Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 18
ÁÐUR KOMIÐ: Archer leynilögreglumaður segir söguna. Til hans kemur frú Rockwell og segir hon- um, að maður hennar hyggist með öllum ráðum að koma í veg fyrir að Harriet, dóttir hans, — stjúp- dóttir hennar —- giftist núverandi unnusta sínum, Burke Damis, listmálara, vegna þess, að hann sé aðeins á höttunum eftir peningunum hennar, en hún á von á miklum arfi. Áður en hún kemst fylli- lega að erindinu, kemur maður hennar og hún fer. Rockwell ræður Archer til þess að komast fyrir um fortíð og fyrirætlanir Damiss og lætur hann m. a. hafa iykla að sumarhúsi sínu, en í því dvelur Damis um þessar mundir. Archer fer þangað, hittir bæði, en lízt betur á Damis en ungfrúna, sem er harla óaðlaðandi, en virðist hafa ofsafengna skapgerð föður síns. Hann fer undir fölsku flaggi, en Harriet sér í gegn um það og kemur hlaupandi á eftir honum, þegar hann fer. Hann spyr hana, hví raksettið í baðherberginu sé merkt B.C., en þá snýr hún burt án þess að svara. Hann bíður þess að hjúin fari en veitir þeim þá eftirför. Hann missir af þeim, en finnur þau aftur heima hjá Rockwell, og kemur þangað rétt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að Rockwell skjóti Damis með tvíhleyptri haglabyssu. Þessu fylgja orðaskipti og hjúin fara. Archer tekur að ræða við frú Rockwell og spyrja hana um fortíð þeirra hjónanna, og kemst að því, að fyrri kona Rockwells býr með núverandi eigin- manni sínum í Mexico, og þar hafi Harriet kynnzt DamiS. FRAMHALDS- SAGAN 3. HLUTI EFTIR DflQQ MACKDONALD „Þér eigið við þetta með Damis?“ „Já.“ Hún sagði ekkert góða stund. „Ég hef ekkert út á unga manninn að setja. Satt að segja vildi ég helzt, að þér fynduð ekkert í fortíð hans, sem ekki stæðist samanburð við nýfallna mjöll.“ En það var einhver efasemd í rödd hennar, sem gaf í skyn, að hún var ekki viss um, nema ég fyndi eitthvað annað. Isobel Blackwell var eins áhyggjufull á sinn hljóðláta hátt og höfuð- maðurinn var á sinn hávaðasama hátt. Ég ók aftur til strandbústaðar- ins og opnaði með lyklinum, sem Blackwell hafði látið mig hafa. Engar stórvægilegar breytingar höfðu átt sér stað á efri hæðinni síðan um morguninn, nema að það var aska af brunnum pappír í eldstónni, og allar ruslakörfur höfðu verið tæmdar. Það eina, sem Damis hafði skilið eft'ir, var málverkið, sem enn stóð á trön- unum, og var það enn blautt sumsstaðar, og samanvöðlað bréf, sem stungið hafði verið á milli glerhurðanna, sennilega til þess að þær skröltu ekki. Þegar ég sléttaði úr bréfinu, sá ég, að þetta var eins konar umslag, líkt og farþegar flugfélaga fá til þess að geyma farmiða sína í. Þetta var umslag frá Mexicana flugfélaginu, og voru upplýsing- ar um flugið vélritaðar innan á umslagið. Herra Q.R. Simpson, stóð, átti að yfirgefa Guadalajara flugvöllinn klukkan 8:30 fyrir hádegi þann 10. júlí, og koma til Los Angeles klukkan 1:30 eftir hádegi sama dag. Ég beindi athygli minni aftur að málverkinu. Mig langaði helzt til þess að taka það af trönunum og fara með það til sérfræðings. Ef Damis var þekktur málari, þá hlaut stíll hans að vera auðþekktur. En ég gat ekki tekið það. Málningin var enn blaut, og myndi kless- ast. Blái bletturinn, sem Damis hafði verið að bæta við um morguninn glórði á mig eins og geggjað auga. Ég gekk út að bílnum til þess að ná i myndavélina mína. Röndótti líkbíllinn stóð mann- laus við hlið hans. Fimm ungl- inganna voru að leik í flæðar- málinu; sá sjötti, stúlka, hallaði sér að vélarhlíf líkvagnsins. Hún skalf og nötraði, og lá við gráti. Hún var í brúnum tweed-karl- mannsfrakka, sem leit út fyrir að hafa kostað skildinginn sinn þrátt fyrir hvítar saltrendur, sem gáfu til kynna, að hann hefði legið í sjónum. Efsta hnappinn vantaði á frakkann. Ég sagði: „Er eitthvað að?“ Hún snéri í mig tweedklæddu bakinu. Ég setti filmu í myndavélina, og tók nokkrar vel planlagðar myndir. Á leiðinni út á flugvöll skildi ég filmuna eftir hjá vini mínum, sem er ljósmyndari í Santa Monica, og hann lofaði að framkalla hana mjög fljótlega. Mjög kurteis, ungur maður í flugafgreiðslu Mexicana leitaði fyrir mig í farþegalistanum frá 10. júlí, og kom með þær upp- lýsingar, að herra Q.R. Simpson hefði verið með í þessu flugi frá Guadalajara. Einnig Harriet Blackwell. En enginn Burke Damis. