Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 25
spurði frú Conneeley. — Nei. — Voru þetta makrílafuglar? spurði Jackie. Hann vildi láta Eilis heyra, að hann vissi svolítið líka. — Nei, svaraði Pat. — Makríla- fuglarnir eru svartir og hvítir eins og skjórinn. Þessir voru dökk-mó- rauðir. Ég veit ekki, hvaða fuglar þetta voru. Ég hef aldrei séð þá áður. — Hvaðan komu þeir? spurði Jackie. — Komu þeir frá megin- landinu? — Nei, þeir komu utan af hafi — handan frá Skessunum. Það var heill hópur — líklega einir fimm- tíu. Og þeir tístu svo undarlega — líkt og engissprettur. —- Fyrir hverju heldurðu, að þetta sé? spurði Eilis. ■—- Ég veit það ekki, svaraði Pat. — Ég hef aldrei séð þá áður, og ég býst ekki við, að neinn á eynni hafi séð þá áður, nema kannski Reece. — Fékkst þú eitthvað í morgun? spurði Jackie. — Nei. Makríllinn gengur seint. Hann ætti að hafa verið í tvær vik- ur núna. Ég var að tala við mann frá Cama, og þeir hafa ekkert feng- ið þar, og maður sem ég hitti frá Achill sagði mér, að þeir hefðu ekk- ert fengið þar heldur. Makríllinn bíður einhvers staðar í undirdjúp- unum. Hann veit, að við ætlum að góma hann, sagði Pat og hló við. — Mér þætti gaman að vita, af hverju hann kemur svona seint, sagði Tigue. — Svarið bíður í sjónum, svar- aði faðir hans. — Kannski fuglam- ir, sem við sáum, geti svarað því. — Pabbi bað mig að spyrja, hvort þú gætir komið og hjálpað honum að ganga frá dyrunum, sagði Jackie. — Með mestu ánægju, svaraði Pat. — En segðu honum að hinkra við í einn eða tvo daga. Ég þarf að gera við netin, og það er ekki að vita, hvenær makrílnum dettur í hug að koma. Ef það er gat á netinu, fara þeir allir þar í gegn. Næst eftir laxinum er makríllinn vitrasti fiskur í sjónum. — Laxinn er óhultur í ánum núna, sagði Jackie. — Af hverju segirðu óhultur? spurði Pat Conneeley og leit ein- kennilega á Jackie. — Pabbi segir, að það sé eitthvað að í sjónum, og þess vegna sé makríllinn ekki kominn, svaraði Jackie. Hann reis á fætur og eld- roðnaði. — Þökk fyrir teið, frú, sagði hann. Svo tók hann mjólk- urfötuna, leit á Eilis og sagði: — Ég á að fara með þessa mjólk yfir til Reece. Svo roðnaði hann meira en nokkru sinni fyrr. — Hún súrnar, ef þú flýtir þér ekki, sagði Eilis kuldalega. Drengn- um fannst eins og hurð hefði verið skellt á nefið á honum. Hann fór, og var kominn hálfa leið út á aðal- stíginn, þegar Eilis kom hlaupandi á eftir honum. — Bíddu, kallaði hún. — Ég á að fara með egg til Reece. Svo náði hún honum og gekk við hlið hans. Endrum og eins hoppaði hún svo- lítið, svo dökkt hárið hrundi fyrir andlit hennar, og við og við laum- aðist hún til þess að líta á hann út undan sér. Þegar sást ekki lengur til þeirra frá húsinu sagði hún: — Ég þurfti ekki að fara með eggin. Ég spurði mömmu, hvort ég mætti ekki fara með þau. Þetta var annað kraftaverk dags- ins. Heilagur Brendan hafði gert tvö kraftaverk þennan dag — ann- að fyrir vespuna, hitt fyrir dreng- inn. Jackie var ekki oft einn með Eilis, en þegar það kom fyrir, gat hann aldrei fundið neitt til að tala um. Hann sagði eiginlega aldrei neitt við hana. Hann þorði ekki að skýra henni frá tilfinningum sínum af ótta við að fá afsvar, eða að hann gæti ekki komið orðum að