojá, það getur komið fyrir. Við fengum ekki lengri tíma í bili til þess að grufla yfir þessum (ef til vildi) síðustu andartökum ævinnar, því karl- arnir þarna uppi tóku að benda og pata og æpa. Ég skildi ekki fyrst í stað, hvað fyrir þeim vakti, en ýtustjórinn skildi það. Hann rauk til fram á bakkann og tók einnig að pata, benda og æpa. Þar var sem sé maður á ferð og fór sér ekki óðslega. Hann leit þó upp við öll þessi læti og brá á sprett undan væntanlegri grjóthríð. Og í sama bili buldi við brestur, blár reykur gaus upp í hlíðinni og grjótið hrundi niður alla hlíð, alveg ofan í sjó. Það kom ekkert nálægt okkur, og sá sem flúði inn í ýtuna kom út aftur. Við héldum áfram niður á bakkann til flaggmannsins, og sögðum honum frá leyfi Karls til þess að láta stöðva vinnuna, meðan við skytumst eftir fjörunni út fyrir Kerlingu. Hann leit til okkar þurrlega og sagði aðeins: — Þið hefðuð þá átt að fara strax. Samt brá hann veifu sinni aftur á loft og við héldum af stað út eftir grýttri fjörunni, með annað augað á hlíðinni, ef ske kynni að einn klettur eða svo kæmi fljúgandi í áttina til okkar. En allt fór vel. Það kom ekki svo mikið sem ein einasta vala. Hjá Kerlingu námum við aðeins staðar til þess að taka mynd af dynamitkassastafla, sem hlaðið hafði verið í skúta neðan til í honum, en svo héldum við áfram þangað sem sprengingaflokkurinn var að hola helvíta mikinn klett að innan og fylla hann af dýnamiti í staðinn •— það er að segja, þeir boruðu djúpar holur í klettinn og tróðu þær fullar af sprengiefni. Höskuldur sprengjustjóri tók að sér að fara með okkur til mælingamannanna, og hljóp á undan okkur stall af stalli á klettum og í skriðum, þangað til við ^ raninalCl komust upp á snösina ofan við Kerlingu, en þar sátu þeir Gísli ísleifsson, verkfræðingur frá Almenna byggingafélaginu a bls. 37. VIKAN 29. tbl. — 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.