Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 30
Ný tegund af kerrupokum. Takið eftir hinu frábæra sniði, sern gerir barninu fært að hreyfa hendurnar, án þess að pokinn færist niður. Ytra byrði pokans er úr nælon poplin - og má smella bví af. Að innan er pokinn úr snöggklipptri mjúkri gæru. Pokinn fæst í bláu og rauðu og kostar 685 krónur. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. FAFNIR Skólavörðustíg 10 - Rvík - Slmi 12631 í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. Það er alltof algengt, að heyra unglinga tala um „kallinn“ og „kellinguna". Og þegar kallinn og kellingin eru fjarverandi, þá koma unglingarnir með félaga sína á heimilið og hafa gleðskap. I stað trúnaðar og vináttu hefur myndazt múr á milli kynslóð- anna og það verður æ erfiðara að samræma sjónarmiðin. Þetta er ekki unglingunum að kenna. Þarna eiga foreldrarnir fyrst og fremst sökina. Þeir eru svo önn- um kafnir við eigin sýslu, gesta- boð, bíóferðir, leikhúsferðir og bísnis. Unglingarnir og uppeldi þeirra hefur ekki verið tekið með í prógrammið. Mér eru minnis- stæð ung og metnaðargjörn hjón. Þau voru að fara á frumsýningu í leikhús. Þau stönzuðu á rauðu Ijósi í umferðinni, bílhurðin opn- aðist og út var skotið fimm ára patta, sem hljóp ráðvilltur eitt- hvað þangað sem hann átti að fara meðan foreldrarnir skemmtu sér. En þau óku áfram án þess svo mikið að líta aftur. Svona snemma byrjar útlegð barnanna af heimilunum. Því fyrr sem þau geta hjálpað sér sjálf, því betra. Og svo undrast fólk það, að komið geti til ó- spekta þar sem sægur af slíkum rótleysingjum kemur saman. Látum unglingana hafa svo- lítið minna af peningum og svo- lítið meira af ástúð og sjáum svo hvað setur. * HITT OG ÞETTA. Framhald af bls. 20. 1 dós rækjur, rjómi, salt, pipar, allrahanda og e. t. v. 1 egg. Kartöflustappa. Sjóðið fiskinn í vatni með salti, piparkornum, sítrónusafa, lauk og gulrótum. Vatnið á rétt að fljóta yfir fiskinn og hann er soðinn í 15—20 mín. Tekinn upp úr og roð og bein tekin úr hon- um. Fiskbitarnir svo settir í smurt eldfast fat, en fisksoðið síað. Smjörlíkið brætt og bakað upp með hveitinu og jafnað út með fisksoðinu og rækjuleginum og rjóma eftir smekk. Sósan má ekki vera of þykk. Hún er krydd- uð með saltinu, piparnum og allrahandanu, og eggið sett í. Rækjurnar settar í sósuna og öllu hellt yfir fiskinn í fatinu. Utan með er svo kartöflustöppu sprautað með kökusprautu og fatið sett í meðalheitan ofn og bakað í 15—20 mín. Það á að vera Ijósbrúnt að ofan og gegn- heitt. SÚPA MEÐ KJÖTBOLLUM. Búið til gott kjötsoð, má gjarn- an vera úr súputeningum eða kjötkrafti. Kjötbollur búnar til úr: 150 gr hökkuðu kálfakjöti, 1 tsk. kartöflumjöl, 2 tsk. rasp, salt, hvítur pipar, 5—6 matsk. rjómi, vatn. Kjötið þarf að vera sérlega fínt hakkað. Raspinum, kartöflu- mjölinu, kryddinu er blandað í rjómann og látið drekka hann í sig. Hakkaða kjötið sett saman við og hrært vel. Ef með þarf, má bæta svolitlu vatni í. Litlar bollur búnar til úr kjötfarsinu og soðnar í söltu vatni eða kjöt- soði. Bornar fram í súpunni og með þessu er gott að hafa brauð með tómatsneiðum, sem krydd- aðar hafa verið með hvítlauks- salti eða lauksalti. FISKUR 1 SÚRUM RJÓMA. 1 stór pakki fryst fiskflök, 2—3 tómatar eða tómatpurré, 2 púrrur, dill, salt, paprika, sítróna, 1 dl súr rjómi. Skerið fiskinn í 2 cm þykkar sneiðar og leggið í smurt, eldfast fat. Leggið tómatsneiðar ofan á hann og stráið fínsöxuðum púrr- unum yfir, persilju og' salti og papriku. Kreistið eina sítrónu yfir allt saman og hellið rjóman- um síðast yfir. Bakað í ofni við fremur lágan hita í 20—30 mín. og kartöflustappa eða hrátt salat borið með. SKINKUSUFFLÉ. 2 matsk. smjörlíki, 2 matsk. hveiti, 2V-i dl rjómabland, 3 eggjarauður, 2% dl smáskorin skinka, salt, pipar, 3 eggjahvitur, 1 tsk. lyftiduft, feiti til að smyrja formið með. Smjörlíki og hveiti bakað upp og jafnað út með mjólkinni og soðið í 5 mín., en síðan látið kólna. Eggjarauðurnar settar í, ein í einu og hrært vel 1 á með- an. 'Kryddið og skinkan síðan sett saman við. Eggjahvíturnar stífþeyttar og lyftiduftinu stráð varlega í. Með því að nota lyfti- duft, fellur þetta síður eftir að það er tekið úr ofninum. Eggja- hvítumar settar varlega saman við skinkublönduna og deigið sett í smurt form. Bakað í vatns- baði í meðalheitum ofni í ca. 30 mín. Borið fram strax og það kemur úr ofninum. Gott er að hafa grænmeti með. KARTÖFLUPÖNNUKÖKUR. 5 stórar flysjaðar, hráar kart- öflur, 5 stórar soðnar kartöflur, 2 eggjarauður, salt, sykur, 2 dl hveiti, mjólk, 2 eggjahvítur. Rífið bæði hráu og soðnu kart- öflurnar á rifjárni og blandið þeim saman. Bætið eggjarauð- unum í, saltinu, sykrinum og hveitinu og það mikilli mjólk, að deigið verði hæfilega þykkt. Hvíturnar þeyttar vel og settar í síðast. Stórar, frekar þunnar 0Q ~ VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.