því. Þeg- ar hann velti því fyrir sér, hvernig hann gæti skýrt henni frá þeirri virðingu —• þeim heitu tilfinningum —• sem hann bar til hennar, roðnaði hann bara ennþá meira. Svo hann gekk þegjandi með henni eftir göt- unni. Honum var bæði gleði og kvöl að návist hennar. Stúlkan skynjaði hugarástand hans og ákvað að stríða honum svo- lítið. Hún tók að segja honum frá strókunum í skólanum á megin- landinu, sérstaklega frá einum, sem hafði gefið henni sippuband með handföngum úr tré. Loks komust þau alla leið að kofa Reece. Michael Reece var að stafla brenni í garðinum við húsið, og kona hans hjálpaði honum. Ellin hafði beygt hné Michaels. Til þess að vega upp á móti hoknum hnjá- liðum, var hann mjög beinn í baki og brjóstið var ekki innfallið, eins og á svo mörgum gömlum mönnum. Yfir augu hans hafði færzt hula ár- anna, og hvítan var orðin rauð. Bæði vetur og sumar var hann klæddur í ullarsamfesting, og bretti rauðar skyrtuermar upp á sam- festingsermarnar. Úlnliðirnir hans voru sverir, en hendurnar voru ekki annað en sinar og bein. Samfestingurinn og skyrtan voru opin í hálsmálið, og á beinaberu brjóstinu voru fáein hringuð, hvít hár. Hann var rauður í andliti, hátt og hvasst nefið þó allra rauðast. Kona hans var klædd í gamlan, svartan slopp, sem náði næstum niður á svera ökklana. Það var ekkert snið á þessum slopp; hann var aðeins hólkur utan um hana, og hafði svo oft verið bættur, að vafasamt var, að nokkuð væri eftir af upprunalega efninu. Hún var mjög gild og jafnvel ennþá ófríðari en maður hennar. Árin höfðu tálg- að utan af honum, en hlaðið utan á hana. — Guð sé með ykkur, sagði Jackie, um leið og hann kom inn í garðinn. — Móðir mín sendi ykkur svolítið af mjólk. — Guð og María sé með þér, sagði Michael Reece, hann reis á fætur og setti hendur á mjaðmir. — Og ég kom með tvö egg, sagði Eilis. — Gæfan sé með ykkur, sagði frú Reece, og tók við gjöfunum. — Viljið þið koma inn og fá ykkur sæti í eldhúsinu og hvíla ykkur stundarkorn? —- Ég vildi heldur, að herra Reece segði okkur sögu, sagði Eilis og settist niður á brennihlað- ann. — Sögu? Já, sögu skuluð þið fá, sagði gamli maðurinn. Hann lét augun hvarfla um garðinn, síðan um akurblettina og túnskikana umhverfis húsið, og loks út á hafið, þangað sem hvítt brimið braut á Skessunum. Hann horfði svo lengi á Skessurnar, að Jackie hélt, að hann hefði gleymt að segja söguna. Svo strauk hann sinaberum hönd- um um brjóst sér og tók til máls, með lágri, söngrænni rödd, líkastri ljúfum sumarþey. — Ungu trén brotnuðu, og gömlu trén svignuðu, tröllin voru komin í landið. Það fór hrollur um bömin af spenningi og tilhlökkun. — Hávaðinn í tröllunum heyrðist í þrjá daga, meðan þau voru á leið- inni frá hinum helmingi hnattarins. Fyrsta daginn var það eins og tifið í veggjatítlu, næsta dag eins og gargið í veiðibjöllu og þriðja daginn var hávaðinn eins og öskrið í brim- inu úti við Skessurnar, reiðilegur og eyðandi, svo allir fuglar á eynni dóu, allur nautpeningur varð óður af hræðslu, hestarnir skulfu og blóðið rann af þeim eins og svitinn, allir fiskarnir söfnuðust niður á hafsbotn af skelfingu, svo enginn fiskur veiddist við eyjuna í heila viku. Fergus, sonur Mananaan, guðs sjávarins, réði eynni á þessum