Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 16
KRAFTAVERKIÐ Hvernig gat mamma gert þetta — komin á þennan aldur. Penny var viss um, að lííið yrði ekki jafn skemmtilegt og áður. Smásaga eftir Mary Jones. Kvöldið var heitt, svo að við dönsuðum á veröndinni, sem liggur umhverfis húsið okkar. Ljósin úr giuggunum náðu jafnlangt grasblettinum. Það var hljótt í garðinum, daufur niður umferðarinnar í fjarska var það eina, sem heyrðist, og svo hljóðið í bíl foreldra minna þegar hann ók á malarstígnum heim að húsinu. Ég var að dansa við Tommy og hafði lagt vangann létt við öxl hans. Það var ekki meira en klukkutími síðan að ég hafði gert mér það ljóst, að ég var ástfangin af honum. Það var yndisleg tilfinning. Ég var sextán ára og það var kominn tími til að ég kynntist ástinni. Ef Tommy hefði ekki verið hér, hefði ég orðið hrifin af öðrum. En þar sem ég dansaði við Tommy, fannst mér að enginn í öllum heiminum annar en Tommy ksmi til greina fyrir mig. Pabbi og mamma komu nú inn í Ijósgeislann, píreyg á móti birtunni, og brostu hvort til annars. Pabbi rétti mömmu höndina áður en þau komu upp tröppurnar að veröndinni. Jæja, skemmtið þið ykkur vel? Pabbi kinkaði kolii til mín, tck utan um mömmu og byrjaði að dansa við hana. Ég tók eftir hve falleg hún var í nýja kvöldkjólnum, sem hún hafði keypt fyrir þetta boð, sem þau voru að koma úr. Dökkt hárið féll niður á axlir og stór augu hennar tindruðu — hún gat verið systir mín, eldri svstir mín. Þetta voru allt góðir og gamlir vinir, sem voru hjá mér þetta kvöld. Tommy hafði hringt til þeirra og sagt: —■ Við ætlum að dansa í kvöld hjá Penny, ég tek með mér nokkrar nýjar plötur. Pabbi og mamma fóru inn þegar platan var búin, og ég heyrði í þeim inni í eldhúsinu. Það glamraði í leirtauinu og skáphurðirnar skullu — ég vissi, að þau voru að smyrja brauð handa hópnum. Það bezta við pabba og mömmu var það, að þau höfðu ekkert á móti því, að vinir mínir fylltu húsið og töldu aldrei eftir sér að sjá fyrir góðgerðum. Klukkan var næstum ellefu þegar gestimir fóru. Tominy tók um hönd mína og leiddi mig niður að hliðinu til að kveðja. Hann átti einn af þessum undarlegu þríhjóluðu vögnum, sem heyrist í eins og mótorhjóli og líta út eins og dúkkuvagnar. Hann var ákaflega stoltur af honum. Hann hafði skýrt hann eftir síðustu vinkonu sinni, en nú leit hann á mig þýðingarmiklu augnaráði og sagði lágt: — Á morgun skýri ég hann Penny — eftir þeirri beztu! Ég var nú ekki heimskari en það, að ég vissi að þetta segði hann við allar stúlkur, sem hann yrði hrifinn af, en samt fannst mér það dásamlegt. Mér fannst það líka dásamlegt þegar hann kyssti mig. Það var himneskur koss, og mér fannst ég svífa í stjörnudrífu. — Ég sé þig á morgun, sagði Tommy. Ég endurtók eins og í leiðslu: — Á morgun! Ég hlýt að hafa fengið eitthvað af stjörnudrífunni í augun, því að þegar ég kom inn leit mamma blíðlega á mig, líkt og þegar ég var lítil og hafði sagt eitthvað sérstaklega gáfulegt. Ég gekk til hennar og lagði vangann við kinn hennar. — Tommy kyssti mig, sagði ég. Ég sagði henni allt, sem fyrir mig kom, og ef eitthvað leiðinlegt kom fyrir, hjálpaði hún mér alltaf að bæta úr því. — Það var indælt, vina mín. Fyrsti kossinn er allt öðru vísi en allir aðrir kossar. Hún hélt áfram að raða diskunum meðan hún talaði við mig, en samt horfði hún á mig með sömu ástúð. ■— Það getur verið, að maður gleymi hver það var, sem kyssti mann, en kossinum sjálfum gleymir enginn. Hún hló. — Ég segi þetta víst ekki sérlega vel, en ég er ekki mikið skáld, er ég hrædd um! Ég settist í ruggustólinn, sem hafði komið frá bernskuheimili pabba, stórum bóndabæ. Ég ruggaði fram og aftur, rak tærnar í gólfið og greip um slitna stólarmana. — Manst þú eftir því, þegar pabbi kyssti þig í fyrsta sinn? spurði ég dreymandi. Andlit mömmu Ijómaði. - — Já, það man ég vel. Hún hafði ekki gleymt mörgu af því, sem pabba viðvék. Ég þekkti enga aðra foreldra, sem voru svona ástfangin hvort af öðru. — Segðu mér af því, þegar hann bað þín. Hún hristi höfuðið. — En góða mín, það hef ég sagt þér svo mörgum sinnum. Nú, jæja þá! Brakið i ruggustólnum var eins og undirleikur við gömlu söguna, sem var mér svo kær — söguna um Charles og Molly fyrir seytján árum, sem gerðist á mörg hundruð ára gamla bóndabænum. — Ég kom þangað í frí. Mamma Charles var skólasystir mömmu minnar, og ég átti að hvíla mig eftir botnlangaskurð ... Þannig byrjaði sagan. Molly hafði einmitt setið í þessum gamla ruggustól eitt sumarkvöld, þegar Charles hafði allt í einu og Framhald á bls. 41. -Jfi — VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.