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að Damis hefði komið til Banda- ríkjanna undir nafninu Simpson. Þar sem hann gat ekki komizt út úr Mexico á óframseljanlegan ferðamannapassa, og ekki kom- izt inn í Bandaríkin án óvéfengj- anlegra sannana um ríkisborg- ararétt, ló beinast við að á- kvarða, að Q.R. Simpson væri hið rétta nafn Damis. Ungi, kurteisi Mexicaninn sagði mér einnig, að áhöfnin, sem flaug þetta flug, væri einmitt nýkomin frá Mexico. Flugmaðurinn og að- stoðarflugmaðurinn væru inni á skrifstofu, en hann efaðist um, að þeir vissu nokkuð um far- þegana. Flugfreyjurnar myndu vita það, en þær væru farnar heim. Þær ættu að fljúga aftur í fyrramálið, og ef ég kæmi út á völl skömmu fyrir brottfarar- tíma, þá myndu þær ef til vill geta gefið mér einhverjar upp- lýsingar um Senor Simpson. Ég ók niður í bæ. Vinur minn Peter Colton sat í bás sínum á skrifstofu Saksóknara Ríkisins á bak við hurð, sem á stóð: Yfir- maður Glæpadeildar. Hann sagði, án þess að líta upp: „Jæja, hvað er hann stór núna?“ „Hvað er hver stór?“ „Greiðinn, sem þú ætlar að biðja mig um.“ „Bara smávegis." Ég sagði honum frá Burke Damis, og grunsemdum mínum um að hann hefði komið ólöglega inn í landið undir nafninu Q. R- Simpson. Colton gretti sig. „Hvað viltu að ég geri, Lew. Slái á puttana á honum?“ „Athuga fyrir mig, hvort hann er á sakaskrá." „Bíddu aðeins frammi. Ég ætla að hringja í Sacramento." Ritsíminn hlýtur að h^fa verið upptekinn, því ég beið í nær því klukkutíma áður en Colton birt- ist með skeytaræmu í hendinni. „Ekkert um Burke Damis,“ sagði hann. „Það er öðru máli að gegna með Quincy Ralph Simpson. Hann er eftirlýstur sem týndur, og ér búinn að vera í meira en tvær vikur. Konan hans segir, að hún hafi ekki heyrt í honum lengur en það.“ „Konan hans?“ „Það er hún, sem lýsti eftir honum. Hún býr norður í San Mateo.“ Það var seint í Ijósaskiptunum, þegar þotan lenti í San Francis- co. Ég fór í símaklefa, og fann Q. R. Simpson í símaskránni skráðan á 2160 Marvista Drive, Redwood City. Ég tók leigubíl þangað. Húsið stóð nálægt aðalvegin- um, í hverfi, sem var mjög ná- lægt því að vera fátækrahverfi. Unga konan, sem kom til dyra, var mjög falleg, dökkhærð, grönn og hvikandi, með dökk, hungruð augu. „Frú Simpson?" „Ég er Vicky Simpson. Hvað með það?“ „Mig langar til að tala við yð- ur um mann yðar.“ „Hér er ekki meira um hann að tala. Hann kom, hann sá, hann sigraði, og hann stakk af. Ég hef ekki séð hann í tvo mán- uði.“ „Þér lýstuð ekki eftir honum fyrr en fyrir tveimur vikum. Það tók yður heillangan tíma að verða áhyggjufull. „Hann hefur svo sem týnzt áður, en samt ekki svona lengi. Hvað kemur yður þetta annars við?“ „Ég er einkaleynilögreglumað- ur.“ Ég gaf henni nafn mitt. „Ég hitti mann í dag, sem gæti verið eiginmaður yðar. Má ég koma innfyrir?" „Ætli það ekki.“ Hún færði sig til hliðar, og leit um leið inn í setustofuna, eins og til þess að sjá hana með aug- um gestsins. Stofan var lítil, hrein og fátækleg, og húsmun- ir sem voru löngu ónýtir áður en maður var búinn að borga síðustu afborgunina. Hún sagði: „Hvar sáuð þér Ralph?“ „Malibu.“ „Hvað er hann að gera þar. Elta flæðarmálsrotturnar?“ Ég svaraði spurningu hennar ekki strax. Velkt eintak af bók- inni Listin að vera leynilögreglu- maður lá ofan á sjónvarpstæk- inu. Þetta var eina bókin, sem ég gat komið auga á í herberg- inu. Ég tók hana upp, og blaðaði í gegnum hana. Margar blaðsíð- urnar voru mjög mikið undir- strikaðar. „Þetta var nú ein af vitleys- unum úr Ralph. Hann ætlaði að verða fær leynilögreglumaður, og koma okkur út úr þessu bæli. Hann komst ekki einu sinni upp í fyrstu tröppu. Hann komst reyndar aldrei neitt með allar sínar háfleygu hugsjónir og fyr- irætlanir. Maður, sem hann þekkir í lögreglunni, sagði hon- um, að með svona hegningar- vottorð kæmist ...“ jg — VIKAN 29. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.