Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 2
í fullri alvöru: Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim lctt á liáls og arma . .. umvefjið yður ljúfasta ilmi, sem endist klukkustundu saman .. . Um fimm undaðstöfrandi ilm- kremategundir að velja; . .. dýrðlegan Topaz . . . ástljúfan Here is My Heart . .. æsandi Per.sian Wood . . . hressilegan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Ftose. ★ KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR: * VARALITI — MAKE-UP — PÚfíUR — NAGLALÖIŒ — KREM — SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. Avon cosmetics ÚTSÖLUSTA»IR: LONDON NEW VORK MONTREAL Regnboginn, Tíbrá, SápuhúsiS, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið, Akureyri, Rakarastofa Jóns Eðvarðs, Akureyri, Apótek Akraness, Kaupfélag Bargfirðinga, Borgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannaeyj- um, Verzlun Jóns Gíslasonar, Ólafsvik, Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, Verzlun Ara Jónssonar, Patreksfirði. VIÐ íslendingar fyllum oft brjóst okkar af lireinu og tæru stoiti yfir því, að tillieyra þess- ari litlu menningarþjóð hér lengst norður i höfum, og fáum að því sjálfsfróunarkennda full- nægingu að heyra útlendinga hrósa landi og þjóð eða lesa eftir þá lofsamleg ummæli í blöðum. Við vitum það, að menning okk- ar stendur á gömlum og traust- um grunni, þótt sultur og neyð hafi um skeið knúð okkur til þess að telja lúsina sérstakt heillamerki og rekið okkur til þess að snæða handritin fornu eða sauma úr þeim skó. En það kemur einnig fyrir, að stoltbrjóst okkar verða innfall- in af leiða yfir því, live stutt við erum komnir í þeirri menningu, scm nú gildir. Þetta gæti t. d. gilt um kurteisina. Iíurteisin er einmitt eitt tákn menningar, en ef dæma ætti almenna kurteisi hér á landi og meta menningu þjóðarinnar eftir henni, er ég hræddur um, að okkar stig yrði ekki liærra metið en þeirra, sem átu gullaldarbókmenntir þjóðar- innar. Skólarnir, eða réttara sagt fræðsluyfirvöldin, virðast álíta að kurteisi sé öllum börnum með fædd, svo ekki taki að kenna hana, og þegar þetta fer saman við þá þróun, að börnin fjarlægj- ast lieimilin í uppvextinum, er e kki von á góðu. Enda verður manni svo mikið um, þegar hann komur út fyrir pollinn og kynn- ist sjálfsögðustu kurteisissiðum, að andlitið dettur af manni, og maður veit ekki, hvað helzt á að segja eða gera. Fyrir nokkrum dögum fór hópur prentara úr Prentsmiðju Hilmis h.f. í hádegi til þess að fá sér að borða í matsöluhúsi hér skammt frá. Þcssi matsala stendur við mikla og fjölfarna umferðaræð i Reykjavík og er mjög fjölsótt af þeim, sem vinna í hverfinu í kring og reyndar víðar að. í þetta sinn var m. a. nautakjöt — buff — á matseðl- inum, og freistuðust nokkrir matmenn í hópnum til þcss að panta sér það. En þegar í kjaft- ana kom, reyndist þetta „nauta- kjöt“ vera af hrossi. Þeir héldu, að þetta væri aðeins afgreiðslu- glöp og kölluðu á gengilbein- una, til þess að fá leiðréttingu Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.