Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 6
HVERT ER LÍ FSKJARA- MARK ÍSLENDINGA? íslendingar setja markið hátt og gera háar kröfur til lífskjara. Yikan hefur gert athugun á því, hvert er lífskjaramark hjóna milli átján ára og þrítugs og í öðru lagi, hvert er lífs- kjaramark hjóna milli fertugs og fimmtugs. Það birtist í Vikunni síðar. Með orðinu lífskjaramark á Vikan við ákveðin lífskjör, ekki endilega þau lífskjör, sem allt fólk á þessum aldri býr við, heldur það sem flest- allt fólk hefur að takmarki og finnst sjálfsagt að það nái. Ef magasár stafar af áhyggjum og of mikilli vinnu, mætti segja mér að það færi mjög í vöxt hjá ungu fólki nú á næstunni. Að minnsta kosti ef það ætlar að fylgjast með og vera fólk með fólki; það er að segja skapa sér þau lífskjör, sem nú á dögum eru talin nauðsynleg til þess að vera ekki ver settur en gengur og gerist. Slik kjör kosta nefnilega tæpa milljón fyrir utan daglegar nauðsynjar eins og föt, mat, bækur og blöð, ferðalög innanlands, vín, tóbak og skemmtanir, en þessir kostnaðarliðir eru í kring um hundrað þúsund á ári hjá hjónum með eitt barn. Það er sennilega til of mikils mælzt, að þið trúið þessu, svona fyrst í stað. Ég gerði það ekki heldur. Svo tók ég mig til og spurði og spurði í þaula, og þau svör, sem mér þóttu bitastæð, skrifaði ég niður. Þegar ég mundi ekki lengur eftir neinu nýju til að spyrja um, fékk ég lánaða samlagningarvél og lagði saman — og blöskraði útkoman. Ég fór aftur á stúfana og rannsakaði málið, en þegar ég fékk lækkun á einum lið reikningsdæmisins, kom óðara til- svarandi hækkun á annan. Svo næst þegar ég fékk lánaða samlagningarvél var útkoman næstum sú sama, svo það er ekki dæmið, sem er vitlaust. Ef nokkuð er vitlaust, er það hlut- fallið milli launa og kaupgetu eða þjóðin, sem hefur sett lífskjaramarkið svona hátt. í stuttu máli sagt er fyrsta lífskjaramarkið — það er að segja það mark, sem hjón milli

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.