dög- um. Hann átti fimmtíu sinnum fimm skip í höfninni, hvert siglu- tré var úr gulli gert, síður þeirra voru úr silfri, þilförin voru skín- andi perlur, tógin voru úr hvítu silki, stýrissveifarnar úr íbenholti, stýrin úr tópaz. Hann átti líka hundrað makrílanet og hundrað önnur net, öll makrílanetin voru fimmtíu mílna löng og öll hin netin líka, og þau voru öll úr rauðagulli. Dyrastafir hallar hans voru hundrað og tíu feta háir, gerðir af fílabeini, hurðirnar úr jadesteini, og hann hafði látið þekja neðri hluta eyjarinnar með rauðagulli og efri hluta hennar með hvítu gulli. Fjórða daginn komu tröllin á loft- skipum, og þegar þau sáu fegurð eyjarinnar, ákváðu þau að setjast þar að. Tröllin voru tólf, og með þeim voru tólf skessur, og minnsta tröllið gat ekki einu sinni komið fætinum inn fyrir þröskuldinn í höll Fergusar, sonar Mananaans, og sú skessan, sem skárst leit út, hafði , auga í miðri kinn og horn í miðju enni, og andlit hennar var dökkt eins og álaroð. Þegar Fergus, sonur Mananaans, sá tröllin, flýtti hann sér á sel ofan í dýpstu undirdjúpin, þangað sem faðir hans bjó. Þegar feðgarnir höfðu heilsazt, sagði Fergus: — Tröllin eru komin og hafa hertekið eyjuna mína, og ég hef engin vopn til að berjast á móti þeim og skess- unum þeirra. Ég lét varpa að þeim hundrað og tuttugu spjótum, og þau féllu öll til jarðar eins og hnetur og tröllin og skessurnar fundu ekki einu sinni nálarstungur. Segðu mér nú, faðir minn, hvað ég á að gera, því það varst þú, sem gafst mér eyna, og verður því að kenna mér ráð til þess að verja hana. —Fyrst verður þú að losna við skessurnar, svaraði Mananaan. — Það væri mér sönn ánægja, sagði Fergus, — því þótt ljótt sé, að segja svo um gesti sína, eru þær mjög ófríðar. — Þú verður að senda mér skess urnar, sagði Mananaan. — Hvernig á ég að fara að því? spurði Fergus. — Það verður þú að segja þér sjálfur, svaraði Mananaan. — Ef mér tekst að senda skess- urnar til þín, hvað á ég þá að gera við tröllin? —- Þú verður að segja þeim að fara að leita að konum sínum, svar- aði Mananaan. Svo hneigði Fergus sig fyrir föð- ur sínum og Mananaan blessaði hann, svo stökk Fergus aftur á bak selnum og þeysti aftur til eyjarinn- ar. Þegar hann gekk upp að höll- inni sinni, sá hann að konan hans hafði lagt barnið þeirra til svefns í einu hinna gullnu fiskineta, og barnið svaf þar sælt og ánægt. Þá kallaði Fergus í foringja tröllanna, Fomor, og sagði: — Þið eruð langt að komin, og þótt þið tröllin verðið kannski aldrei þreytt, getur verið, að konur ykkar þarfnist hvíldar. Ég bði forláts á því, að ég skuli ekki bjóða þeim til hvílu hér á eynni, en ég hef átt úr vöndu að ráða, því ég á engin rúm, sem séu nógu stór handa þeim eða vel búin. — Það er rétt, að skessurnar okk- ar eru farnar að þreytast, svaraði Fomor. — En ef þær fá hægri hend- ur af eitt hundrað sveinum og vinstri fætur af éitt hundrað meyj- um í málsverð, ná þær sér fullkom- lega aftur. — Ég hygg, að betra myndi fyr- ir þær að hvílast fyrst, en njóta síðan máltíðarinnar, sagði Fergus. — Og ég hef í huga hinar beztu hvílur, sem við höfum raunar látið gera til þess að geta tekið með sæmd á móti ykkur. Sjáið hér, hve VIKAN 29. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.