Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 35
Anna var ein inni með dreng- inn. Þau stóðu þegjandi nokkurt andartak en svo skýrði Otteior henni frá því að hann hetði hugsað málið og nú væri hann kominn til að sækja hana. Cg enn talaði hann um „heilagt hjónaband". Anna reiddist. Hún tilkynnt. honum það lágum rómi en fast mælt að sér kæmi ekki til hugar að búa með honum, hún hefði gifzt honum eingöngu barnsins vegna. Otterer leit flóttalega þangað sem barnið lá og hjalaði en lét þar við sitja. Við það varð Anna enn reiðari. Hann ræddi einnig raunhæfari hlið málsins; þau skyldu hugsa sig enn um; þau heima kipptu sér ekki upp við smávægileg ó- þægindi; móðir sín gæti sofið í eldhúsinu. Kona bónda kom inn þessu, heilsaði honum forvitni- lega og bauð honum að snæða síðdegisverð. Hann kinkaði kolli til bónda án þess að minnsta svipbreyting gæfi til kynna hvort þeir hefðu sézt áður eða ekki. Spurningum húsfreyju svaraði hann stutt en laggott og skýrði svo frá án þess að líta upp frá mat sínum að hann hefði fengið vinnu í Mering og hygðist taka Önnu þangað til sín. En hvenær sagði hann ekki. Þegar hann kvaddi leit hann eins og annars hugar á barnið í vöggunni, en yrti hvorki á það né snerti það. Þá nótt varð Anna veik og lá með sótthita svo vikum skipti. Lengst af var hún rænulaus en dag nokkurn þegar sótthitinn rénaði, skreiddist hún fram úr að vöggunni þar sem barnið lá og breiddi ofan á það. Fjórðu vikuna sem hún lá rúmföst kom Otterer akandi í vagni og sótti hana og barnið. Fór hún með honum án þess að hreyfa mótmælum. Batinn reyndist hægfara, en morgun einn sá hún að drengur- inn var óhreinn og ekkert um hann hugsað og þá tók hún í sig kjark og fór á fætur. Drengurinn fagnaði henni með ástúðlegu brosi — það sótti hann til hennar, sagði bróðir hennar á stundum. Drengurinn hafði stækkað og skreið ótrúlega hratt um herbergið og sló lófunum í gólfið og skríkti af kæti. Hún baðaði hann í vatnskeraldi og var sjálf sem ný manneskja á eftir. En þegar nokkrir dagar voru liðnir undi hún ekki lengur slíku lífi. Hún vafði drenginn ábreiðu- druslum, stakk á sig brauðhleif og ostbita og hraðaði sér á brott. Hún hafði ákveðið að halda til Santhofen en komst ekki langt. Hún var harla veikburða enn, vegurinn var einn krapaelg- ur og stríðið hafði gert fólkið á bæjunum tortryggið og ógestris- ið. Þriðja daginn sem hún var á ferðinni festi hún fótinn í holu og snerist um ökla og það var ekki fyrr en eftir langa hríð, þegar hún var orðin mjög ugg- andi um barnið, að henni barst hjálp og fékk að liggja í hlöðu. Loks var hún tilneydd að segja fólkinu á bænum hvað eiginmað- ur hennar héti og hann kom og fór með hana aftur til Mering. Smám saman sætti hún sig við öriög ;ín og reyndi ekki að flýja frsrnár Svc rr að hún undi hag sín- um i.- ‘iczta og hafði mikla ánægó :>f aí fylgjast með því hvað c.r-ngriu:v fór vel fram. Þanrr bðu nokkur ár. Dag nokkurn skrapp hún í bæinn að kaupa sýróp handa drengnum og þegar hún kom heim aftur, var hann hvergi sjá- anlegur inni, en maður hennar sagði henni að fína frú hefði bor- oð þar að garði og haft dreng- inn á brott með sér. Varð henni svo mikið um þetta að hún var nærri hnigin í ómeginn og strax þá um kvöldið lagði hún af stað til Augsborgar með lítið nesti í mal sínum. Þegar þangað kom hélt hún rakleitt þangað sem sútarinn hafði átt heima. Henni var ekki hleypt inn og ekki fékk hún að sjá barnið. Systir hennar og mágur reyndu að hughreysta hana. Hún hraðaði för sinni í ráðhúsið og hrópaði í örvæntingu að hún hefði verið rænd barni sínu. Varla mundi erindi hennar hafa borið nokkurn árangur ef tilviljunin hefði ekki reynzt henni hliðholl. Mál hennar kom fyrir rétt og það sýndi sig að dómarinn var harla frábrugðinn því sem gerist og gengur. Hann hét Ignaz Dollinger og var frægur um gervallt Schwab- en fyrir óbilgirni sína og lærdóm er hann sótti kjörfurstann af Bayern til sakar fyrir hönd höf- uðstaðarins í fríríkinu. „Sá lærði þrjótur“ var hann almennt kallaður, en alþýða manna hældi honum á hvert reipi. Anna gekk á fund hans ásamt mági sínum og systur. Hinn lág- vaxni en lygilega feitlagni og digri maður sat inni í litlu og köldu herbergi meðal doðranta sinna og hlýddi frásögn hennar. Því næst hripaði hann eitthvað á pappírsmiða og tuldraði: „Farðu þangað en vertu snör í snúningum". Með sinni kubbs- legu og feitu hendi benti hann henni að standa þar sem birtan úr gluggaborunni féll á andlit henni. Hann virti hana fyrir sér um stund, varp svo þungt önd- inni og gaf henni merki um að hún mætti fara. Daginn eftir sendi hann réttar- vörð eftir henni og æpti um leið og hún kom inn úr dyrunum: „Hvers vegna minntist þú ekki á það einu orði að þarna væri um að ræða sútunarverkstæði á mjög verðmætri lóð?“ Anna svaraði því til að það væri einungis barnið sem hún léti sig máli skipta. „Láttu þér ekki það til hugar koma að þú getir haft brögð í tafli hvað sútunarverkstæðið snertir,“ æpti dómarinn. „Eigir þú drenginn í raun og sannleika, þá verða það ættingjar Zinglis sem taka það í arf eftir hann.“ „Drengurinn hefur ekki neina þörf fyrir sútunarverkstæðið," sagði hún. „Átt þú drenginn?" urraði í dómaranum. „Já,“ svaraði hún lágt. „Ég hef alið önn fyrir honum frá því fyrsta og nú er hann orðinn al- # Ljúffengasti mjólkurréllurinn NOUGAT####### ####### VANILLU SÚKKULADI ##### ####### ÁVAXTA talandi. Og hann getur talið upp að sjö.“ „Þú vilt fá drenginn. Og þessi geitarskjáta með sína fimm silkiklæðnaði vill líka fá hann. En hann verður að njóta umönn- unar sinnar réttu móður.“ „Já,“ svaraði Anna og horfðist í augu við dómarann. „Út með þig,“ tautaði hann. „Á laugardaginn kemur málið fyrir rétt.“ Þennan laugardag safnaðist múgur manns saman á strætinu og ráðhússtorginu við Perlach- turm, því að allir vildu fylgjast með réttarhöldunum varðandi mótmælandabarnið. Höfðu þessir óvenjulegu atburðir hvarvetna vakið hina mestu athygli og harð- ar deilur um það, bæði á heimil- um og drykkjukrám hvor þeirra væri þess rétta eða falska móðir. Dollinger gamli var líka víð- frægur fyrir hvassyrði sín og lögkróka og hve lítils hann virti form og venjur í öllum máls- flutningi. Réttarhöldin voru mun skemmtilegri undir stjórn hans en torgfagnaðir og guðþjónustur. Þessi réttarhöld fóru fram í hinum svokallaða „gullna sal“, sem var frægur fyrir það um allt Þýzkaland að engin salarkynni fyrirfundust eins stór án þess að þakið hvíldi á súlum, en þak- ið á þessum sal hékk í festum úr mæniás. Dollinger dómari sat eins og fitukeppur úti við lokaðar dyr með bronsehurð á öðrum lang- vegg salarins og skildi einungis lág kaðalgirðing hann frá áhorf- endum. Hvorki hafði hann borð fyrri framan sig eða pall undir stól sínum. Hann hafði sjálfur tekið upp þetta fyrirkomulag fyrir allmörgum árum og því varð ekki hnikað. Frú Zingli stóð fyrir aftan hann innan kaðalgirðingarinnar ásamt foreldrum sínum, nánustu ættingjar Zinglis heitins, tveir virðulegir svissneskir herramenn sem litu út eins og efnaðir kaup- menn, og þar stóð Anna Otterer líka ásamt systur sinni. Við hlið frú Zingli stóð barnfóstra og hélt á drengnum. Réttarhöldin hófust á dálitlum forleik. Þegar Anna leit barnið hrópaði hún upp yfir sig og þá vildi drengurinn ólmur komast til hennar og brauzt um og grét í örmum barnfóstrunnar. Dóm- arinn lét þá fara með barnið út úr réttarsalnum. Þá var frú Zingli boðið fram að ganga. Hún flutti mál sitt af tilgerð nokkurri og bar lítinn klút hvað eftir annað að augum sér á meðan hún skýrði frá því hvernig soldátar keisarans hefðu rifið barnið úr faðmi hennar þegar þeir ruddust inn í húsið til að ræna og rupla. Um kvöldið hefði svo vinnukonan komið heim til foreldra hennar og skýrt frá því — bersýnilega í þeim til- gangi að verða sér úti um drykkjupeninga — að barnið væri enn í húsinu. Þá hefði elda- buskan verið send til að sækja barnið en ekki fundið það og gerði hún, frú Zingli, ráð fyrir að þá hefði þessi kvensnift (og hún benti á Önnu) náð því á sitt vald í þeim tilgangi að sér yrði greitt nokkurt lausnargjald. Og þessa fjárkúgunarbragðs mundi hún eflaust hafa freistað fyrr eða síðar, hefði barnið ekki ver- ið tekið frá henni. Þá spurði dómarinn frú Zingli hvort það væri óhugsandi að hún hefði hlaupizt frá barninu í skelfingunni, sem greip hana þegar soldátarnir ruddust inn. VIKAN 29. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.